„Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. janúar 2026 12:43 Stjórnmálafræðiprófessor segir að flokksmenn Samfylkingarinnar hafi í raun valið algjör umskipti. samsett Stjórnmálafræðiprófessor segir Samfylkinguna hafa hafnað sitjandi oddvita og borgarstjóra í prófkjörinu í gær. Niðurstaðan sýni að ákall flokksmanna hafi verið um umskipti. Litlu munaði að ekki aðeins einum nýliða tækist að skáka sitjandi borgarstjóra heldur tveimur. Ekki verður annað sagt um flokksval Samfylkingarinnar í borginni í gær en að það hafi verið viðburðaríkt. Pétur Marteinsson hlaut sterkt umboð flokksmanna í oddvitasætið. Hann fékk rúmlega þrjú þúsund atkvæði. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri fékk rúmlega 1600 atkvæði og aðeins munaði 15 atkvæðum á henni og öðrum nýliða í flokknum, Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur sem er í þriðja sæti. Pétur Marteinsson hlaut sterkt umboð til að leiða lista Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í vor. Hann sagði í gærkvöldi þegar úrslitin voru kunngjörð að stærsta verkefni flokksins nú væri að ávinna sér tiltrú og traust borgarbúa að nýju. Gott gengi í prófkjörinu væri til marks um vilja fólks til breytinga.Vísir/Bjarni Skilaboð um mikil umskipti Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri var beðinn um að rýna í niðurstöðuna. „Fyrst og fremst náttúrulega þá er verið að hafna oddvitanum og borgarstjóra hjá Samfylkingunni í þessum kosningum, ég held það sé alveg ljóst því úrslitin eru svo afdráttarlaus. Það er eiginlega verið svolítið að hreinsa út því Skúli Helgason sem bauð sig fram í annað sætið, fær að vísu fjórða sætið, en það er eins og þetta séu skýr skilaboð um mikil umskipti í borgarstjórnarflokki Samfylkingarinnar.“ Skúli þiggur fjórða sætið Skúli greindi frá því á samfélagsmiðlum fyrir hádegi að hann hygðist þiggja fjórða sætið þrátt fyrir að hafa ekki náð markmiði sínu. Það væri ekki hans stíll að gefast upp í mótbyr. „Svo má líka tala um að Dóra Björt sem kemur frá Pírötum og er í borgarstjórnarmeirihlutanum fær ekki brautargengið sem hún sennilega hefur vonast eftir. Þannig að það er greinilega verið að hreinlega skipta vel og hressilega út.“ Þá var Grétar spurður álits á því hvort hann telji að röðunin sem kynnt var í gær verði sú sama að öllu leyti og muni síðan blasa við á kjörseðlinum í vor. Þegar þetta er skrifað hefur Heiða ekki greint frá því hvort hún hyggist þiggja annað sætið eða ekki. „Ég myndi nú kannski vilja aðeins sjá hvað Heiða gerir til að byrja með. Henni er náttúrulega hafnað og það er spurning hvort hún telji sér vera sætt lengur og hvort hún tekur yfirleitt sæti í kosningunum. Hún þarf að starfa sem borgarstjóri að minnsta kosti fram í maí, júní, miðað við það en það er búið að hafna henni. Það er spurning hvað hún gerir, maður er ekki viss um að hún vilji taka sæti á þessum lista en Pétur hefur nú reyndar sagt það að hann vilji hafa hana með en það verður að sjá til,“ segir Grétar. Engar kollsteypur en breytt nálgun En hvað þýðir þessi mikla endurnýjun á lista? Áttu von á alveg glænýrri sýn, stefnu og málum? „Miðað við það sem maður hefur heyrt Pétur segja þá er kannski ekki von á neinum kollsteypum. Hann hefur til dæmis gefið í skyn að hann sé með í þessu borgarlínudæmi og þessari miklu breytingu í samgöngumálum sem fyrirhugaðar eru og munu verða. En hvort þetta þýði mjög mikla áherslubreytingu, ég er alls ekki viss um það en kannski einhverja breytta nálgun. Pétri hafa verið hugleikin skipulagsmálin og það er spurning hvort við sjáum breytingar þar, á þéttingarstefnunni og eitthvað slíkt sem hefur verið gagnrýnt,“ segir Grétar. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samfylkingin Tengdar fréttir Segir Heiðu hafa átt betra skilið Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sem hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík í gær, segist ætla að taka sætið þó að hann hafi ekki náð markmiði sínu, en hann sóttist eftir öðru sætinu. 25. janúar 2026 11:46 Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, sem hafnaði í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í kvöld, var einungis fimmtán atkvæðum frá því að lenda sæti ofar en Heiða Björg Hilmisdóttir sitjandi borgarstjóri. 24. janúar 2026 23:24 Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Pétur Marteinsson nýkjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir stærsta verkefni flokksins í komandi kosningum að vinna traust borgarbúa til baka. Hann segir gott gengi í prófkjörinu til marks um að fólk vilji breytingar í borginni. 24. janúar 2026 20:50 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Sjá meira
