Foreldrar skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun sjö ára drengs: UNICEF vill að meira sé horft til Barnasáttmála SÞ í málum barna Eiður Þór Árnason skrifar 1. febrúar 2020 23:00 Muhammed hélt upp á sjö ára afmælið sitt í dag, tveimur dögum fyrir brottvísun. Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sjö ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. UNICEF á Íslandi vill að yfirvöld horfi meira til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að ákvörðunarferli í slíkum málum. Mál fjölskyldunnar hefur vakið nokkra athygli undanfarna daga og hafa nú yfir tíu þúsund manns skrifað undir undirskriftalista þar sem þess er krafist að stjórnvöld hætti við brottvísun fjölskyldunnar. Óskuðu eftir alþjóðlegri vernd RÚV greindi frá því að foreldrar Muhammed, Faisal og Niha Khan, sem eru frá Pakistan, hafi óskað eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi fyrir sig og son sinn síðla árs 2017. Beiðni þeirra hefur nú verið synjað eftir yfir tveggja ára langan málsmeðferðartíma. Faisal og Niha Khan giftu sig í Pakistan þrátt fyrir að fjölskylda konunnar hafi verið búin að semja um brúðkaup hennar og annars manns sem var frændi hennar. „Muhammed verður vísað til Pakistan, þangað sem hann hefur aldrei komið og foreldrar hans hafa ekki dvalið undanfarin tíu ár. Fjölskyldan hefur ástæðu til að óttast hvað tekur við þeim í Pakistan, landinu sem þau flúðu, og ljóst að staða barnsins verður verri en hér á landi,“ segir í tilkynningu frá fulltrúum Réttindaráðsins. Gagnrýna stuttan fyrirvara Gagnrýnir hópurinn einnig að drengnum verði vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni með einungis tíu daga fyrirvara. Vesturbæjarskóli er einn Réttindaskóla UNICEF sem felur meðal annars í sér að Barnasáttmáli SÞ sé lagður til grundvallar öllu starfi skólans. „Við teljum það ekki samræmast markmiðum sáttmálans að rífa barn upp með rótum úr umhverfi sem það aðlagast vel í meira en tvö ár af stuttri ævi, kynnst menningu, eignast vini og lært tungumálið, og senda það út í óvissuna án þess að tryggja öryggi þess í nýju landi.“ Þá hvetur hópurinn stjórnvöld til þess að „setja það sem barninu er fyrir bestu í forgang og hætta við brottvísun fjölskyldunnar.“ Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.UNICEF Mál oft ekki unnin út frá hagsmunum barns Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, telur að það þjóni betur hagsmunum Muhammed að vera áfram hér á landi. „Nú er ég ekki með öll gögn í málinu en það líkist öðrum málum og það er erfitt að áætla að það sé best fyrir hagsmuni barns að vera sent til lands þar sem hann hefur í rauninni ekki slitið barnsskónum í.“ Hann segir að oft séu mál þar sem brottvísun kemur til álita unnin út frá fjölskyldunni þegar þau ættu að vera unnin út frá hagsmunum barns. Vill að Barnasáttmáli SÞ sé betur innleiddur „Okkur hjá UNICEF finnst oft vanta upp á að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna sé nýttur nægilega vel sem gæðastjórnunartæki í ákvörðunarferli yfirvalda, ekki síst þegar kemur að málefnum hælisleitenda og tilfelli brottvikninga.“ Bergsteinn kallar eftir því að Barnasáttmálinn verði betur innleiddur inn í íslenskt regluverk svo það sé hægt að nýta hann í auknum mæli til þess að taka mannúðlegar ákvarðanir byggðar á mannréttindum. Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sjö ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. UNICEF á Íslandi vill að yfirvöld horfi meira til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að ákvörðunarferli í slíkum málum. Mál fjölskyldunnar hefur vakið nokkra athygli undanfarna daga og hafa nú yfir tíu þúsund manns skrifað undir undirskriftalista þar sem þess er krafist að stjórnvöld hætti við brottvísun fjölskyldunnar. Óskuðu eftir alþjóðlegri vernd RÚV greindi frá því að foreldrar Muhammed, Faisal og Niha Khan, sem eru frá Pakistan, hafi óskað eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi fyrir sig og son sinn síðla árs 2017. Beiðni þeirra hefur nú verið synjað eftir yfir tveggja ára langan málsmeðferðartíma. Faisal og Niha Khan giftu sig í Pakistan þrátt fyrir að fjölskylda konunnar hafi verið búin að semja um brúðkaup hennar og annars manns sem var frændi hennar. „Muhammed verður vísað til Pakistan, þangað sem hann hefur aldrei komið og foreldrar hans hafa ekki dvalið undanfarin tíu ár. Fjölskyldan hefur ástæðu til að óttast hvað tekur við þeim í Pakistan, landinu sem þau flúðu, og ljóst að staða barnsins verður verri en hér á landi,“ segir í tilkynningu frá fulltrúum Réttindaráðsins. Gagnrýna stuttan fyrirvara Gagnrýnir hópurinn einnig að drengnum verði vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni með einungis tíu daga fyrirvara. Vesturbæjarskóli er einn Réttindaskóla UNICEF sem felur meðal annars í sér að Barnasáttmáli SÞ sé lagður til grundvallar öllu starfi skólans. „Við teljum það ekki samræmast markmiðum sáttmálans að rífa barn upp með rótum úr umhverfi sem það aðlagast vel í meira en tvö ár af stuttri ævi, kynnst menningu, eignast vini og lært tungumálið, og senda það út í óvissuna án þess að tryggja öryggi þess í nýju landi.“ Þá hvetur hópurinn stjórnvöld til þess að „setja það sem barninu er fyrir bestu í forgang og hætta við brottvísun fjölskyldunnar.“ Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.UNICEF Mál oft ekki unnin út frá hagsmunum barns Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, telur að það þjóni betur hagsmunum Muhammed að vera áfram hér á landi. „Nú er ég ekki með öll gögn í málinu en það líkist öðrum málum og það er erfitt að áætla að það sé best fyrir hagsmuni barns að vera sent til lands þar sem hann hefur í rauninni ekki slitið barnsskónum í.“ Hann segir að oft séu mál þar sem brottvísun kemur til álita unnin út frá fjölskyldunni þegar þau ættu að vera unnin út frá hagsmunum barns. Vill að Barnasáttmáli SÞ sé betur innleiddur „Okkur hjá UNICEF finnst oft vanta upp á að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna sé nýttur nægilega vel sem gæðastjórnunartæki í ákvörðunarferli yfirvalda, ekki síst þegar kemur að málefnum hælisleitenda og tilfelli brottvikninga.“ Bergsteinn kallar eftir því að Barnasáttmálinn verði betur innleiddur inn í íslenskt regluverk svo það sé hægt að nýta hann í auknum mæli til þess að taka mannúðlegar ákvarðanir byggðar á mannréttindum.
Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira