Uppgjör á sögulegri heimsókn: Klæðaburður forsetamanns og umdeild ræða Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2024 20:00 Farið var yfir klæðaburð Björns Skúlasonar forsetamanns, hneigingu Höllu Tómasdóttur forseta og umdeilda enskunotkun hennar í fréttum Stöðvar 2. Íslenskur royalisti er alls ekki á því að klæðaburður Björns Skúlasonar forsetamanns, í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Kaupmannahafnar, hafi verið of hversdagslegur. Það olli henni þó vonbrigðum að Halla Tómasdóttir skyldi aðallega hafa talað ensku. Forsetahjónin hófu heimsóknina á því að koma siglandi til fundar við dönsku konungshjónin. Forseti Íslands heilsaði þar Danakonungi með hneigingu - og netverjum fannst þar sumum nóg um. Sorry, en forseti Íslands á ekki að hneigja sig fyrir dönskum kóngi! pic.twitter.com/JHCdnph0CA— Pétur Vilhjálmsson (@PVilhjalmsson) October 8, 2024 Við bárum þetta atvik, og önnur sem standa upp úr, undir Ragnheiði Ástu Sigurðardóttur, sannan konungssinna, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Er þetta eðlilegt að gera? „Já, algjörlega, hún er að sýna nýkrýndum konungi virðingarvott og mér finnst þetta mjög vel gert hjá henni, mjög smart. Alveg eftir prótokoli,“ segir Ragnheiður. Þá vakti fatnaður Björns Skúlasonar forsetaherrans athygli. Blá jakkaföt og brúnir skór. Hvíslað hefur verið um það í kreðsum íslenskra royalista að Björn hafi þar farið helst til hversdagslegur til fundar við konung. Ertu sammála því? „Ég hef aðeins verið að horfa á þetta. Friðrik [tíundi, konungur Danmerkur] er aðeins meira stílíseraður, hann er í svörtum skóm og það hefur verið talað um að það sé heppilegra. En þau sjálf, Friðrik og Mary [Danadrottning], eru mjög jarðbundin og taka þessu öllu mjög vel. Og ég er viss um að hann hefur klætt sig í sitt fínasta púss,“ segir Ragnheiður og bætir við að raunar hafi dönsku miðlarnir ekkert kippt sér upp við klæðaburð Björns. Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir er sérstök áhugakona um dönsku konungsfjölskylduna.Vísir/Einar Umdeildasti þáttur heimsóknarinnar var þó eflaust sú ákvörðun Höllu að tala við konung og halda kvöldverðarræðu á ensku, en ekki dönsku eins og hefð er fyrir. „Ég held að það sé kannski nýi tíminn að við þurfum aðeins að flakka á milli tungumálanna. Eigum við ekki að segja að enskan sé allavega það tungumál sem fleiri nýta til að vera á jafningjagrunni en íslenskan eða danskan,“ sagði Halla um málið í gær. „Ég var pínu leið,“ segir Ragnheiður um enskunotkun Höllu. „En þetta er held ég breyting, og ég held að í framtíðinni getum við ekki ætlast til að fólk sé að nota dönskuna.“ Hefði hún ekki mátt aðeins undirbúa sig til að halda í þessa hefð? „Ég hefði nú lesið nokkur Billedbladet og Andrés Önd!“ segir Ragnheiður kímin að lokum. Kóngafólk Danmörk Forseti Íslands Tengdar fréttir Halla talar ensku við kónginn: „Ég held að það sé kannski nýi tíminn“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hélt ræðu í veislu sér til heiðurs í Kristjánsborg í fyrradag en flutti hana nær einvörðungu á ensku. Hún er fyrst allra forseta lýðveldisins til að flytja ræðuna ekki á dönsku. 10. október 2024 10:33 Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist gylltum síðkjól eftir breska hönnuðinn Jenny Packham í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hönnuðurinn virðist vinsæll meðal konungsfólks. 9. október 2024 16:01 Hæstánægð með Höllu Hópur Íslendinga sem stunda nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) er hæstánægður með heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta í skólann í dag. Sérstök nefnd íslenskra nemenda tók á móti forsetanum í aðalbyggingu skólans í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar en þar er hún stödd ásamt eiginmanni sínum og stórri sendinefnd frá Íslandi í hennar fyrstu opinberu heimsókn. 