„Sorgarfréttir úr Kópavogi“ en síðasta ballið er ekki búið Sportbarinn og ballstaðurinn Spot mun leggja upp laupana í þessum mánuði en næsta laugardag verður síðasta ballið á staðnum haldið. Eigandi Spot segir það hafa verið heiður að fengið að skemmta þúsundum manna síðustu ár. Viðskipti innlent 13. september 2022 07:00
Ráðherrar vísa hver á annan um franskarnar: Sigmar segir Bjarna þurfa að taka nefið upp úr stórfyrirtækjunum Veitingamaður segir yfirvöld hygla erlendum neytendum en skattpína þá íslensku, með því að leggja háan toll á franskar kartöflur. Það gæti munað miklu fyrir landsmenn ef verndartollur sem ekkert verndar lengur yrði afnuminn - en ráðherrar vísa hver á annan. Neytendur 9. september 2022 21:30
Deila um milljónir í húsaleigu í Sjálandi Eigendum húsnæðisins þar sem veitingastaðurinn Sjáland er rekinn í Garðabæ var ekki heimilt að rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þess efnis á dögunum. Aðilar deila um húsaleigu. Viðskipti innlent 8. september 2022 13:31
Ná vonandi að opna við Hagamel fyrir helgi Undirbúningur fyrir opnun indverska veitingastaðarins Indican við Hagamel er á lokametrunum. Eigandinn vonast eftir því að geta opnað fyrir helgi og hlakkar til að bætast við í Vesturbæjarflóruna. Viðskipti innlent 7. september 2022 11:29
Otaði hnífi að fólki á veitingastað um miðjan dag Lögreglan á Norðurlandi eystra segir mann hafa verið handtekinn um miðjan dag í gær eftir að hann otaði hnífi að fólki á veitingastað á Akureyri. Hann er sagður hafa otað hnífnum að starfsfólki og viðskiptavinum og haft í hótunum við lögregluþjóna. Innlent 4. september 2022 12:24
„Ósanngjarnt að hengja sig í smáatriðum“ Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir ósanngjarnt af veitingastöðunum Flame og Bambus að ætla að fara að hengja sig í smáatriðum í launaþjófnaðarmáli sem höfðað hefur verið gegn þeim. Kjarni málsins sé sá að farið hafi verið illa með fólk - og því borgað of lítið fyrir of mikla vinnu. Innlent 2. september 2022 17:36
Krefjast 13 milljóna í ógreidd laun Hildur Ýr Viðarsdóttir, lögmaður eigenda veitingastaðanna Bambus og Flame, segir rangt af forsvarsmönnum Fagfélaganna að halda því fram að starfsmenn staðanna, hvers stöðu Fagfélögin hafa til skoðunnar, hafi unnið allt að sextán tíma á dag. Innlent 2. september 2022 06:47
Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. Innlent 29. ágúst 2022 22:30
Þjófurinn sá að sér og skilaði Lars Bangsanum Lars var skilað aftur til síns heima á pílustaðnum Bullseye í dag. Lars hafði þó farið í ágætis svaðilför síðan honum var rænt en fyrir vikið er hann orðin skærari stjarna en hann var. Innlent 29. ágúst 2022 21:26
Laumaði Lars framhjá dyravörðum og starfsfólki Heimilisbangsanum á pílustaðnum Bullseye við Snorrabraut var stolið í gærkvöldi. Rekstrarstjórinn segir málið vera dapurlegt í alla staði og skorar á þjófinn að skila bangsanum. Innlent 28. ágúst 2022 23:01
Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. Innlent 26. ágúst 2022 11:56
Veitingamenn í Nauthólsvík stóla á veðurblíðu fyrir viðskipti á sumrin Sólin lék við borgarbúa í dag og einhverjir lögðu leið sína í Nauthólsvík. Dagurinn var einn sá heitasti í borginni í sumar. Opinberir mælar sögðu að hiti hafi náð upp í sautján gráður á höfuðborgarsvæðinu í dag. Innlent 23. ágúst 2022 23:25
Hraðlestinni á Lækjargötu lokað Hinn sívinsæli veitingastaður Hraðlestin hefur ákveðið að loka veitingastað sínum á Lækjargötu. Síðasti opnunardagurinn verður á fimmtudaginn. Viðskipti innlent 23. ágúst 2022 11:58
Tæmdi Lebowski með prumpusprengju Óprúttinn aðili notaðist við einhverskonar prumpusprengju á Lebowski bar á laugardaginn og tæmdi staðinn á svipstundu. Eigandi barsins hvetur aðilann til að stunda iðjuna heima hjá sér frekar en á skemmtistöðum og börum. Innlent 16. ágúst 2022 13:51
Skærin sett í frost Hárgreiðslumeistarinn Ásgeir Hjartarson hefur sett skærin í frost í bili eftir að hafa tekið að sér nýtt verkefni við að hanna og reka veitingastaðinn Black Dragon Rvk við Hafnartorg. Kokkarnir Hjörtur Saithong Ingþórsson og Guðmundur Ágúst Heiðarsson koma til með að standa vaktina í eldhúsinu. Lífið 15. ágúst 2022 15:30
Vatnaskil í lífi Geirs: „Ég er svo sem vanur því að hoppa út í djúpar laugar“ „Þetta gerðist allt svo hratt,“ segir Geir Sveinsson nýráðinn bæjarstjóri Hveragerðis í viðtali við Bakaríið síðasta laugardag. Lífið 15. ágúst 2022 12:31
VERA mathöll hefur opnað dyrnar Vera mathöll opnaði í Vatnsmýri um helgina en um er að ræða mathöll þar sem átta veitingastaðir verða með rekstur sinn. Lífið 10. ágúst 2022 15:01
Veitingamenn á Suðurnesjum hugsa sér gott til glóðarinnar Jóhann Issi Hallgrímsson veitingamaður er nú að skoða hvort ekki megi koma upp veitingavagni á gosslóð til að þjónusta þær þúsundir sem ekki hlýða Víði og vilja skoða gosið. En skortur á starfsfólki setur strik í reikninginn. Innlent 4. ágúst 2022 14:39
Hjartagarðurinn – birtingarmynd vanda í hönnun og skipulagi „Það er kannski pínulítil ráðgáta hvers vegna þetta hefur ekki gengið betur, þarna er gott skjól og sólin skín, tiltölulega lág hús í kringum garðinn“. Þessi orð um Hjartagarðinn í Reykjavík, milli Laugavegs og Hverfisgötu, lét borgarfulltrúi í Reykjavík falla nýlega. Ástæðan er að garðurinn reynist ekki draga að sér það mannlíf sem gert var ráð fyrir. Skoðun 2. ágúst 2022 12:00
Stækka Glerártorg og bæta við mathöll Áform eru uppi um stækkun Glerártorgs sem mun þá innihalda 500 fermetra mathöll. Stefnt er að endurskipulagningu verslunarmiðstöðvarinnar og fjölgun bílastæða. Viðskipti innlent 31. júlí 2022 15:27
„Yfirleitt klárast hann“ Hrafnhildur Andrésdóttir stendur vaktina í veitingatjaldi ÍBV í dalnum um helgina og segir lundann yfirleitt seljast upp á hátíðinni en hún segir krakkana vera spennta að smakka. Lífið 30. júlí 2022 18:00
Simmi selur Bryggjuna og einbeitir sér að Minigarðinum Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hefur selt veitingastaðinn Bryggjuna. Hann segist hafa ákveðið að minnka við sig og einbeita sér að rekstri skemmti- og veitingastaðarins Minigarðsins. Viðskipti innlent 28. júlí 2022 13:23
Mcdonald's hækkar verð á ostborgara í fyrsta sinn í fjórtán ár Skyndibitakeðjan McDonald's hefur hækkað verð á ostborgurum sínum í Bretlandi og Írlandi í fyrsta sinn í meira en fjórtán ár til að bregðast við kostnaðarhækkunum. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent í Bretlandi og hefur ekki verið meiri í yfir 40 ár. Viðskipti erlent 27. júlí 2022 15:06
Sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay er kominn til landsins Samkvæmt heimildum fréttastofu er heimsfrægi kokkurinn Gordon Ramsay á landinu um þessar mundir en fyrr í kvöld sást til hans á veitingastaðnum Sushi Social. Lífið 26. júlí 2022 22:12
22 ára og rekur einn vinsælasta veitingastaðinn á Ströndum Hún er ekki nema tuttugu og tveggja ára en á og rekur einn vinsælasta veitingastað á Ströndum, Café Riis á Hólmavík. Hér erum við að tala um Guðrúnu Áslu Atladóttur, sem hefur auk þessa lokið BA-gráðu í arkitektúr. Innlent 26. júlí 2022 14:05
Tap Spaðans nam 51 milljón króna Spaðinn tapaði alls 51 milljón króna árið 2021, samanborið við tveggja milljóna króna tap árið áður. Viðskipti innlent 23. júlí 2022 13:49
Á brattann að sækja en Hjartagarðurinn sé ekki misheppnaður Rekstraraðilar í Hjartagarðinum eru ósammála borgarfulltrúa um að torgið sé misheppnað, eftir þær breytingar sem þar hafa orðið á undanförnum árum. Svæðið sé ekki jafn laust við mannlíf og fólk tali oft um. Innlent 21. júlí 2022 23:00
Veitingamenn segja menningarskipti eiga sér stað í íslensku næturlífi Veitingamenn segja nokkrar breytingar hafa orðið á skemmtanalífi í miðbænum eftir að faraldrinum lauk. Fólk fari nú oft fyrr heim, sé rólegra og djammið dreifist betur yfir vikuna. Innlent 21. júlí 2022 22:00
Miami lokað og nýs eiganda leitað Skemmtistaðurinn Miami á Hverfisgötu hefur verið lokaður frá byrjun júlí og nú er nýs eiganda leitað til þess að taka við rekstri skemmtistaðarins. Viðskipti innlent 21. júlí 2022 15:21
Matarvagn Silla valinn besti götubitinn í þriðja sinn Silli kokkur var ótvíræður sigurvegari hinnar árlegu Götubitahátíðar sem haldin var í Hljómskálagarðinum nú um helgina. Innlent 17. júlí 2022 19:51