Lægð fer norðaustur yfir landið Febrúarmánuður endar með nokkrum gulum viðvörunum, en lægð fer norðaustur yfir landið í dag. Hvasst verður á landinu norðvestanverðu með éljum og lélegu skyggni en hægari vindur í öðrum landshlutum. Veður 28. febrúar 2022 07:39
Magnaðar myndir af óveðrinu síðastliðna viku Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis fangaði magnaðar myndir af óveðrinu sem gengið hefur yfir landið síðustu daga. Vitlaust veður hefur víða verið hér á landi síðustu daga, nú eða eiginlega síðan í byrjun árs. Innlent 26. febrúar 2022 07:01
Komu til landsins í rauðri viðvörun og fara í appelsínugulri Hús voru rýmd á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu og rafmagnslaust varð á hluta landsins í óveðri sem gekk yfir landið í dag. Ferðamenn sem sátu fastir vegna lokunar Reykjanesbrautar hafa notið Íslandsdvalarinnar, þrátt fyrir veðravíti síðustu daga. Innlent 25. febrúar 2022 21:01
Upptaka úr myndavél: Stórhætta myndaðist þegar þak rifnaði af Afleiðingar af aftakaveðri á suðvesturhorninu í dag voru margvíslegar; þar á meðal fauk þak af iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Ljóst er að tjónið er verulegt. Innlent 25. febrúar 2022 19:56
Hátt í hundrað verkefni vegna veðursins í dag Veðrið gekk frekar hratt niður upp úr klukkan þrjú á Suðvesturhorninu og er því farið að róast hjá björgunarsveitum. Þó hefur áfram borið á verkefnum á Vestur- og Norðurlandi. Rétt fyrir fjögur höfðu björgunarsveitir farið í um hundrað verkefni um allt land. Innlent 25. febrúar 2022 17:08
Rúmlega fimmtíu útköll björgunarsveita Björgunarsveitarmenn hafa verið kallaðir út í rúmlega fimmtíu útköll vegna óveðursins. Talsvert er um fasta bíla á Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði og í Borgarnesi. Innlent 25. febrúar 2022 13:20
Rýma heimili á Tálknafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Fólk í nokkrum húsum í Tálknafirði og á Patreksfirði var fyrir hádegi beðið um að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu en hættustig er í gildi. Innlent 25. febrúar 2022 11:39
Veðurvaktin: Enn ein lægðin gengur yfir landið Djúp lægð gengur yfir landið í dag og hefur Veðurstofan af því tilefni gefið út gular og appelsíngular viðvaranir um allt land. Innlent 25. febrúar 2022 09:01
Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum og reikna með frekari lokunum Búið er að loka Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði, en stöðugt hefur bætt í vind á þeim slóðum. Von er á miklu óveðri á landinu í dag og má því fastlega reikna með að fleiri vegum verið lokað í dag. Innlent 25. febrúar 2022 07:38
Appelsínugular viðvaranir þegar óveður gengur yfir landið í dag Djúp lægð, um 950 millibara, er komin inn á Grænlandshaf og sendir hún óveður yfir landið í dag. Appelsínugular eða gular viðvaranir hafa verið gefnar út um allt land. Veður 25. febrúar 2022 07:27
Óvissa með færð á fjölmörgum vegum Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu vegna vega sem viðbúið er að fari á óvissustig á morgun eða lokist. Óvissustig Almannavarna er í gildi víða um land fyrri hluta dags á morgun. Innlent 24. febrúar 2022 21:29
Óvissustigi lýst yfir vegna slæmrar veðurspár Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular viðvaranir á morgun og nú er einnig búið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna veðursins sem framundan er. Innlent 24. febrúar 2022 20:24
Foreldrar gætu þurft að sækja börn í skóla á morgun Enn ein appelsínugula viðvörnunin er í gildi á morgun en viðvaranir verða í gildi á öllu landinu. Innlent 24. febrúar 2022 19:59
Allt í lagi að kíkja á djammið annað kvöld — í galla Á miðnætti í kvöld verður öllum sóttvarnatakmörkunum aflétt, hvort tveggja innanlands og á landamærum. Það þýðir að skemmtistaðir geta opnað á fullum afköstum fram á nótt í fyrsta sinn frá því í júlí. Innlent 24. febrúar 2022 17:16
Enn ein veðurviðvörunin Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular og gular veðurviðvaranir fyrir morgundaginn. Veðurviðvaranir eru í gildi á öllu landinu á morgun. Innlent 24. febrúar 2022 15:21
