Camilla Rut hættir jogginggallaframleiðslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. desember 2023 13:32 Camilla Rut er hætt framleiðslu á jogginggöllum Camy Collections. Hún vegur nú og metur framhaldið. Instagram/CamillaRut Camilla Rut Rúnarsdóttir áhrifavaldur og athafnakona hefur stöðvað framleiðslu á jogginggöllum, sem hún seldi undir vörumerkinu Camy Collections. Mikil óánægja hefur verið meðal viðskiptavina með gæði gallanna. Þetta segir Camilla í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa ákveðið að stöðva framleiðsluna með þeim framleiðanda sem hefur séð um að gera fyrir hana gallana og stíga aðeins til baka. Nú þurfi hún að sjá hvert framhaldið verður. Vegna vangavelta um framhaldið hefur Camilla tekið Instagram-síðu Camy Collections úr birtingu. Í júní síðastliðnum hóf Camilla Rut sölu á jogginggöllum hjá vefverslun sinni Camy Collections. Gallarnir, það er að segja joggingbuxur og peysa í stíl, eru það eina sem eru til sölu hjá versluninni núna. Mikil óánægja var með gæði gallanna þegar þeir skiluðu sér í hendur neytenda og væst um Camillu vegna þessa. View this post on Instagram A post shared by Camilla Rut (@camillarut) Treysti nýrri verksmiðju til að inna verkið af hendi Umræða spratt upp um gallana á samfélagsmiðlum strax og þeir fóru í dreifingu og kvörtuðu margir undan því að efnið hnökraðist án mikillar notkunar eða þvotts. Þá kvörtuðu margir undan því að engan miða væri að finna inni í göllunum, hvorki með þvottaleiðbeiningum né öðrum upplýsingum. DV fjallaði um málið í október þegar Camilla tjáði sig um kvartanirnar. Sagði Camilla þá frá því að hún hefði í góðri trú valið sér saumastofu til að sjá um að gera gallana og hluti sendingar frá stofunni verið gallaður. „Gæðin eru allt önnur í hluta af sendingunni heldur en ég var búin að samþykkja, [öðruvísi en prufan sem ég fékk]. Það eru ekki gæði sem ég var tilbúin að sætta mig við. Þannig ég hafði samband við verksmiðjuna og lýsti yfir óánægju minni þar og þau báðust innilega afsökunar og lofuðu öllu fögru og þau ætluðu að senda mér aðra sendingu til að bæta upp fyrir gölluðu eintökin. En því miður var skaðinn skeður og margir búnir að fá til sín gölluð eintök,“ hefur DV eftir Camillu í umfjöllun sinni. Camilla segir í samtali við fréttastofu að það hafi verið visst högg fyrir sig hvernig gæði gallanna reyndust vera þegar þeir skiluðu sér til neytenda. Hún sé nú búin að endurgreiða öllum þeim sem fengu gallaða galla í hendurnar og íhugi næstu skref á meðan hún nýtur jólanna með fjölskyldunni. Samfélagsmiðlar Tíska og hönnun Tímamót Tengdar fréttir „Lífið er of stutt fyrir óþægileg föt“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut elskar tísku og segir mestu máli skipta að líða vel í flíkunum sem við klæðumst. Hún segir lífið einfaldlega of stutt fyrir óþægileg föt og er hætt að reyna að elta trend sem hún veit að eru ekki fyrir sig. Camilla Rut er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. maí 2023 11:30 Fagnar kvenlíkamanum með nýju fatamerki Áhrifavaldurinn og söngkonan Camilla Rut, betur þekkt sem Camy, var að stofna nýtt vörumerki, Camy Collections. Síðar á árinu kemur svo fyrsta fatalína merkisins á markað hér á landi. 18. júní 2021 15:00 Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Vísitala neysluverðs hækkar milli mánaða Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vísitala neysluverðs hækkar milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Sjá meira
