Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 12. apríl 2022 15:18 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir yfirlýsingar Drífu Snædal forseta ASÍ um hópuppsögn á skrifstofu Eflingar sýna að trygglyndi Drífu liggi ekki hjá verka- og láglaunafólki. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. „Það er magnað að verða vitni að því, enn eina ferðina hvernig fólk í þessu samfélagi, fólk sem tilheyrir hinni menntuðu millistétt, fólk sem tilheyrir sérfræðingastéttinni er tilbúið til að ráðast aftur og aftur að ákvörðunum verka- og láglaunafólks í þeirra eigin félagi,“ segir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Drífa Snædal, forseti ASÍ, auk annarra verkalýðsleiðtoga, verið harðorð um hópuppsagnirnar sem boðað hefur verið til á skrifstofum Eflingar. Friðrik Jónsson formaður BHM hefur talað um að uppsagnirnar veki óhug og til þess séu refirnir skornir að losa sig við óæskilegt starfsfólk. Ekki verði ráðist að réttindum fólks Sólveig segir um skipulagsbreytingar á skrifstofu Eflingar að ræða og fyrir þeim séu ýmsar ástæður. „Fyrir því eru fjölmargar ástæður en fyrst og fremst vilji okkar til þess að halda áfram því umbótastarfi sem félagið fór í undir minni forystu eftir að ég vann kosningarnar 2018. Jafnframt er þeim ætlað að taka á ósamræmi og ýmsum úreltum venjum, sem hafa safnast upp í gegnum árin í ráðningarkjörum starfsfólks skrifstofunnar,“ segir Sólveig. „Markmiðið er annarsvegar þetta að bæta almenna þjónustu og starfsemi og svo hinsvegar að tryggja jafnrétti, samræmi og sanngirni í ráðningarkjörum, innleiða til dæmis eðlilegt launabil á milli hæstu og lægstu launa á skrifstofunni og svo mætti áfram telja.“ Hún segir að í því ferli sem á eftir komi verði farið eftir öllum lögum og reglum sem eigi að fara eftir. „Það verður ekki ráðist að réttindum fólks með einum eða neinum hætti,“ segir Sólveig. Telur hópuppsögnina ekki óeðlilega Drífa Snædal hafði orð á því í viðtali við fréttastofu í morgun að ýmis félög og fyrirtæki hefðu ráðist í samskonar breytingar í gegn um árin án þess að boða til hópuppsagna. Sólveig segist ekki þeirrar skoðunar að óeðlilegt sé að ráðast í breytingarnar með þessum hætti. „Ég get ekki sagt það. Þetta er gert með þessum hætti. Öllum er sagt upp til þess að innleiða breytt ráðningarkjör. Allir eru hvattir til að sækja um aftur. Nú er í gangi samráð við trúnaðarmenn starfsfólksins í samræmi við lög um hópuppsagnir. Því er ekki lokið þannig að ég get ekki tjáð mig meira um einhver smáatriði í þessu,“ segir Sólveig. „Það er ákvörðun stjórnar að gera þetta með þessum hætti. Ég tel að þetta sé rétta leiðin.“ Trygglyndi Drífu liggi ekki hjá verka- og láglaunafólki Hún segir ekkert til í gagnrýni á hópuppsögnina. „Nú hefur stjórn tekið þessa ákvörðun. Við á B-listanum sigruðum í kosningum, fengum afdráttarlaust umboð félagsfólks til þess að leiða félagið og það að forseti Alþýðusambandsins ráðist að stjórn í næststærsta félagi innan Alþýðusambandsins, ráðist á stjórn í langstærsta félagi verka- og láglaunafólks með þessum hætti er ótrúlegt,“ segir Sólveig. „Ömurlegt að verða vitni að en auðvitað í takt við þá stéttahollustu sem hún vill sýna og það er algjörlega augljóst hvar hennar trygglyndi liggur. Það er sannarlega ekki með verka- og láglaunafólki í Eflingu, svo mikið er víst.“ Hún segir gagnrýnina ekki vekja mikið traust til Alþýðusambandsins og bætir því við að Drífa Snædal hafi ekki haft fyrir því að ræða við hana sjálfa. „Hún hefur ekki reynt að fá upplýsingar hjá mér eða hjá okkur í stjórninni hvaða ástæður við höfum fyrir þessu, hvernig við hyggjumst rökstyðja þetta og svo framvegis. En hún er tilbúin að koma í fjölmiðla og grafa undan rétti okkar til ákvarðanatöku á lýðræðislegum vettvangi félagsins,“ segir Sólveig. „Svo dirfist hún að vera að tala um að eitthvað hafi ekki gerst í sögunni áður en ég held að hún ætti á þessum tímapunkti að horfa í spegil og kannski spyrja sig að því hvað sé sæmandi fyrir forseta Alþýðusambandsins. Hvernig hún vilji að hennar verði minnst í samskiptum við forystu stærsta verka- og láglaunafélags á landinu.