Hvöss norðanátt víða á landinu Framan af degi er hvöss norðanátt nokkuð víða á landinu og skafrenningur, auk þess að það snjóar norðan- og austanlands. Það lægir smám saman í dag. Veður 24. febrúar 2022 09:40
Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. Innlent 23. febrúar 2022 22:05
Hellisheiðinni lokað á nýjan leik og fjöldi bíla fastur Lokað var fyrir umferð um Hellisheiðina klukkan 9:40 í morgun. Nokkur fjöldi bíla er fastur í Hveradalabrekku. Opið er fyrir umferð um Sandskeið og Þrengsli. Innlent 23. febrúar 2022 10:32
Appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum og Snæfellsnesi Veðurofsinn er ekki alveg yfirgenginn, þá sérstaklega ekki fyrir íbúa Snæfellsness, Vestfjarða og Norðurlands en stormur mun ríða yfir svæðin í dag. Veður 23. febrúar 2022 06:41
Búið að losa flesta bílana sem festust á heiðinni Vel hefur gengið að moka snjó frá þeim bílum sem festust í Þrengslunum og á Hellisheiði í gær. Björgunarsveitir unnu að því í dag og í kvöld að losa fjölda bifreiða sem setið hafa fastar. Innlent 22. febrúar 2022 22:44
Stutt í næstu lægð eftir sannkallað aftakaveður Óvenju sterkar vindhviður mældust í aftakaveðrinu sem gekk yfir í nótt og slógu í hátt í sjötíu metra á sekúndu á hálendinu, sem er með því hærra sem sést hefur. Víðtækar samgöngu- og rafmagnstruflanir urðu, þök rifnuðu af húsum og uppblásið íþróttahús í Hveragerði jafnaðist við jörðu. Veðurfræðingur segir að næsta lægð, sem væntanleg er á föstudag, líti ekki sérstaklega vel út. Innlent 22. febrúar 2022 19:38
Erum enn á lægðarbrautinni: „Við getum ekki hrósað happi alveg strax“ Gera má ráð fyrir áframhaldandi lægðargang næstu daga. Rauðar viðvaranir tóku gildi í gær á suðvesturhorni landsins, í annað sinn í þessum mánuði og í þriðja sinn frá því að litakóðunarkerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun árið 2017. Innlent 22. febrúar 2022 17:57
Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. Innlent 22. febrúar 2022 14:57
Gróðurhús með átján þúsund jarðarberjaplöntum stórskemmt „Það verða engin ber héðan út þetta ár og fram á mitt næsta að minnsta kosti,“ segir Hólmfríður Geirsdóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Jarðarberjalands í Reykholti í Bláskógabyggð. Innlent 22. febrúar 2022 13:06
Horfa til Eyja þar sem staðan er mjög erfið Allt er er nú gert til þess að reyna að koma á rafmagni í Vestmannaeyjum þar sem varaafl dugir ekki til þess að knýja bæjarlífið áfram. Hús eru farin að kólna. Innlent 22. febrúar 2022 13:01
Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Innlent 22. febrúar 2022 11:43
Ólína telur smáa letrið lýsa hrappshætti Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir rithöfundur sem búsett er í Reykjavík lenti í leka vegna asahláku og skýfalls. Af því að vatnið kemur að utan segir hún tryggingafélagið Vörð stikkfrí. Hún telur sig og aðra fórnarlambs hins svokallaða smáaleturs. Innlent 22. febrúar 2022 10:03
Björgunarsveitin í Keflavík bjargaði tveimur mönnum naumlega úr höfninni Björgunarsveitin í Keflavík var á fullu í alla nótt, eins og björgunarsveitir um allt land, til að koma í veg fyrir alls konar tjón, fok á ruslatunnum, þakplötum og öllu þessu „klassíska“. Eitt útkall stóð þó framar öðrum, þegar tveir ungir menn urðu innlyksa í höfninni. Innlent 22. febrúar 2022 08:51
Veðurvaktin: Viðvaranir enn í gildi og miklar samgöngutruflanir Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi víða um land vegna lægðarinnar sem nú liggur yfir landinu. Þegar fram líður á morgun breytast viðvaranirnar margar hverjar í gular áður en þær falla úr gildi um miðjan dag í dag. Veður 22. febrúar 2022 06:19
Hafa mestar áhyggjur af vatnstjóni í borginni Almannavarnir biðla til fólks, sérstaklega þeirra sem búa á suðvesturhorninu, að huga vel að niðurföllum við hús sín og í næsta nágrenni fyrir kvöldið. Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna óveðurs í kvöld þar sem spáð er mikilli úrkomu. Innlent 21. febrúar 2022 14:59