Ekki verður annað sagt um flokksval Samfylkingarinnar í borginni í gær en að það hafi verið viðburðaríkt. Pétur Marteinsson hlaut sterkt umboð flokksmanna í oddvitasætið. Hann fékk rúmlega þrjú þúsund atkvæði. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri fékk rúmlega 1600 atkvæði og aðeins munaði 15 atkvæðum á henni og öðrum nýliða í flokknum, Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur sem er í þriðja sæti. Pétur Marteinsson hlaut sterkt umboð til að leiða lista Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í vor. Hann sagði í gærkvöldi þegar úrslitin voru kunngjörð að stærsta verkefni flokksins nú væri að ávinna sér tiltrú og traust borgarbúa að nýju. Gott gengi í prófkjörinu væri til marks um vilja fólks til breytinga.Vísir/Bjarni Skilaboð um mikil umskipti Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri var beðinn um að rýna í niðurstöðuna. „Fyrst og fremst náttúrulega þá er verið að hafna oddvitanum og borgarstjóra hjá Samfylkingunni í þessum kosningum, ég held það sé alveg ljóst því úrslitin eru svo afdráttarlaus. Það er eiginlega verið svolítið að hreinsa út því Skúli Helgason sem bauð sig fram í annað sætið, fær að vísu fjórða sætið, en það er eins og þetta séu skýr skilaboð um mikil umskipti í borgarstjórnarflokki Samfylkingarinnar.“ Skúli þiggur fjórða sætið Skúli greindi frá því á samfélagsmiðlum fyrir hádegi að hann hygðist þiggja fjórða sætið þrátt fyrir að hafa ekki náð markmiði sínu. Það væri ekki hans stíll að gefast upp í mótbyr. „Svo má líka tala um að Dóra Björt sem kemur frá Pírötum og er í borgarstjórnarmeirihlutanum fær ekki brautargengið sem hún sennilega hefur vonast eftir. Þannig að það er greinilega verið að hreinlega skipta vel og hressilega út.“ Þá var Grétar spurður álits á því hvort hann telji að röðunin sem kynnt var í gær verði sú sama að öllu leyti og muni síðan blasa við á kjörseðlinum í vor. Þegar þetta er skrifað hefur Heiða ekki greint frá því hvort hún hyggist þiggja annað sætið eða ekki. „Ég myndi nú kannski vilja aðeins sjá hvað Heiða gerir til að byrja með. Henni er náttúrulega hafnað og það er spurning hvort hún telji sér vera sætt lengur og hvort hún tekur yfirleitt sæti í kosningunum. Hún þarf að starfa sem borgarstjóri að minnsta kosti fram í maí, júní, miðað við það en það er búið að hafna henni. Það er spurning hvað hún gerir, maður er ekki viss um að hún vilji taka sæti á þessum lista en Pétur hefur nú reyndar sagt það að hann vilji hafa hana með en það verður að sjá til,“ segir Grétar. Engar kollsteypur en breytt nálgun En hvað þýðir þessi mikla endurnýjun á lista? Áttu von á alveg glænýrri sýn, stefnu og málum? „Miðað við það sem maður hefur heyrt Pétur segja þá er kannski ekki von á neinum kollsteypum. Hann hefur til dæmis gefið í skyn að hann sé með í þessu borgarlínudæmi og þessari miklu breytingu í samgöngumálum sem fyrirhugaðar eru og munu verða. En hvort þetta þýði mjög mikla áherslubreytingu, ég er alls ekki viss um það en kannski einhverja breytta nálgun. Pétri hafa verið hugleikin skipulagsmálin og það er spurning hvort við sjáum breytingar þar, á þéttingarstefnunni og eitthvað slíkt sem hefur verið gagnrýnt,“ segir Grétar.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samfylkingin Tengdar fréttir Segir Heiðu hafa átt betra skilið Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sem hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík í gær, segist ætla að taka sætið þó að hann hafi ekki náð markmiði sínu, en hann sóttist eftir öðru sætinu. 25. janúar 2026 11:46 Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, sem hafnaði í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í kvöld, var einungis fimmtán atkvæðum frá því að lenda sæti ofar en Heiða Björg Hilmisdóttir sitjandi borgarstjóri. 24. janúar 2026 23:24 Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Pétur Marteinsson nýkjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir stærsta verkefni flokksins í komandi kosningum að vinna traust borgarbúa til baka. Hann segir gott gengi í prófkjörinu til marks um að fólk vilji breytingar í borginni. 24. janúar 2026 20:50 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Sjá meira
Segir Heiðu hafa átt betra skilið Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sem hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík í gær, segist ætla að taka sætið þó að hann hafi ekki náð markmiði sínu, en hann sóttist eftir öðru sætinu. 25. janúar 2026 11:46
Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, sem hafnaði í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í kvöld, var einungis fimmtán atkvæðum frá því að lenda sæti ofar en Heiða Björg Hilmisdóttir sitjandi borgarstjóri. 24. janúar 2026 23:24
Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Pétur Marteinsson nýkjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir stærsta verkefni flokksins í komandi kosningum að vinna traust borgarbúa til baka. Hann segir gott gengi í prófkjörinu til marks um að fólk vilji breytingar í borginni. 24. janúar 2026 20:50