Verslun 10-11 í Leifsstöð selur bjór í flöskum Verslun 10-11 í komusalnum í Leifsstöð hefur fengið áfengissöluleyfi. Verslunin selur belgíska bjórinn Stella Artois en þó aðeins með 4,6 prósenta vínstyrk en ekki 5 prósenta eins og í vínbúðum landsins. 27.4.2022 15:23
Sekt vegna ólögmætrar teppaútsölu lækkuð í eina milljón króna Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur lækkað þriggja milljóna króna stjórnvaldssekt sem lögð var á Cromwell Rugs ehf. á síðasta ári niður í eina milljón króna. Félagið auglýsti í fyrra „krísu-útrýmingarsölu“ á handofnum persneskum teppum, sem féll í grýttan jarðveg. 27.4.2022 12:58
Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna. 27.4.2022 11:34
Ákærður fyrir að hafa skorið í sundur þríhöfða annars manns Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa skorið í sundur handleggsvöðva á karlmanni á fimmtugsaldri í Breiðholti haustið 2019. 27.4.2022 11:06
Kröfu Þóru um vanhæfi lögreglunnar á Norðurlandi eystra hafnað Kröfu Þóru Arnórsdóttur fréttamanns Ríkisútvarpsins um að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft til að rannsaka meint brot blaðamanna á friðhelgi einkalífs skipstjórans Páls Steingrímssonar hefur verið hafnað. 26.4.2022 16:28
Dagný Jónsdóttir ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar Dagný Jónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnar Íslands um samhæfingu mála. Hún mun vinna að því að samhæfa stefnu og aðgerðir í málaflokkum sem heyra undir fleiri en eitt ráðuneyti. 26.4.2022 16:27
Bein útsending: Áframhaldandi umræður um bankasöluna á þingi Umræða um hlutabréfasölu ríkisins í Íslandsbanka heldur áfram á Alþingi í dag en umræður um bankasöluna stóðu yfir á þingi langt fram á nótt. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata mun hefja umræðuna og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sitja fyrir svörum. 26.4.2022 15:01
Nauðgaði og ýtti konu ofan í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði Lögreglan í Svíþjóð hefur til rannsóknar karlmann sem talinn er hafa nauðgað konu og ýtt henni í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði hans. Konan fannst á föstudaginn eftir að hafa legið í gjótunni í tvo daga. 26.4.2022 13:34
Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26.4.2022 12:00
Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26.4.2022 11:13