Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

For­eldrar skora á stjórn­völd að stöðva brott­vísun sjö ára drengs: UNICEF vill að meira sé horft til Barna­sátt­mála SÞ í málum barna

Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sex ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla.

Landsmönnum heldur áfram að fjölga

364.260 manns bjuggu á Íslandi í lok ársins 2019 og fjölgaði landsmönnum um 1.400 á síðustu þremur mánuðum ársins. Þar af voru 186.960 karlar og 177.300 konur.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rætt verður við íbúa Grindavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld um skjálftahrinu sem þeir fundu vel fyrir í gærkvöld. Einnig verður fjallað um Wuhan-veiruna og ásakanir á hendur blómainnflytjendum. Þetta og margt fleira á slaginu 18.30.

Öflug skjálftahrina nærri Grindavík

Þrír snarpir jarðskjálftar hafa mælst síðasta klukkutímann nærri Grindavík, sá stærsti 4,3 að stærð klukkan 22:24 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Skjálftinn fannst vel á Reykjanesskaga og fannst hann einnig í Reykjavík. Einnig hafa fundist fjölmargir eftirskjálftar.

Sjá meira