„Ekki leyfilegt að vera með hópuppsagnir af því bara“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 12. apríl 2022 11:48 Drífa Snædal segir hópuppsögn hjá Eflingu óréttlætanlega. Vísir/Baldur Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það hafa komið sér verulega á óvart að stjórn Eflingar hafi ákveðið á fundi í gær að öllu starfsfólki stéttafélagsins yrði sagt upp störfum. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýkjörins formanns Eflingar, þess efnis var samþykkt á stjórnarfundi í gær. Starfsmenn Eflingar funduðu á skrifstofu stéttafélagsins í morgun vegna hópuppsagnarinnar, sem greint var frá á Vísi í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu var tillagan lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru uppsagnirnar hluti af breytingartillögu til stjórnar um umfangsmiklar skipulags- og rekstrarbreytingar á skrifstofu Eflingar og felur tillagan í sér breytingar á ráðningarkjörum allra starfsmanna. Engin leið að réttlæta hópuppsögn Drífa Snædal forseti ASÍ var viðstödd starfsmannafundinn í morgun. Fréttastofa náði af henni tali að loknum fundinum. Hún vildi ekki gefa upp hvað hafi verið rætt á fundinum. Klippa: Drífa Snædal fordæmir hópuppsagnir hjá Eflingu „Hins vegar get ég sagt það að þetta kom mér mjög á óvart. Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir því áratugum saman að koma í veg fyrir svona hópuppsagnir. Ég tala nú ekki um ef ástæðan er til þess að draga úr kjörum, þá er ekki nokkur leið að réttlæta þetta,“ segir Drífa. „Þetta er ömurlegur dagur. Þarna er verið að svipta fólki afkomuöryggi og atvinnuöryggi. Þarna er verið að draga úr og veikja þjónustu stéttarfélagsins gagnvart félagsmönnum og veikja verkalýðsbaráttuna.“ Hvetur stjórn Eflingar til að endurskoða ákvörðun sína Hún segir verkalýðsfólk enn vera að reyna að gera sér grein fyrir hvað hópuppsögnin þýði í raun og veru. „Það sem við vitum er að samkvæmt lögum um hópuppsagnir, sem ASÍ og verkalýðshreyfingin barðist fyrir að fá í gegn á sínum tíma, þarf að vera samráð. Það er ekki leyfilegt að vera með hópuppsagnir af því bara og þá á að draga úr áhrifum þeirra eins mikið og frekast er unnt,“ segir Drífa. „Að því sögðu þá hafa þessar hópuppsagnir ekki raungerst þannig að við vitum ekki hvernig þær koma til framkvæmda og hvenær og ég bara hvet stjórn Eflingar, þessa átta sem samþykktu þennan gjörning, að endurskoða ákvörðun sína.“ Óvíst hvort Efling geti sinnt skyldum gagnvart félagsmönnum Þá segir Drífa óvíst hvort stéttarfélagið geti sinnt skyldum sínum. „Það er alveg ljóst að það er mjög mikið áfall fyrir þá sem þarna vinna og fólk er misstarfhæft eftir það. Ég tala nú ekki um þegar um hópuppsagnir er að ræða. Það vita allir sem hafa lent í því að hafa komið inn í slíkar aðstæður að það eru einstaklega erfiðar aðstæður og það á eftir að koma í ljós hvort félagið geti sinnt skyldum sínum gagnvart félagsmönnum,“ segir Drífa. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að segja öllum starfsmönnum Eflingar upp störfum og eiga uppsagnirnar að taka gildi um næstu mánaðarmót. Samkvæmt tillögunni verða öll störf auglýst og gerð er krafa um að starfsmenn vinni uppsagnarfrestinn. Ástæðurnar sem eru gefnar fyrir skipulagsbreytingunni eru meðal annars jafnlaunavottun félagsins, nýjar starfslýsingar, hæfniviðmið og breytingar á launakerfi. Drífa segir það enga afsökun. „Það hefur verið gert í gegn um tíðina á ýmsum stöðum án þess að til hópuppsagna hafi komið. Þannig að það er engin afsökun.“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23 Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Starfsmenn Eflingar funduðu á skrifstofu stéttafélagsins í morgun vegna hópuppsagnarinnar, sem greint var frá á Vísi í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu var tillagan lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru uppsagnirnar hluti af breytingartillögu til stjórnar um umfangsmiklar skipulags- og rekstrarbreytingar á skrifstofu Eflingar og felur tillagan í sér breytingar á ráðningarkjörum allra starfsmanna. Engin leið að réttlæta hópuppsögn Drífa Snædal forseti ASÍ var viðstödd starfsmannafundinn í morgun. Fréttastofa náði af henni tali að loknum fundinum. Hún vildi ekki gefa upp hvað hafi verið rætt á fundinum. Klippa: Drífa Snædal fordæmir hópuppsagnir hjá Eflingu „Hins vegar get ég sagt það að þetta kom mér mjög á óvart. Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir því áratugum saman að koma í veg fyrir svona hópuppsagnir. Ég tala nú ekki um ef ástæðan er til þess að draga úr kjörum, þá er ekki nokkur leið að réttlæta þetta,“ segir Drífa. „Þetta er ömurlegur dagur. Þarna er verið að svipta fólki afkomuöryggi og atvinnuöryggi. Þarna er verið að draga úr og veikja þjónustu stéttarfélagsins gagnvart félagsmönnum og veikja verkalýðsbaráttuna.“ Hvetur stjórn Eflingar til að endurskoða ákvörðun sína Hún segir verkalýðsfólk enn vera að reyna að gera sér grein fyrir hvað hópuppsögnin þýði í raun og veru. „Það sem við vitum er að samkvæmt lögum um hópuppsagnir, sem ASÍ og verkalýðshreyfingin barðist fyrir að fá í gegn á sínum tíma, þarf að vera samráð. Það er ekki leyfilegt að vera með hópuppsagnir af því bara og þá á að draga úr áhrifum þeirra eins mikið og frekast er unnt,“ segir Drífa. „Að því sögðu þá hafa þessar hópuppsagnir ekki raungerst þannig að við vitum ekki hvernig þær koma til framkvæmda og hvenær og ég bara hvet stjórn Eflingar, þessa átta sem samþykktu þennan gjörning, að endurskoða ákvörðun sína.“ Óvíst hvort Efling geti sinnt skyldum gagnvart félagsmönnum Þá segir Drífa óvíst hvort stéttarfélagið geti sinnt skyldum sínum. „Það er alveg ljóst að það er mjög mikið áfall fyrir þá sem þarna vinna og fólk er misstarfhæft eftir það. Ég tala nú ekki um þegar um hópuppsagnir er að ræða. Það vita allir sem hafa lent í því að hafa komið inn í slíkar aðstæður að það eru einstaklega erfiðar aðstæður og það á eftir að koma í ljós hvort félagið geti sinnt skyldum sínum gagnvart félagsmönnum,“ segir Drífa. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að segja öllum starfsmönnum Eflingar upp störfum og eiga uppsagnirnar að taka gildi um næstu mánaðarmót. Samkvæmt tillögunni verða öll störf auglýst og gerð er krafa um að starfsmenn vinni uppsagnarfrestinn. Ástæðurnar sem eru gefnar fyrir skipulagsbreytingunni eru meðal annars jafnlaunavottun félagsins, nýjar starfslýsingar, hæfniviðmið og breytingar á launakerfi. Drífa segir það enga afsökun. „Það hefur verið gert í gegn um tíðina á ýmsum stöðum án þess að til hópuppsagna hafi komið. Þannig að það er engin afsökun.“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23 Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23
Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36