Þetta segir Camilla í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa ákveðið að stöðva framleiðsluna með þeim framleiðanda sem hefur séð um að gera fyrir hana gallana og stíga aðeins til baka. Nú þurfi hún að sjá hvert framhaldið verður. Vegna vangavelta um framhaldið hefur Camilla tekið Instagram-síðu Camy Collections úr birtingu. Í júní síðastliðnum hóf Camilla Rut sölu á jogginggöllum hjá vefverslun sinni Camy Collections. Gallarnir, það er að segja joggingbuxur og peysa í stíl, eru það eina sem eru til sölu hjá versluninni núna. Mikil óánægja var með gæði gallanna þegar þeir skiluðu sér í hendur neytenda og væst um Camillu vegna þessa. View this post on Instagram A post shared by Camilla Rut (@camillarut) Treysti nýrri verksmiðju til að inna verkið af hendi Umræða spratt upp um gallana á samfélagsmiðlum strax og þeir fóru í dreifingu og kvörtuðu margir undan því að efnið hnökraðist án mikillar notkunar eða þvotts. Þá kvörtuðu margir undan því að engan miða væri að finna inni í göllunum, hvorki með þvottaleiðbeiningum né öðrum upplýsingum. DV fjallaði um málið í október þegar Camilla tjáði sig um kvartanirnar. Sagði Camilla þá frá því að hún hefði í góðri trú valið sér saumastofu til að sjá um að gera gallana og hluti sendingar frá stofunni verið gallaður. „Gæðin eru allt önnur í hluta af sendingunni heldur en ég var búin að samþykkja, [öðruvísi en prufan sem ég fékk]. Það eru ekki gæði sem ég var tilbúin að sætta mig við. Þannig ég hafði samband við verksmiðjuna og lýsti yfir óánægju minni þar og þau báðust innilega afsökunar og lofuðu öllu fögru og þau ætluðu að senda mér aðra sendingu til að bæta upp fyrir gölluðu eintökin. En því miður var skaðinn skeður og margir búnir að fá til sín gölluð eintök,“ hefur DV eftir Camillu í umfjöllun sinni. Camilla segir í samtali við fréttastofu að það hafi verið visst högg fyrir sig hvernig gæði gallanna reyndust vera þegar þeir skiluðu sér til neytenda. Hún sé nú búin að endurgreiða öllum þeim sem fengu gallaða galla í hendurnar og íhugi næstu skref á meðan hún nýtur jólanna með fjölskyldunni.
Samfélagsmiðlar Tíska og hönnun Tímamót Tengdar fréttir „Lífið er of stutt fyrir óþægileg föt“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut elskar tísku og segir mestu máli skipta að líða vel í flíkunum sem við klæðumst. Hún segir lífið einfaldlega of stutt fyrir óþægileg föt og er hætt að reyna að elta trend sem hún veit að eru ekki fyrir sig. Camilla Rut er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. maí 2023 11:30 Fagnar kvenlíkamanum með nýju fatamerki Áhrifavaldurinn og söngkonan Camilla Rut, betur þekkt sem Camy, var að stofna nýtt vörumerki, Camy Collections. Síðar á árinu kemur svo fyrsta fatalína merkisins á markað hér á landi. 18. júní 2021 15:00 Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Vísitala neysluverðs hækkar milli mánaða Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vísitala neysluverðs hækkar milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Sjá meira
„Lífið er of stutt fyrir óþægileg föt“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut elskar tísku og segir mestu máli skipta að líða vel í flíkunum sem við klæðumst. Hún segir lífið einfaldlega of stutt fyrir óþægileg föt og er hætt að reyna að elta trend sem hún veit að eru ekki fyrir sig. Camilla Rut er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. maí 2023 11:30
Fagnar kvenlíkamanum með nýju fatamerki Áhrifavaldurinn og söngkonan Camilla Rut, betur þekkt sem Camy, var að stofna nýtt vörumerki, Camy Collections. Síðar á árinu kemur svo fyrsta fatalína merkisins á markað hér á landi. 18. júní 2021 15:00