Bretar komnir út úr Evrópusambandinu Eiður Þór Árnason skrifar 31. janúar 2020 23:00 Margir Bretar fögnuðu í kvöld útgöngunni úr Evrópusambandinu á sama tíma og aðrir syrgðu. Vísir/AP Nú klukkan ellefu að íslenskum tíma gekk Bretland loks úr Evrópusambandinu eftir langt og strembið útgönguferli. Við tekur ellefu mánaða langt aðlögunarferli sem Bretar munu meðal annars nýta til þess að gera viðskiptasamninga við aðildarríki evrópska efnahagssvæðisins. Bretar munu áfram fara eftir Evrópureglugerðum til ársloka og eiga einnig eftir að semja við Evrópusambandið um hvernig framtíðarsambandi verði háttað. Því er ljóst að aðskilnaðarferli Bretlands og Evrópusambandsins er ekki enn lokið þrátt fyrir formlega útgöngu í dag. Nokkur óvissa mun því enn bíða Breta og fylgjast margir með því hvort að þeim takist að klára fyrrnefnda samninga fyrir árslok.Sjá einnig: Áhrifin engin fyrir Íslendinga í Bretlandi fram að áramótumÞrjú og hálft ár er liðið frá því breska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga út úr ESB. Segja má að undanfarin misseri hafi þar einkennst af ringulreið og upplausn. Bretar hafa í tvígang boðað snemma til kosninga á þessu tímabili, tvisvar hefur verið skipt um forsætisráðherra og í tvö skipti var útgöngu frestað eftir að breska þingið felldi samninga sem höfðu náðst við Evrópusambandið um útgönguna. Útganga Breta mun byggja á því samkomulagi sem Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra, náði við forsvarsmenn ESB í október á síðasta ári. Það samkomulag var samþykkt í neðri deild breska þingsins með miklum meirihluta eða með 358 atkvæðum gegn 234. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. 31. janúar 2020 08:15 Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53 Brexit í kvöld: Áhrifin engin fyrir Íslendinga í Bretlandi fram að áramótum Bretland gengur út úr Evrópusambandinu klukkan ellefu í kvöld. Þannig lýkur þriggja og hálfs árs löngu óvissutímabili. 31. janúar 2020 18:45 Hallur og Jón Kristinn leiða káta íslenska Brexit-menn um London Lítill en glaður hópur Íslendinga fagnar útgöngunni með Bretum. 31. janúar 2020 13:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Nú klukkan ellefu að íslenskum tíma gekk Bretland loks úr Evrópusambandinu eftir langt og strembið útgönguferli. Við tekur ellefu mánaða langt aðlögunarferli sem Bretar munu meðal annars nýta til þess að gera viðskiptasamninga við aðildarríki evrópska efnahagssvæðisins. Bretar munu áfram fara eftir Evrópureglugerðum til ársloka og eiga einnig eftir að semja við Evrópusambandið um hvernig framtíðarsambandi verði háttað. Því er ljóst að aðskilnaðarferli Bretlands og Evrópusambandsins er ekki enn lokið þrátt fyrir formlega útgöngu í dag. Nokkur óvissa mun því enn bíða Breta og fylgjast margir með því hvort að þeim takist að klára fyrrnefnda samninga fyrir árslok.Sjá einnig: Áhrifin engin fyrir Íslendinga í Bretlandi fram að áramótumÞrjú og hálft ár er liðið frá því breska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga út úr ESB. Segja má að undanfarin misseri hafi þar einkennst af ringulreið og upplausn. Bretar hafa í tvígang boðað snemma til kosninga á þessu tímabili, tvisvar hefur verið skipt um forsætisráðherra og í tvö skipti var útgöngu frestað eftir að breska þingið felldi samninga sem höfðu náðst við Evrópusambandið um útgönguna. Útganga Breta mun byggja á því samkomulagi sem Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra, náði við forsvarsmenn ESB í október á síðasta ári. Það samkomulag var samþykkt í neðri deild breska þingsins með miklum meirihluta eða með 358 atkvæðum gegn 234.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. 31. janúar 2020 08:15 Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53 Brexit í kvöld: Áhrifin engin fyrir Íslendinga í Bretlandi fram að áramótum Bretland gengur út úr Evrópusambandinu klukkan ellefu í kvöld. Þannig lýkur þriggja og hálfs árs löngu óvissutímabili. 31. janúar 2020 18:45 Hallur og Jón Kristinn leiða káta íslenska Brexit-menn um London Lítill en glaður hópur Íslendinga fagnar útgöngunni með Bretum. 31. janúar 2020 13:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. 31. janúar 2020 08:15
Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53
Brexit í kvöld: Áhrifin engin fyrir Íslendinga í Bretlandi fram að áramótum Bretland gengur út úr Evrópusambandinu klukkan ellefu í kvöld. Þannig lýkur þriggja og hálfs árs löngu óvissutímabili. 31. janúar 2020 18:45
Hallur og Jón Kristinn leiða káta íslenska Brexit-menn um London Lítill en glaður hópur Íslendinga fagnar útgöngunni með Bretum. 31. janúar 2020 13:00