Engin áform um hækkun hámarkshraða á næstu árum Eiður Þór Árnason skrifar 17. febrúar 2020 22:00 Engin áform eru af hálfu Vegagerðarinnar um að leggja til hækkun hámarkshraða umfram 90 kílómetra á klukkustund næstu árin. Enginn vegur á Íslandi uppfyllir nú skilyrði laga fyrir 110 kílómetra hámarkshraða. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn frá þingmanninum Andrési Inga Jónssyni. Í svari samgönguráðherra segir að heimild sé til þess í gildandi umferðarlögum að hækka hámarkshraða á vegum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. „Í fyrsta lagi hvort vegur og hönnun hans uppfylli nauðsynleg skilyrði til að hægt sé að hækka hámarkshraðann. Í öðru lagi hvort næsta umhverfi vegarins, þ.e. svokallað öryggissvæði, uppfylli skilyrði. Í þriðja lagi hvort miðjusvæði milli akbrauta, svokallaður miðdeilir, uppfylli skilyrði.“ Þó megi hraðamörk ekki vera hærri en 110 kílómetrar á klukkustund. Reykjanesbraut kemur ekki til greina Reykjanesbraut hefur gjarnan verið nefnd sem mögulegur kostur í þessu samhengi en fram kemur í svarinu að brautin uppfylli á köflum nokkur skilyrði fyrir 110 kílómetra hámarkshraða. Þó vanti mikið upp á. „Næsta umhverfi vegarins, þ.e. svokallað öryggissvæði norðan og sunnan brautarinnar uppfyllir ekki nauðsynleg skilyrði til að leyfa hærri hraða. Til að heimila 110 km/klst. yrði að tryggja að lágmarki 18 m breitt svæði án hindrana beggja vegna brautarinnar til að draga úr hættu á alvarlegum meiðslum við útafakstur.“ Hið sama eigi við um miðjusvæðið á milli akbrauta, þar sem eftir á að setja upp vegrið báðum megin til að koma í veg fyrir að ökutæki geti farið yfir á akbraut með gagnstæða akstursstefnu. Einnig þurfi að klára að skipta út ljósastaurum norðan brautarinnar sem geti valdið slysi ef ekið er á þá. Í ljósi þessara atriða komi ekki til greina að hækka hámarkshraða á Reykjanesbraut að svo stöddu. Alþingi Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Engin áform eru af hálfu Vegagerðarinnar um að leggja til hækkun hámarkshraða umfram 90 kílómetra á klukkustund næstu árin. Enginn vegur á Íslandi uppfyllir nú skilyrði laga fyrir 110 kílómetra hámarkshraða. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn frá þingmanninum Andrési Inga Jónssyni. Í svari samgönguráðherra segir að heimild sé til þess í gildandi umferðarlögum að hækka hámarkshraða á vegum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. „Í fyrsta lagi hvort vegur og hönnun hans uppfylli nauðsynleg skilyrði til að hægt sé að hækka hámarkshraðann. Í öðru lagi hvort næsta umhverfi vegarins, þ.e. svokallað öryggissvæði, uppfylli skilyrði. Í þriðja lagi hvort miðjusvæði milli akbrauta, svokallaður miðdeilir, uppfylli skilyrði.“ Þó megi hraðamörk ekki vera hærri en 110 kílómetrar á klukkustund. Reykjanesbraut kemur ekki til greina Reykjanesbraut hefur gjarnan verið nefnd sem mögulegur kostur í þessu samhengi en fram kemur í svarinu að brautin uppfylli á köflum nokkur skilyrði fyrir 110 kílómetra hámarkshraða. Þó vanti mikið upp á. „Næsta umhverfi vegarins, þ.e. svokallað öryggissvæði norðan og sunnan brautarinnar uppfyllir ekki nauðsynleg skilyrði til að leyfa hærri hraða. Til að heimila 110 km/klst. yrði að tryggja að lágmarki 18 m breitt svæði án hindrana beggja vegna brautarinnar til að draga úr hættu á alvarlegum meiðslum við útafakstur.“ Hið sama eigi við um miðjusvæðið á milli akbrauta, þar sem eftir á að setja upp vegrið báðum megin til að koma í veg fyrir að ökutæki geti farið yfir á akbraut með gagnstæða akstursstefnu. Einnig þurfi að klára að skipta út ljósastaurum norðan brautarinnar sem geti valdið slysi ef ekið er á þá. Í ljósi þessara atriða komi ekki til greina að hækka hámarkshraða á Reykjanesbraut að svo stöddu.
Alþingi Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira