Minnst sex látist í Evrópu vegna Ciara Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2020 21:45 Bæjarstarfsmenn hreinsa upp tré sem féll á götum Brussel eftir storminn Ciara. Vísir/EPA Minnst sex hafa látist á meginlandi Evrópu vegna stormsins Ciara sem hefur nú færst frá Bretlandseyjum þar sem hann olli miklum usla. Stormurinn, sem færir sig austur yfir Evrópu, hefur fært með sér mikið fárviðri og rigningu með þeim afleiðingum að hundruð þúsunda eru nú án rafmagns og víða eru dæmi um miklar samgöngutruflanir í fjölmörgum ríkjum álfunnar. Sjá einnig: Farþegar grétu um borð í vél Icelandair og neituðu að snúa aftur til Íslands Kona og fimmtán ára dóttir hennar létust í Póllandi á dögunum þegar þak skíðaleigu fauk af og lenti á hópi fólks. Þrír aðrir slösuðust í atvikinu sem átti sér stað á vetrardvalarstað nálægt landamærum Póllands og Slóvakíu. Í Svíþjóð drukknaði maður þegar seglbát hans hvolfdi á stöðuvatninu Fegen sunnarlega í Svíþjóð. Manninum skolaði á land stuttu áður en hann lést en ekkert hefur spurst til annarrar manneskju sem vitað er að var einnig um borð. Í Þýskalandi lést ökumaður flutningabíls þegar hann keyrði á flutningavagn sem verkafólk notaði til að safna saman óveðursrústum á hraðbraut í ríkinu Hesse. Þá lést ökumaður norðarlega í Slóveníu þegar tré féll á bifreið og annar í Tékklandi þegar tré lenti sömuleiðis á bifreið hans á ferð með þeim afleiðingum að hann fór út af vegi. Bretland Pólland Slóvenía Svíþjóð Veður Þýskaland Tengdar fréttir Farþegar grétu um borð í vél Icelandair og neituðu að snúa aftur til Íslands Flugvél Icelandair lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni til Manchester frá Keflavík í dag og var þotunni snúið við og lent í Glasgow. Hræðsla og geðshræring greip um sig meðal farþega í ókyrrðinni og brugðust þeir illa við því að vélinni yrði snúið aftur til Íslands. 9. febrúar 2020 17:30 Hraðamet slegið í Atlantshafsflugi vegna óveðursins Ciara Vél British Airways, sem tók á loft frá JFK-flugvelli í New York á laugardag og lenti á Heathrow í London, var einungis fjórar klukkustundir og 56 mínútur á leiðinni. 10. febrúar 2020 07:57 Veðrið kemur í veg fyrir að City minnki forskot Liverpool Búið er að fresta leik Manchester City og West Ham sem átti að fara fram í enska boltanum í dag. 9. febrúar 2020 11:29 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira
Minnst sex hafa látist á meginlandi Evrópu vegna stormsins Ciara sem hefur nú færst frá Bretlandseyjum þar sem hann olli miklum usla. Stormurinn, sem færir sig austur yfir Evrópu, hefur fært með sér mikið fárviðri og rigningu með þeim afleiðingum að hundruð þúsunda eru nú án rafmagns og víða eru dæmi um miklar samgöngutruflanir í fjölmörgum ríkjum álfunnar. Sjá einnig: Farþegar grétu um borð í vél Icelandair og neituðu að snúa aftur til Íslands Kona og fimmtán ára dóttir hennar létust í Póllandi á dögunum þegar þak skíðaleigu fauk af og lenti á hópi fólks. Þrír aðrir slösuðust í atvikinu sem átti sér stað á vetrardvalarstað nálægt landamærum Póllands og Slóvakíu. Í Svíþjóð drukknaði maður þegar seglbát hans hvolfdi á stöðuvatninu Fegen sunnarlega í Svíþjóð. Manninum skolaði á land stuttu áður en hann lést en ekkert hefur spurst til annarrar manneskju sem vitað er að var einnig um borð. Í Þýskalandi lést ökumaður flutningabíls þegar hann keyrði á flutningavagn sem verkafólk notaði til að safna saman óveðursrústum á hraðbraut í ríkinu Hesse. Þá lést ökumaður norðarlega í Slóveníu þegar tré féll á bifreið og annar í Tékklandi þegar tré lenti sömuleiðis á bifreið hans á ferð með þeim afleiðingum að hann fór út af vegi.
Bretland Pólland Slóvenía Svíþjóð Veður Þýskaland Tengdar fréttir Farþegar grétu um borð í vél Icelandair og neituðu að snúa aftur til Íslands Flugvél Icelandair lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni til Manchester frá Keflavík í dag og var þotunni snúið við og lent í Glasgow. Hræðsla og geðshræring greip um sig meðal farþega í ókyrrðinni og brugðust þeir illa við því að vélinni yrði snúið aftur til Íslands. 9. febrúar 2020 17:30 Hraðamet slegið í Atlantshafsflugi vegna óveðursins Ciara Vél British Airways, sem tók á loft frá JFK-flugvelli í New York á laugardag og lenti á Heathrow í London, var einungis fjórar klukkustundir og 56 mínútur á leiðinni. 10. febrúar 2020 07:57 Veðrið kemur í veg fyrir að City minnki forskot Liverpool Búið er að fresta leik Manchester City og West Ham sem átti að fara fram í enska boltanum í dag. 9. febrúar 2020 11:29 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira
Farþegar grétu um borð í vél Icelandair og neituðu að snúa aftur til Íslands Flugvél Icelandair lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni til Manchester frá Keflavík í dag og var þotunni snúið við og lent í Glasgow. Hræðsla og geðshræring greip um sig meðal farþega í ókyrrðinni og brugðust þeir illa við því að vélinni yrði snúið aftur til Íslands. 9. febrúar 2020 17:30
Hraðamet slegið í Atlantshafsflugi vegna óveðursins Ciara Vél British Airways, sem tók á loft frá JFK-flugvelli í New York á laugardag og lenti á Heathrow í London, var einungis fjórar klukkustundir og 56 mínútur á leiðinni. 10. febrúar 2020 07:57
Veðrið kemur í veg fyrir að City minnki forskot Liverpool Búið er að fresta leik Manchester City og West Ham sem átti að fara fram í enska boltanum í dag. 9. febrúar 2020 11:29