Gætu ekki flúið þótt þau vildu Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2024 19:37 Aníta og fjölskylda hennar bíða nú eftir öðrum stóra fellibylnum á mánaðarlöngu fríi sínu í Tampa í Flórída. Hillur verslana eru víða tómar og fjölskyldan hefur flutt nauðsynjar inn í herbergi sem ekki eru með útvegg, ef leita þarf skjóls frá fellibylnum. Óttast er að fellibylurinn Milton, sem skellur á Flórída af fullum þunga í nótt, verði mannskæður og hafi katastrófískar afleiðingar víða í ríkinu. Íslendingur á hættusvæði segir biðina eftir hamförum kvíðvænlega. Hún gæti ekki flúið svæðið þótt hún vildi það; eldsneyti er algjörlega uppurið. „Ég er með áríðandi skilaboð til íbúa Flórída. Fellibylurinn Milton verður mannskæður og katastrófískur. Hann mun hafa í för með sér gríðarlegan áhlaðanda, ægilegan vind og alvarleg flóð á leið sinni yfir Flórídaríki,“ sagði Deanne Criswell, yfirmaður almannavarna í Bandaríkjunum í ávarpi í dag. Reiknað er með að hinn katastrófíski Milton gangi á land í Flórída seint í kvöld, eða í kringum sex í fyrramálið að íslenskum tíma. Aníta Björk Káradóttir er stödd ásamt fjölskyldu sinni í mánaðarlöngu fríi í úthverfi borgarinnar Tampa, sem óttast er að fari einna verst úti úr fellibylnum. Aníta lýsir mikilli örvæntingu á svæðinu; vatn, bleyjur, þurrmjólk og aðrar nauðsynjavörur eru víðast hvar nær uppseldar. „Það virðast allir vera í einhvers konar panikkástandi. Og eins og með bensín, það er ekki til bensín til í þrjú til fjögur hundruð kílómetra radíus hjá okkur. Þannig að ef við myndum vilja fara eitthvert þá væri erfitt að komast og við gætum orðið bara strandaglópar,“ segir Aníta. Vatn í upp undir fjögurra metra hæð Þau fjölskyldan eru ekki stödd á rýmingarsvæði en gerðu raunar tilraun til að flýja í gærkvöldi. Þau voru stöðvuð, þar sem slysahætta er úti á vegum og eldsneyti af skornum skammti, eins og áður hefur komið fram. Eitt helsta áhyggjuefni sérfræðinga eru flóðin sem Milton gæti haft í för með sér. Verstu spár reikna með að vatn nái mest þriggja til fjöggurra og hálfs metra hæð við Tampaströndina. Undir þeim kringumstæðum færi hefðbundið einnar hæðar hús algjörlega undir vatn, eins og við sýndum í fréttum Stöðvar 2. Kvíðavaldandi bið Aníta og fjölskylda hafa undirbúið sig vel. Hlerar hafa verið settir fyrir alla glugga og baðkör fyllt til að tryggja neysluvatn. Þá hafa þau útbúið sér svefnstað við sérstök „fellibylsherbergi" í húsinu, herbergi sem ekki eru með útvegg sem hægt er að leita skjóls í. Bensínrafstöð verður einnig tekin í gagnið. „Við erum mjög háð rafmagni af því að við erum með einstakling í fölskyldunni [barnung dóttir Anítu] sem notast við súrefni þannig að við erum mjög undirbúin þegar verður rafmagnslaust. Og ég segi þegar verður rafmagnslaust af því það er bara vitað að það verði,“ segir Aníta. Og nú hefst þungbær bið eftir því að ósköpin skelli á. „Þetta er kvíðavaldandi,“ segir Aníta og kemst við. „sérstaklega þegar við erum svona háð rafmagni.“ Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Milton Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ nálgast Flórída Fellibylurinn Milton nálgast strendur Flórída í Bandaríkjunum óðfluga. Búið er að vera við hvirfilbyljum á svæðinu í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir. 9. október 2024 17:24 Aflýsa flugi til og frá Orlando Icelandair hefur aflýst fyrirhuguðu flugi til og frá Orlando í Flórída síðdegis í dag og á morgun. 9. október 2024 07:11 Milton safnar aftur krafti Fellibylurinn Milton er aftur orðinn að fimmta stigs fellibyl, eftir að hann var lækkaður í fjórða flokk í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni valda mikilli eyðileggingu á vesturströnd Flórída seinna í vikunni, gangi spár eftir. 8. október 2024 22:24 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
„Ég er með áríðandi skilaboð til íbúa Flórída. Fellibylurinn Milton verður mannskæður og katastrófískur. Hann mun hafa í för með sér gríðarlegan áhlaðanda, ægilegan vind og alvarleg flóð á leið sinni yfir Flórídaríki,“ sagði Deanne Criswell, yfirmaður almannavarna í Bandaríkjunum í ávarpi í dag. Reiknað er með að hinn katastrófíski Milton gangi á land í Flórída seint í kvöld, eða í kringum sex í fyrramálið að íslenskum tíma. Aníta Björk Káradóttir er stödd ásamt fjölskyldu sinni í mánaðarlöngu fríi í úthverfi borgarinnar Tampa, sem óttast er að fari einna verst úti úr fellibylnum. Aníta lýsir mikilli örvæntingu á svæðinu; vatn, bleyjur, þurrmjólk og aðrar nauðsynjavörur eru víðast hvar nær uppseldar. „Það virðast allir vera í einhvers konar panikkástandi. Og eins og með bensín, það er ekki til bensín til í þrjú til fjögur hundruð kílómetra radíus hjá okkur. Þannig að ef við myndum vilja fara eitthvert þá væri erfitt að komast og við gætum orðið bara strandaglópar,“ segir Aníta. Vatn í upp undir fjögurra metra hæð Þau fjölskyldan eru ekki stödd á rýmingarsvæði en gerðu raunar tilraun til að flýja í gærkvöldi. Þau voru stöðvuð, þar sem slysahætta er úti á vegum og eldsneyti af skornum skammti, eins og áður hefur komið fram. Eitt helsta áhyggjuefni sérfræðinga eru flóðin sem Milton gæti haft í för með sér. Verstu spár reikna með að vatn nái mest þriggja til fjöggurra og hálfs metra hæð við Tampaströndina. Undir þeim kringumstæðum færi hefðbundið einnar hæðar hús algjörlega undir vatn, eins og við sýndum í fréttum Stöðvar 2. Kvíðavaldandi bið Aníta og fjölskylda hafa undirbúið sig vel. Hlerar hafa verið settir fyrir alla glugga og baðkör fyllt til að tryggja neysluvatn. Þá hafa þau útbúið sér svefnstað við sérstök „fellibylsherbergi" í húsinu, herbergi sem ekki eru með útvegg sem hægt er að leita skjóls í. Bensínrafstöð verður einnig tekin í gagnið. „Við erum mjög háð rafmagni af því að við erum með einstakling í fölskyldunni [barnung dóttir Anítu] sem notast við súrefni þannig að við erum mjög undirbúin þegar verður rafmagnslaust. Og ég segi þegar verður rafmagnslaust af því það er bara vitað að það verði,“ segir Aníta. Og nú hefst þungbær bið eftir því að ósköpin skelli á. „Þetta er kvíðavaldandi,“ segir Aníta og kemst við. „sérstaklega þegar við erum svona háð rafmagni.“
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Milton Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ nálgast Flórída Fellibylurinn Milton nálgast strendur Flórída í Bandaríkjunum óðfluga. Búið er að vera við hvirfilbyljum á svæðinu í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir. 9. október 2024 17:24 Aflýsa flugi til og frá Orlando Icelandair hefur aflýst fyrirhuguðu flugi til og frá Orlando í Flórída síðdegis í dag og á morgun. 9. október 2024 07:11 Milton safnar aftur krafti Fellibylurinn Milton er aftur orðinn að fimmta stigs fellibyl, eftir að hann var lækkaður í fjórða flokk í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni valda mikilli eyðileggingu á vesturströnd Flórída seinna í vikunni, gangi spár eftir. 8. október 2024 22:24 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ nálgast Flórída Fellibylurinn Milton nálgast strendur Flórída í Bandaríkjunum óðfluga. Búið er að vera við hvirfilbyljum á svæðinu í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir. 9. október 2024 17:24
Aflýsa flugi til og frá Orlando Icelandair hefur aflýst fyrirhuguðu flugi til og frá Orlando í Flórída síðdegis í dag og á morgun. 9. október 2024 07:11
Milton safnar aftur krafti Fellibylurinn Milton er aftur orðinn að fimmta stigs fellibyl, eftir að hann var lækkaður í fjórða flokk í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni valda mikilli eyðileggingu á vesturströnd Flórída seinna í vikunni, gangi spár eftir. 8. október 2024 22:24