Nauðgaði og ýtti konu ofan í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2022 13:34 Maðurinn nauðgaði konunni áður en hann ýtti henni ofan í gjótu og yfirgaf hana. Myndin er af sænskum helli en tengist ekki fréttinni. Getty/Arterra Lögreglan í Svíþjóð hefur til rannsóknar karlmann sem talinn er hafa nauðgað konu og ýtt henni í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði hans. Konan fannst á föstudaginn eftir að hafa legið í gjótunni í tvo daga. Síðdegis á föstudaginn síðastliðinn barst viðbragðsaðilum í Norberg í Västmanland hjálparbeiðni frá manni sem hafði verið með börnin sín á gangi í skóglendi fyrir utan bæinn. Í skóginum er að finna gamla námu en þaðan höfðu maðurinn og börnin hans heyrt hjálparköll frá ungri konu. Maðurinn fann konuna ofan í um 25 metra djúpri gjótu. Þegar lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir mættu á staðinn var slökkviliðsmaður látinn síga niður í gjótuna til þess að sækja konuna, sem var síðan flutt á sjúkrahús með þyrlu. Lars Johansson, formaður björgunarsveitarinnar í Avesta, segir í samtali við Aftonbladet að konan sé heppin að hafa lifað fallið af. „Hún er mjög heppin, það var örlítill snjór í botni gjótunnar sem gæti hafa mýkt lendinguna. Þetta var samt mjög hátt fall og endar venjulega ekki svona vel þegar fólk fellur niður meira en 20 metra,“ segir Johansson í samtali við blaðið. Konan var slösuð eftir fallið og hafði ofkælst en ástand hennar er annars óþekkt fjölmiðlum í Svíþjóð. Karlmaður, sem talinn er hafa nauðgað konunni og ýtt henni ofan í gjótuna, var handtekinn í suðurhluta Svíþjóðar í gær. Hann hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um nauðgun og tilraun til manndráps. Samkvæmt frétt Aftonbladet herma heimildir þess að maðurinn hafi beðið konunnar á miðvikudag þarna í skóglendinu fyrir utan Norberg. Þegar hún hafi hafnað bónorðinu hafi hann nauðgað henni og kastað henni í gjótuna. Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira
Síðdegis á föstudaginn síðastliðinn barst viðbragðsaðilum í Norberg í Västmanland hjálparbeiðni frá manni sem hafði verið með börnin sín á gangi í skóglendi fyrir utan bæinn. Í skóginum er að finna gamla námu en þaðan höfðu maðurinn og börnin hans heyrt hjálparköll frá ungri konu. Maðurinn fann konuna ofan í um 25 metra djúpri gjótu. Þegar lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir mættu á staðinn var slökkviliðsmaður látinn síga niður í gjótuna til þess að sækja konuna, sem var síðan flutt á sjúkrahús með þyrlu. Lars Johansson, formaður björgunarsveitarinnar í Avesta, segir í samtali við Aftonbladet að konan sé heppin að hafa lifað fallið af. „Hún er mjög heppin, það var örlítill snjór í botni gjótunnar sem gæti hafa mýkt lendinguna. Þetta var samt mjög hátt fall og endar venjulega ekki svona vel þegar fólk fellur niður meira en 20 metra,“ segir Johansson í samtali við blaðið. Konan var slösuð eftir fallið og hafði ofkælst en ástand hennar er annars óþekkt fjölmiðlum í Svíþjóð. Karlmaður, sem talinn er hafa nauðgað konunni og ýtt henni ofan í gjótuna, var handtekinn í suðurhluta Svíþjóðar í gær. Hann hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um nauðgun og tilraun til manndráps. Samkvæmt frétt Aftonbladet herma heimildir þess að maðurinn hafi beðið konunnar á miðvikudag þarna í skóglendinu fyrir utan Norberg. Þegar hún hafi hafnað bónorðinu hafi hann nauðgað henni og kastað henni í gjótuna.
Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira