Innlent

Hver er fram­tíð ríkis­stjórnarinnar?

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Engin niðurstaða fékkst á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins sem boðað var til í skyndi í dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við yfir nýjustu vendingar í beinni útsendingu og spáum í stöðu og framtíð ríkisstjórnarinnar, sem er þrungin óvissu. Við ræðum við formann Sjálfstæðisflokksins og fáum Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræðing í myndver.

Kona sem sprautar sig með þyngdarstjórnunarlyfinu Wegovy vill að lyfið verði niðurgreitt í meira mæli. Hún fær enga niðurgreiðslu og sér fram á að borga rúmlega 300 þúsund á ári fyrir lyfið.

Þá sýnum við myndir frá eyðileggingunni sem fellibylurinn Milton skildi eftir sig í Flórída og kynnumst nýjum handhafa friðarverðlauna Nóbels.

Prófessor emeritus í lífeðlisfræði segir ekkert benda til þess að innrauðar sánur, sem njóta síaukinna vinsælda hér á landi, virki betur en hefðbundin gufuböð eða heitir pottar. Upplýsingaóreiða virðist ríkja hjá mörgum sem bjóða upp á innrauðar sánur.

Loks hittir Magnús Hlynur sunnlenska kornbændur og í sportpakkanum hitum við upp fyrir landsleik kvöldsins, sem leikinn verður við Wales.

Þéttur pakki í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×