Margrét kjörin formaður FÍR fyrst kvenna Margrét Halldóra Arnarsdóttir var í dag kjörin formaður Félags íslenskra rafvirkja, fyrst kvenna. Margrét hlaut afburðakosningu og mun taka við sem formaður á aðalfundi félagsins í apríl næstkomandi. 17.2.2020 23:36
Ferðamaðurinn á Sólheimasandi fundinn Lögreglan á Suðurlandi óskaði í kvöld eftir aðstoð björgunarsveita á svæðinu við að leit á manninum sem hafði verið með hópi ferðamanna en ekki skilað sér til baka. 17.2.2020 22:24
Engin áform um hækkun hámarkshraða á næstu árum Engin áform eru af hálfu Vegagerðarinnar um að leggja til hækkun hámarkshraða umfram 90 kílómetra á klukkustund næstu árin. Enginn vegur á Íslandi uppfyllir nú skilyrði laga fyrir 110 kílómetra hámarkshraða. 17.2.2020 22:00
RÚV leiðréttir frétt í kjölfar gagnrýni Samherja Fréttastofa RÚV telur rétt að leiðrétta fullyrðingu um Samherja sem birtist í frétt um þróunaraðstoð og spillingu síðasta fimmtudag. Forsvarsmenn Samherja kröfðust þess fyrr í dag að RÚV myndi biðjast afsökunar og leiðrétta "meiðandi frétt“ sem sýnd var í tíufréttum RÚV síðasta fimmtudagskvöld. 17.2.2020 20:30
Fjórtán börn meðal þeirra sem voru drepin í árás á þorp í Kamerún Árásin átti sér stað í þorpinu Ntumbo í norðvesturhluta landsins og greina staðarmiðlar frá því að fólk hafi þar meðal annars verið brennt lifandi. 17.2.2020 19:15
Vél kastaðist úr bifreið í árekstrinum nærri Blönduósi Þrír eru alvarlega slasaðir og hafa verið fluttir með þyrlu á Landspítalann eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á Þjóðvegi 1 við Stóru-Giljá á þriðja tímanum í dag. 17.2.2020 17:33
Minnst sex látist í Evrópu vegna Ciara Stormurinn, sem færir sig nú austur yfir Evrópu, hefur fært með sér mikið fárviðri og rigningu til margra ríkja með þeim afleiðingum að tugir þúsunda eru nú án rafmagns og víða dæmi um miklar samgöngutruflanir. 10.2.2020 21:45
Spreyjuðu hundrað tonnum af sótthreinsiefni yfir borgina að næturlagi Í gær var hafist handa við að sótthreinsa stóran hluta nokkurra borga í kínverska Hubei-héraðinu, þar á meðal Wuhan. Um er að ræða forvarnaraðgerð sem er ætlað að hemja frekari útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar svokölluðu. 10.2.2020 20:30
Skreyta Hörpu með nafni Hildar Tónlistarhúsið Harpa mun heiðra Hildi Guðnadóttur, tónskáld og fyrsta Óskarsverðlaunahafa Íslands með kveðju á glerhjúpi hússins í kvöld. Þessa stundina má sjá orðin "Til hamingju Hildur!“ lýsa upp Hörpuna að utan og getur fólk vænst þess að sjá hamingjuóskirnar fram til miðnættis. 10.2.2020 19:08
Allt á floti þegar sjór gekk á land á Siglufirði í dag Sjór gekk á land á Siglufirði í dag og má með sanni segja að allt hafi verið á floti við höfnina í bænum þar sem vegur fór undir vatn. Áttu hafnarstarfsmenn í fullu fangi með nýta snjó í flóðvarnargarða. 10.2.2020 18:45