9. október 2024 12:36 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Forsetahjónin hófu heimsóknina á því að koma siglandi til fundar við dönsku konungshjónin. Forseti Íslands heilsaði þar Danakonungi með hneigingu - og netverjum fannst þar sumum nóg um. Sorry, en forseti Íslands á ekki að hneigja sig fyrir dönskum kóngi! pic.twitter.com/JHCdnph0CA— Pétur Vilhjálmsson (@PVilhjalmsson) October 8, 2024 Við bárum þetta atvik, og önnur sem standa upp úr, undir Ragnheiði Ástu Sigurðardóttur, sannan konungssinna, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Er þetta eðlilegt að gera? „Já, algjörlega, hún er að sýna nýkrýndum konungi virðingarvott og mér finnst þetta mjög vel gert hjá henni, mjög smart. Alveg eftir prótokoli,“ segir Ragnheiður. Þá vakti fatnaður Björns Skúlasonar forsetaherrans athygli. Blá jakkaföt og brúnir skór. Hvíslað hefur verið um það í kreðsum íslenskra royalista að Björn hafi þar farið helst til hversdagslegur til fundar við konung. Ertu sammála því? „Ég hef aðeins verið að horfa á þetta. Friðrik [tíundi, konungur Danmerkur] er aðeins meira stílíseraður, hann er í svörtum skóm og það hefur verið talað um að það sé heppilegra. En þau sjálf, Friðrik og Mary [Danadrottning], eru mjög jarðbundin og taka þessu öllu mjög vel. Og ég er viss um að hann hefur klætt sig í sitt fínasta púss,“ segir Ragnheiður og bætir við að raunar hafi dönsku miðlarnir ekkert kippt sér upp við klæðaburð Björns. Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir er sérstök áhugakona um dönsku konungsfjölskylduna.Vísir/Einar Umdeildasti þáttur heimsóknarinnar var þó eflaust sú ákvörðun Höllu að tala við konung og halda kvöldverðarræðu á ensku, en ekki dönsku eins og hefð er fyrir. „Ég held að það sé kannski nýi tíminn að við þurfum aðeins að flakka á milli tungumálanna. Eigum við ekki að segja að enskan sé allavega það tungumál sem fleiri nýta til að vera á jafningjagrunni en íslenskan eða danskan,“ sagði Halla um málið í gær. „Ég var pínu leið,“ segir Ragnheiður um enskunotkun Höllu. „En þetta er held ég breyting, og ég held að í framtíðinni getum við ekki ætlast til að fólk sé að nota dönskuna.“ Hefði hún ekki mátt aðeins undirbúa sig til að halda í þessa hefð? „Ég hefði nú lesið nokkur Billedbladet og Andrés Önd!“ segir Ragnheiður kímin að lokum.
Kóngafólk Danmörk Forseti Íslands Tengdar fréttir Halla talar ensku við kónginn: „Ég held að það sé kannski nýi tíminn“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hélt ræðu í veislu sér til heiðurs í Kristjánsborg í fyrradag en flutti hana nær einvörðungu á ensku. Hún er fyrst allra forseta lýðveldisins til að flytja ræðuna ekki á dönsku. 10. október 2024 10:33 Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist gylltum síðkjól eftir breska hönnuðinn Jenny Packham í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hönnuðurinn virðist vinsæll meðal konungsfólks. 9. október 2024 16:01 Hæstánægð með Höllu Hópur Íslendinga sem stunda nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) er hæstánægður með heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta í skólann í dag. Sérstök nefnd íslenskra nemenda tók á móti forsetanum í aðalbyggingu skólans í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar en þar er hún stödd ásamt eiginmanni sínum og stórri sendinefnd frá Íslandi í hennar fyrstu opinberu heimsókn. 9. október 2024 12:36 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Halla talar ensku við kónginn: „Ég held að það sé kannski nýi tíminn“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hélt ræðu í veislu sér til heiðurs í Kristjánsborg í fyrradag en flutti hana nær einvörðungu á ensku. Hún er fyrst allra forseta lýðveldisins til að flytja ræðuna ekki á dönsku. 10. október 2024 10:33
Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist gylltum síðkjól eftir breska hönnuðinn Jenny Packham í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hönnuðurinn virðist vinsæll meðal konungsfólks. 9. október 2024 16:01
Hæstánægð með Höllu Hópur Íslendinga sem stunda nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) er hæstánægður með heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta í skólann í dag. Sérstök nefnd íslenskra nemenda tók á móti forsetanum í aðalbyggingu skólans í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar en þar er hún stödd ásamt eiginmanni sínum og stórri sendinefnd frá Íslandi í hennar fyrstu opinberu heimsókn. 9. október 2024 12:36