Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Orkan í Fellsmúla hættir að selja bensín

Orkan hyggst breyta bensínstöðinni í Fellsmúla í hleðslustöð fyrir rafknúin ökutæki. Bensínstöð hefur verið á þessum stað í Fellsmúla frá árinu 1971 en stefnt er að því að ný hleðslustöð hefji þar starfsemi fyrir lok árs 2023. 

Engar fregnir af máli Gylfa fyrr en eftir páska

Lögreglan í Manchester á Englandi mun ekki upplýsa um framgang rannsóknar í máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrr en eftir páska. Gylfi er í farbanni, sem rennur út á páskadag. 

Skotárás í lestarstöð í New York

Lögreglan í New York leitar manns sem sagður er hafa skotið fjölda fólks í lestarstöð í borginni á háannatíma í dag. Fregnir hafa einnig borist af sprengingu og að því að ósprungnar sprengjur hafi fundist á vettvangi.

„Ekki leyfilegt að vera með hópuppsagnir af því bara“

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það hafa komið sér verulega á óvart að stjórn Eflingar hafi ákveðið á fundi í gær að öllu starfsfólki stéttafélagsins yrði sagt upp störfum. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýkjörins formanns Eflingar, þess efnis var samþykkt á stjórnarfundi í gær. 

Lilja nýr stöðvarstjóri Póstsins á Akureyri

Lilja Gísladóttir hefur verið ráðin stöðvarstjóri Póstsins á Akureyri frá og með 1. maí. Lilja hefur starfað hjá Póstinum frá árinu 2002, fyrst sem þjónustufulltrúi og síðar sem þjónustustjóri.

Sjá meira