Fréttamaður

Ellen Geirsdóttir Håkansson

Nýjustu greinar eftir höfund

„Einhverskonar holdgerving staðalmynda um fatlað fólk“

Í Víðsjá í gær birtist gagnrýni sem fjallaði um verkið „Sem á himni“ sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Gagnrýnin hefur fengið mikla athygli síðan hún var birt og þá sérstaklega fyrir það að benda á meðferð og túlkun á fötluðum karakter innan verksins. Embla Guðrúnar- Ágústsdóttir, talskona hjá Tabú segir karakterinn birtast sem holdgerving staðalmynda um fatlað fólk.

Starfs­fólk Stúdenta­kjallarans þreytt á slæmri hegðun fót­bolta­á­huga­manna

Stúdentakjallarinn, skemmti-, lærdóms og griðastaður fyrir háskólasamfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld. Þar kemur fram að starfsfólk hafi lent í hrottalegum dónaskap og ógnandi hegðun frá fótboltaáhugamönnum sem heimsæki staðinn. Haldi þessi hegðun áfram sé hætta á því að kjallarinn hætti að sýna fótboltaleiki.

Gamla gengið sam­einað á ný í „Be­ver­ly Hills Cop: Axel Fol­ey“

Fjórða myndin í Beverly Hills Cop seríunni, „Beverly Hills Cop: Axel Foley“ er í framleiðslu hjá Netflix. Leikararnir Eddie Murphy, Judge Reinhold, John Ashton og Bronson Pinchot komi saman á ný í þessari væntanlegu viðbót við seríuna. Síðasta mynd seríunnar kom út árið 1994.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rússnesk stjórnvöld hóta notkun kjarnavopna og segja að öllum tiltækum ráðum verði beitt til þess að verja landið. Bandaríkjaforseti sakar Rússa um gróf brot gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og vestrænir leiðtogar segja herkvaðningu til marks um örvæntingu. 

Samdi ljóð og sendi til MAST vegna dýraníðs á næsta bæ

Guðrún Jónína Magnúsdóttir bjó á árunum 2011 til 2019 nálægt bænum í Borgarfirði sem fjallað hefur verið um ítrekað nýverið vegna dýraníðs. Hún segist endurtekið hafa tilkynnt slæma meðferð á kúnum á bænum til héraðsdýralæknis og Matvælastofnunar. 

Lauf Forks og Si­dekick Health hlutu Ný­sköpunar­verð­launin

Nýsköpunarverðlaunin vegna ársins 2021 og 2022 voru afhent á Nýsköpunarþingi í Grósku í dag. Fyrirtækin Lauf Forks og Sidekick Health hlutu verðlaunin en það var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem afhenti þau.

Evrópu­málin varði mikil­væga hags­muni al­mennings

Samfylkingin hefur aftur sett Evrópumálin í forgang með því að setja á dagskrá Alþingis umræðu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir málin varða mikilvæga hagsmuni almennings og fyrirtækja í landinu. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Evrópumálin ekki vera forgangsmál.

Sjá meira