“ Gerir ráð fyrir að fólk mæti áfram til vinnu Óttastu ekki að þetta geti skapað andrúmsloft ótta á skrifstofunni? „Nei, ég óttast það ekki. Ég er að fara að innleiða skipulagsbreytingar sem skipta mjög miklu máli. Sem munu bæta alla þjónustu og sem munu gera Eflingu að því sem félagið á að vera, sem eru ekki bara öflug baráttusamtök heldur líka þjónustustofnun í eigu félagsfólks sem er til fyrirmyndar í allri þjónustu. Það er það sem skiptir máli,“ segir Sólveig. Hún segist gera ráð fyrir því að þjónusta við félagsmenn muni ekki skerðast. „Ég geri fastlega ráð fyrir því en ef svo vill til að það takist ekki þá tel ég að ég og stjórn félagsins munum einfaldlega geta leitað til félagsfólks og óskað liðsinnis þess í að reka skrifstofuna, sem þau sannarlega fjármagna með sínum félagsgjöldum. En ég geri fastlega ráð fyrir því að fólk mæti til vinnu sem er við störf hjá félaginu,“ segir hún. Hún hafnar alfarið þeirri gagnrýni að þetta gefi atvinnurekendum færi á að ráðast í hópuppsagnir og endurráðningar. „Auðvitað er fólki frjálst að gagnrýna mig í þessu eins og öðru en ég er ósammála þessari gagnrýni. Er eitthvað í íslensku samfélagi sem stendur í vegi fyrir því að skipulagsbreytingar séu innleiddar?“ segir Sólveig. Segir fólk ekki skilja lýðræðisreglur innan félaganna Hún bætir því við að stjórnin hafi fullt umboð til að ráðast í þær breytingar sem hafi verið boðaðar. „Við erum lýðræðislega kjörin forysta í þessu félagi við höfum umboð félagsfólks í þessu félagi til að leiða félagið, það er það sem við erum að gera,“ segir hún. Hún segir ljóst af umræðunni að fólk skilji ekki hvernig lýðræðislegt ferli innan félagsins virki. „Inni í félaginu eru lýðræðislegir vettvangar, að félagið er eign félagsfólks, sem gengur til kosninga um forystu, sem veitir forystunni umboð til þess að starfa og það er með öllu ólíðandi að forseti Alþýðusambandsins og aðrir hátt settir aðilar í þessu samfélagi virðast ekki hafa grundvallarskilning á leikreglum lýðræðisins inni í félögunum sem þau þó ættu að vita ýmislegt um.“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna sakar Drífu um að ráðast á láglaunafólk Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem orðum Drífu Snædal forseta ASÍ er mótmælt hástöfum. Svo virðist sem brotist hafi út stríð innan verkalýðshreyfingarinnar. 12. apríl 2022 13:11 Friðrik segir uppsagnir hjá Eflingu vekja óhug Eftir að stjórn Eflingar greip til hópuppsagna á skrifstofum sínum leikur allt á reiðiskjálfi innan verkalýðshreyfingarinnar en þar hefur reyndar verið mikil ólga að undanförnu. 12. apríl 2022 12:21 „Ekki leyfilegt að vera með hópuppsagnir af því bara“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það hafa komið sér verulega á óvart að stjórn Eflingar hafi ákveðið á fundi í gær að öllu starfsfólki stéttafélagsins yrði sagt upp störfum. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýkjörins formanns Eflingar, þess efnis var samþykkt á stjórnarfundi í gær. 12. apríl 2022 11:48 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
„Það er magnað að verða vitni að því, enn eina ferðina hvernig fólk í þessu samfélagi, fólk sem tilheyrir hinni menntuðu millistétt, fólk sem tilheyrir sérfræðingastéttinni er tilbúið til að ráðast aftur og aftur að ákvörðunum verka- og láglaunafólks í þeirra eigin félagi,“ segir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Drífa Snædal, forseti ASÍ, auk annarra verkalýðsleiðtoga, verið harðorð um hópuppsagnirnar sem boðað hefur verið til á skrifstofum Eflingar. Friðrik Jónsson formaður BHM hefur talað um að uppsagnirnar veki óhug og til þess séu refirnir skornir að losa sig við óæskilegt starfsfólk. Ekki verði ráðist að réttindum fólks Sólveig segir um skipulagsbreytingar á skrifstofu Eflingar að ræða og fyrir þeim séu ýmsar ástæður. „Fyrir því eru fjölmargar ástæður en fyrst og fremst vilji okkar til þess að halda áfram því umbótastarfi sem félagið fór í undir minni forystu eftir að ég vann kosningarnar 2018. Jafnframt er þeim ætlað að taka á ósamræmi og ýmsum úreltum venjum, sem hafa safnast upp í gegnum árin í ráðningarkjörum starfsfólks skrifstofunnar,“ segir Sólveig. „Markmiðið er annarsvegar þetta að bæta almenna þjónustu og starfsemi og svo hinsvegar að tryggja jafnrétti, samræmi og sanngirni í ráðningarkjörum, innleiða til dæmis eðlilegt launabil á milli hæstu og lægstu launa á skrifstofunni og svo mætti áfram telja.“ Hún segir að í því ferli sem á eftir komi verði farið eftir öllum lögum og reglum sem eigi að fara eftir. „Það verður ekki ráðist að réttindum fólks með einum eða neinum hætti,“ segir Sólveig. Telur hópuppsögnina ekki óeðlilega Drífa Snædal hafði orð á því í viðtali við fréttastofu í morgun að ýmis félög og fyrirtæki hefðu ráðist í samskonar breytingar í gegn um árin án þess að boða til hópuppsagna. Sólveig segist ekki þeirrar skoðunar að óeðlilegt sé að ráðast í breytingarnar með þessum hætti. „Ég get ekki sagt það. Þetta er gert með þessum hætti. Öllum er sagt upp til þess að innleiða breytt ráðningarkjör. Allir eru hvattir til að sækja um aftur. Nú er í gangi samráð við trúnaðarmenn starfsfólksins í samræmi við lög um hópuppsagnir. Því er ekki lokið þannig að ég get ekki tjáð mig meira um einhver smáatriði í þessu,“ segir Sólveig. „Það er ákvörðun stjórnar að gera þetta með þessum hætti. Ég tel að þetta sé rétta leiðin.“ Trygglyndi Drífu liggi ekki hjá verka- og láglaunafólki Hún segir ekkert til í gagnrýni á hópuppsögnina. „Nú hefur stjórn tekið þessa ákvörðun. Við á B-listanum sigruðum í kosningum, fengum afdráttarlaust umboð félagsfólks til þess að leiða félagið og það að forseti Alþýðusambandsins ráðist að stjórn í næststærsta félagi innan Alþýðusambandsins, ráðist á stjórn í langstærsta félagi verka- og láglaunafólks með þessum hætti er ótrúlegt,“ segir Sólveig. „Ömurlegt að verða vitni að en auðvitað í takt við þá stéttahollustu sem hún vill sýna og það er algjörlega augljóst hvar hennar trygglyndi liggur. Það er sannarlega ekki með verka- og láglaunafólki í Eflingu, svo mikið er víst.“ Hún segir gagnrýnina ekki vekja mikið traust til Alþýðusambandsins og bætir því við að Drífa Snædal hafi ekki haft fyrir því að ræða við hana sjálfa. „Hún hefur ekki reynt að fá upplýsingar hjá mér eða hjá okkur í stjórninni hvaða ástæður við höfum fyrir þessu, hvernig við hyggjumst rökstyðja þetta og svo framvegis. En hún er tilbúin að koma í fjölmiðla og grafa undan rétti okkar til ákvarðanatöku á lýðræðislegum vettvangi félagsins,“ segir Sólveig. „Svo dirfist hún að vera að tala um að eitthvað hafi ekki gerst í sögunni áður en ég held að hún ætti á þessum tímapunkti að horfa í spegil og kannski spyrja sig að því hvað sé sæmandi fyrir forseta Alþýðusambandsins. Hvernig hún vilji að hennar verði minnst í samskiptum við forystu stærsta verka- og láglaunafélags á landinu.