Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Föngum sem fara í hungurverkfall hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við fangelsismálastjóra sem segir tilfellin alvarleg og að menn hafi orðið mjög veikir vegna næringaskorts.

Sjö særðir eftir sprengingu í fjöl­býlis­húsi í Norr­köping

Sjö eru særðir, þar á meðal eitt barn, eftir sprengingu í íbúðarhúsi í Norrköping í Svíþjóð snemma í morgun. Tilkynning barst viðbragðsaðilum um sprenginguna klukkan sex að staðartíma og þurftu þá 150 íbúar fjölbýlishússins að rýma það. Tveir hafa verið handteknir. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Aftakaveður og mikil sjóhæð lék íbúa Suðurnesja grátt í nótt. Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast og þurftu meðal annars að koma íbúum húss, sem var umlukið sjó, til bjargar. Í hádegisfréttum heyrum við í björgunarsveitarmanni sem tók þátt í aðgerðum í nótt. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum. Rætt verður við forstjóra eftirlitsins í kvöldfréttum á Stöð 2. 

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Formaður neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskipa hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjannat tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. Rætt verður við hann í hádegisfréttum á Bylgjunni. 

„Ekki ráðherra til að fá útrás fyrir sína villtustu drauma“

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir að margar hugmyndir hafi verið lagðar fram sem ættu að leiða til færri frávika við hvalveiðar. Hvalveiðar hefjast aftur á morgun en með ítarlegum skilyrðum en Svandís þvertekur fyrir að hún sé að láta undan hótunum með því að leyfa veiðarnar aftur.

Sjá meira