Spreyjuðu hundrað tonnum af sótthreinsiefni yfir borgina að næturlagi Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2020 20:30 Í gær var hafist handa við að sótthreinsa stóran hluta nokkurra borga í Hubei-héraði í Kína, þar á meðal Wuhan. Um er að ræða forvarnaraðgerð sem er ætlað að hemja frekari útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. Um helgina bárust fregnir af því að kínversk stjórnvöld ætli sér að verja tíu milljörðum Bandaríkjadala, eða hátt í 1.300 milljörðum íslenskra króna, í baráttu gegn veirunni. Greint hefur frá því í kínverskum fjölmiðlum að frá og með gærdeginum verði ráðist í allsherjar sótthreinsiaðgerðir í Wuhan tvisvar á dag. Verður sjónum þá sérstaklega beint að spítölum, mörkuðum, íbúðahverfum, almenningsalernum og annarri hreinlætisaðstöðu. Sjá einnig: Tvö ný sýni vegna Wuhan-veirunnar reyndust neikvæð AP-fréttastofan hefur það eftir kínverska ríkissjónvarpinu að aðgerðirnar muni ná til yfir þrjú hundruð íbúðahverfa í nágrannaborginni Jingzhou og þrjú þúsund hektara almenningssvæðis. Þá spreyjuðu fjórir bílar meira en hundrað tonnum af sótthreinsiefni að næturlagi yfir aðalgötur og almenningssvæði í borginni Shiyan. Full-front disinfection work has started in #Wuhan, an effort to contain the spread of #coronavirus pic.twitter.com/E3Vg8XcHTP— People's Daily, China (@PDChina) February 10, 2020 Wuhan-kórónaveiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV eða Nýja kórónaveiran. Veiran sem er talin eiga upptök sín á markaði í Wuhan hefur dreifst til hátt í þrjátíu landa og hafa yfir fjörutíu þúsund manns smitast af veirunni, langflestir á meginlandi Kína. Sjá einnig: Faraldurinn getur geisað mánuðum saman Rétt yfir níu hundruð hafa nú látist vegna veirunnar, eins nær allir á meginlandi Kína. Sérfræðingar hafa þó bent á að dánarhlutfall fólks sem sýkist af veirunni sé svipað og þeirra sem fái hina árlegu inflúensu og jafnvel lægra. Samkvæmt áhættumati fyrir veiruna sem framkvæmt er af Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins er hættan á slæmum faraldri í löndum Evrópu talin lítil. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breskur maður greindur með Wuhan-veiruna á Mallorca Breskur maður hefur verið greindur með Wuhan-kórónaveiruna á Mallorca á Spáni. Hann og fjölskylda hans voru skoðuð af lækni á Mallorca á föstudag eftir að í ljós kom að fjölskyldan hafði verið í samskiptum við Breta í Frakklandi sem greindust með veiruna. 9. febrúar 2020 10:36 Alli biðst afsökunar á að hafa gert grín að Asíubúa og Wuhan-veirunni Myndband sem Dele Alli birti á SnapChat féll í grýttan jarðveg. 10. febrúar 2020 08:30 Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem "alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður. 10. febrúar 2020 10:30 Fengu loks að yfirgefa skipið eftir fjóra daga Um 3.600 farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins World Dream var í dag loks leyft að fara frá borði eftir að hafa verið í fjögurra daga löngu sóttkví fyrir utan strendur Hong Kong. 9. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Í gær var hafist handa við að sótthreinsa stóran hluta nokkurra borga í Hubei-héraði í Kína, þar á meðal Wuhan. Um er að ræða forvarnaraðgerð sem er ætlað að hemja frekari útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. Um helgina bárust fregnir af því að kínversk stjórnvöld ætli sér að verja tíu milljörðum Bandaríkjadala, eða hátt í 1.300 milljörðum íslenskra króna, í baráttu gegn veirunni. Greint hefur frá því í kínverskum fjölmiðlum að frá og með gærdeginum verði ráðist í allsherjar sótthreinsiaðgerðir í Wuhan tvisvar á dag. Verður sjónum þá sérstaklega beint að spítölum, mörkuðum, íbúðahverfum, almenningsalernum og annarri hreinlætisaðstöðu. Sjá einnig: Tvö ný sýni vegna Wuhan-veirunnar reyndust neikvæð AP-fréttastofan hefur það eftir kínverska ríkissjónvarpinu að aðgerðirnar muni ná til yfir þrjú hundruð íbúðahverfa í nágrannaborginni Jingzhou og þrjú þúsund hektara almenningssvæðis. Þá spreyjuðu fjórir bílar meira en hundrað tonnum af sótthreinsiefni að næturlagi yfir aðalgötur og almenningssvæði í borginni Shiyan. Full-front disinfection work has started in #Wuhan, an effort to contain the spread of #coronavirus pic.twitter.com/E3Vg8XcHTP— People's Daily, China (@PDChina) February 10, 2020 Wuhan-kórónaveiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV eða Nýja kórónaveiran. Veiran sem er talin eiga upptök sín á markaði í Wuhan hefur dreifst til hátt í þrjátíu landa og hafa yfir fjörutíu þúsund manns smitast af veirunni, langflestir á meginlandi Kína. Sjá einnig: Faraldurinn getur geisað mánuðum saman Rétt yfir níu hundruð hafa nú látist vegna veirunnar, eins nær allir á meginlandi Kína. Sérfræðingar hafa þó bent á að dánarhlutfall fólks sem sýkist af veirunni sé svipað og þeirra sem fái hina árlegu inflúensu og jafnvel lægra. Samkvæmt áhættumati fyrir veiruna sem framkvæmt er af Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins er hættan á slæmum faraldri í löndum Evrópu talin lítil.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breskur maður greindur með Wuhan-veiruna á Mallorca Breskur maður hefur verið greindur með Wuhan-kórónaveiruna á Mallorca á Spáni. Hann og fjölskylda hans voru skoðuð af lækni á Mallorca á föstudag eftir að í ljós kom að fjölskyldan hafði verið í samskiptum við Breta í Frakklandi sem greindust með veiruna. 9. febrúar 2020 10:36 Alli biðst afsökunar á að hafa gert grín að Asíubúa og Wuhan-veirunni Myndband sem Dele Alli birti á SnapChat féll í grýttan jarðveg. 10. febrúar 2020 08:30 Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem "alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður. 10. febrúar 2020 10:30 Fengu loks að yfirgefa skipið eftir fjóra daga Um 3.600 farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins World Dream var í dag loks leyft að fara frá borði eftir að hafa verið í fjögurra daga löngu sóttkví fyrir utan strendur Hong Kong. 9. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Breskur maður greindur með Wuhan-veiruna á Mallorca Breskur maður hefur verið greindur með Wuhan-kórónaveiruna á Mallorca á Spáni. Hann og fjölskylda hans voru skoðuð af lækni á Mallorca á föstudag eftir að í ljós kom að fjölskyldan hafði verið í samskiptum við Breta í Frakklandi sem greindust með veiruna. 9. febrúar 2020 10:36
Alli biðst afsökunar á að hafa gert grín að Asíubúa og Wuhan-veirunni Myndband sem Dele Alli birti á SnapChat féll í grýttan jarðveg. 10. febrúar 2020 08:30
Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem "alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður. 10. febrúar 2020 10:30
Fengu loks að yfirgefa skipið eftir fjóra daga Um 3.600 farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins World Dream var í dag loks leyft að fara frá borði eftir að hafa verið í fjögurra daga löngu sóttkví fyrir utan strendur Hong Kong. 9. febrúar 2020 21:15