Mike Pence snýr enn bakinu í Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna í ríkisstjórn Donald Trumps hyggst ekki styðja framboð hans til forseta að þessu sinni. 15.3.2024 23:32
Áhöfn seglskútu lýsti yfir neyðarástandi í hvassviðri Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Ísafirði og Bolungarvík voru kölluð út á fjórða tímanum í dag þegar áhöfn seglskútu tilkynnti að hún væri stjórnvana skammt undan Straumnesi á Vestfjörðum. 15.3.2024 19:56
Heimir Már, Margrét, Jóhannes Kr. og Bjartmar verðlaunuð Heimir Már Pétursson, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Margrét Marteinsdóttir, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sævar Guðmundsson og Heimir Bjarnason hlutu í dag blaðamannaverðlaun sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. 15.3.2024 18:03
Landsbankinn lækkar vexti Landsbankinn kynnti í dag að bankinn muni lækka vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti. Munu fastir vextir til þriggja ára á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,3 prósentustig. Hið sama á við fasta vexti til fimm ára. 15.3.2024 17:38
Þungt haldin á gjörgæslu í Búlgaríu meðan heimflutningur strandar á sjúkrahúsinu Íslensk kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítala í Búlgaríu með sýklasótt og nýrnabilun. Hún er talin vera í lífshættu en drep er komið í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. 18.2.2024 13:35
Mætti með afskorna hendi á sænska endurvinnslustöð Lögregla var kölluð til þegar glerkrukka sem skilin var eftir á endurvinnslustöð í borginni Skellefteå í Norður-Svíþjóð virtist innihalda mannshendi. 18.2.2024 11:58
Lægðabraut yfir landinu færir með sér skúr og rigningu Spáð er suðlægri vindátt í dag, 3 til 10 metrum á sekúndu með skúrum, en að mestu bjart norðaustantil. Suðaustan 8 til 13 metrar á sekúndu og rigning sunnan- og vestanlands í kvöld. 18.2.2024 09:01
Ók á gangstéttum og stígum á flótta undan lögreglu Lögregla hóf eftirför þegar ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum í nótt og náði bifreiðin mest 150 kílómetra hraða á klukkustund. Bifreiðinni var ekið á gangstéttum og stígum á fimmta tímanum í nótt í tilraun til að komast undan lögreglu. 18.2.2024 08:02
Íslendingar „eigi að skammast sín“ fái hann ekki stig í Eurovision Isaak Guderian bar í gær sigur úr býtum í Söngvakeppni Þýskalands og mun því keppa fyrir hönd landsins í Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Isaak er hálf-íslenskur en móðir hans er íslensk. 17.2.2024 13:36
Ökumenn stoppi stutt á nýjum vegi yfir heitt hraun Unnið er að gerð nýs vegar innan varnargarðanna við Svartsengi sem opnar leið til Grindavíkur og í starfsemi í Svartsengi, þar á meðal Bláa lónið. Hraun fór yfir hluta Grindavíkurvegar og Bláalónsvegar í síðustu viku. Með nýju vegtengingunni verður hægt að fara frá Grindavíkurvegi að Bláalónsvegi sem tengist inn á Nesveg. 17.2.2024 11:28