Óvenjulegt ættarmót við Snorrabraut Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2024 21:02 Aðalsteinn Sigfússon sést hér í miðjunni. Honum á hægri hönd, í hvarfi á bak við blóðflöguvélina, er Hákon sonur hans. Guðrún Aðalsteinsdóttir situr með appelsínusafa í hönd í forgrunni og ræðir við bróður sinn, Sigfús. Vísir/sigurjón Blóðgjafi sem nýverið fagnaði sjötugsafmæli gaf í morgun blóð í hinsta sinn vegna aldurs, þrátt fyrir að vera við hestaheilsu. Hann skilur við Blóðbankann með trega en vonar að börn hans, sem öll voru einnig mætt í blóðgjöf föður sínum til stuðnings, taki við keflinu. Sár vöntun er á blóðgjöfum um þessar mundir. Það var sannkallað ættarmót í Blóðbankanum við Snorrabraut í morgunsárið. Við hittum þar fyrir Aðalstein Sigfússon, blóðgjafa til fimmtíu ára, og börn hans Hákon, Sigfús og Guðrúnu. „Nú er ég að gefa í síðasta sinn. Búinn að gefa 250 sinnum og mér finnst ég hafa skyldu til að halda áfram en ég get ekki gert það sjálfur þannig að ég bað börnin mín um að koma og þau munu halda áfram,“ segir Aðalsteinn þar sem hann situr mitt á milli sona sinna í Blóðbankanum. Allir voru þeir þar önnum kafnir við að gefa blóðflögur. Hvernig er tilfinningin að vera að gera þetta í síðasta sinn? „Hún er svona blendin, þessi tilfinning. 250 skipti, er ekki komið nóg? Jú, ég held að það megi alveg segja það og ég er bara glaður að hafa haft tækifæri til þess að gera þetta.“ Fjórði fjölskyldumeðlimurinn, Guðrún, lá á bekk hinum megin við vegginn og var að gefa blóð í fyrsta sinn þegar fréttastofa ræddi við hana. „Þetta er bara spennandi. Gott að koma og skemmtilegt að koma og taka við keflinu af pabba sem er búinn að vera að gera þetta í 50 ár. Ég er ekki alveg jafnöflug og bræður mínir hérna hinum megin en ég ætla að taka mig á, þetta skiptir máli,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir. „Ég held það sé um 30 prósent af Íslendingum sem eiga það á hættu eða munu þurfa á blóði að halda einhvern tímann á ævinni. Þannig að, komið og gefið!“ segir Aðalsteinn að lokum. Blóðgjöf Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ljúfsár hinsta heimsókn í Blóðbankann Maður sem gaf blóð í síðasta sinn með viðhöfn í morgun segir blendnar tilfinningar fylgja hinstu blóðgjöfinni, sem jafnframt er númer 250 á ferlinum. Formaður Blóðgjafafélagsins hefur áhyggjur af ítrekuðum neyðarköllum frá Blóðbankanum og hvetur fólk að skrá sig til leiks, sérstaklega konur. 2. október 2024 11:13 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Það var sannkallað ættarmót í Blóðbankanum við Snorrabraut í morgunsárið. Við hittum þar fyrir Aðalstein Sigfússon, blóðgjafa til fimmtíu ára, og börn hans Hákon, Sigfús og Guðrúnu. „Nú er ég að gefa í síðasta sinn. Búinn að gefa 250 sinnum og mér finnst ég hafa skyldu til að halda áfram en ég get ekki gert það sjálfur þannig að ég bað börnin mín um að koma og þau munu halda áfram,“ segir Aðalsteinn þar sem hann situr mitt á milli sona sinna í Blóðbankanum. Allir voru þeir þar önnum kafnir við að gefa blóðflögur. Hvernig er tilfinningin að vera að gera þetta í síðasta sinn? „Hún er svona blendin, þessi tilfinning. 250 skipti, er ekki komið nóg? Jú, ég held að það megi alveg segja það og ég er bara glaður að hafa haft tækifæri til þess að gera þetta.“ Fjórði fjölskyldumeðlimurinn, Guðrún, lá á bekk hinum megin við vegginn og var að gefa blóð í fyrsta sinn þegar fréttastofa ræddi við hana. „Þetta er bara spennandi. Gott að koma og skemmtilegt að koma og taka við keflinu af pabba sem er búinn að vera að gera þetta í 50 ár. Ég er ekki alveg jafnöflug og bræður mínir hérna hinum megin en ég ætla að taka mig á, þetta skiptir máli,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir. „Ég held það sé um 30 prósent af Íslendingum sem eiga það á hættu eða munu þurfa á blóði að halda einhvern tímann á ævinni. Þannig að, komið og gefið!“ segir Aðalsteinn að lokum.
Blóðgjöf Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ljúfsár hinsta heimsókn í Blóðbankann Maður sem gaf blóð í síðasta sinn með viðhöfn í morgun segir blendnar tilfinningar fylgja hinstu blóðgjöfinni, sem jafnframt er númer 250 á ferlinum. Formaður Blóðgjafafélagsins hefur áhyggjur af ítrekuðum neyðarköllum frá Blóðbankanum og hvetur fólk að skrá sig til leiks, sérstaklega konur. 2. október 2024 11:13 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Ljúfsár hinsta heimsókn í Blóðbankann Maður sem gaf blóð í síðasta sinn með viðhöfn í morgun segir blendnar tilfinningar fylgja hinstu blóðgjöfinni, sem jafnframt er númer 250 á ferlinum. Formaður Blóðgjafafélagsins hefur áhyggjur af ítrekuðum neyðarköllum frá Blóðbankanum og hvetur fólk að skrá sig til leiks, sérstaklega konur. 2. október 2024 11:13