“ Gerir ráð fyrir að fólk mæti áfram til vinnu Óttastu ekki að þetta geti skapað andrúmsloft ótta á skrifstofunni? „Nei, ég óttast það ekki. Ég er að fara að innleiða skipulagsbreytingar sem skipta mjög miklu máli. Sem munu bæta alla þjónustu og sem munu gera Eflingu að því sem félagið á að vera, sem eru ekki bara öflug baráttusamtök heldur líka þjónustustofnun í eigu félagsfólks sem er til fyrirmyndar í allri þjónustu. Það er það sem skiptir máli,“ segir Sólveig. Hún segist gera ráð fyrir því að þjónusta við félagsmenn muni ekki skerðast. „Ég geri fastlega ráð fyrir því en ef svo vill til að það takist ekki þá tel ég að ég og stjórn félagsins munum einfaldlega geta leitað til félagsfólks og óskað liðsinnis þess í að reka skrifstofuna, sem þau sannarlega fjármagna með sínum félagsgjöldum. En ég geri fastlega ráð fyrir því að fólk mæti til vinnu sem er við störf hjá félaginu,“ segir hún. Hún hafnar alfarið þeirri gagnrýni að þetta gefi atvinnurekendum færi á að ráðast í hópuppsagnir og endurráðningar. „Auðvitað er fólki frjálst að gagnrýna mig í þessu eins og öðru en ég er ósammála þessari gagnrýni. Er eitthvað í íslensku samfélagi sem stendur í vegi fyrir því að skipulagsbreytingar séu innleiddar?“ segir Sólveig. Segir fólk ekki skilja lýðræðisreglur innan félaganna Hún bætir því við að stjórnin hafi fullt umboð til að ráðast í þær breytingar sem hafi verið boðaðar. „Við erum lýðræðislega kjörin forysta í þessu félagi við höfum umboð félagsfólks í þessu félagi til að leiða félagið, það er það sem við erum að gera,“ segir hún. Hún segir ljóst af umræðunni að fólk skilji ekki hvernig lýðræðislegt ferli innan félagsins virki. „Inni í félaginu eru lýðræðislegir vettvangar, að félagið er eign félagsfólks, sem gengur til kosninga um forystu, sem veitir forystunni umboð til þess að starfa og það er með öllu ólíðandi að forseti Alþýðusambandsins og aðrir hátt settir aðilar í þessu samfélagi virðast ekki hafa grundvallarskilning á leikreglum lýðræðisins inni í félögunum sem þau þó ættu að vita ýmislegt um.“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna sakar Drífu um að ráðast á láglaunafólk Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem orðum Drífu Snædal forseta ASÍ er mótmælt hástöfum. Svo virðist sem brotist hafi út stríð innan verkalýðshreyfingarinnar. 12. apríl 2022 13:11 Friðrik segir uppsagnir hjá Eflingu vekja óhug Eftir að stjórn Eflingar greip til hópuppsagna á skrifstofum sínum leikur allt á reiðiskjálfi innan verkalýðshreyfingarinnar en þar hefur reyndar verið mikil ólga að undanförnu. 12. apríl 2022 12:21 „Ekki leyfilegt að vera með hópuppsagnir af því bara“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það hafa komið sér verulega á óvart að stjórn Eflingar hafi ákveðið á fundi í gær að öllu starfsfólki stéttafélagsins yrði sagt upp störfum. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýkjörins formanns Eflingar, þess efnis var samþykkt á stjórnarfundi í gær. 12. apríl 2022 11:48 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Sólveig Anna sakar Drífu um að ráðast á láglaunafólk Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem orðum Drífu Snædal forseta ASÍ er mótmælt hástöfum. Svo virðist sem brotist hafi út stríð innan verkalýðshreyfingarinnar. 12. apríl 2022 13:11
Friðrik segir uppsagnir hjá Eflingu vekja óhug Eftir að stjórn Eflingar greip til hópuppsagna á skrifstofum sínum leikur allt á reiðiskjálfi innan verkalýðshreyfingarinnar en þar hefur reyndar verið mikil ólga að undanförnu. 12. apríl 2022 12:21
„Ekki leyfilegt að vera með hópuppsagnir af því bara“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það hafa komið sér verulega á óvart að stjórn Eflingar hafi ákveðið á fundi í gær að öllu starfsfólki stéttafélagsins yrði sagt upp störfum. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýkjörins formanns Eflingar, þess efnis var samþykkt á stjórnarfundi í gær. 12. apríl 2022 11:48