Veður

Á­fram­haldandi vest­læg átt og dá­lítil væta

Atli Ísleifsson skrifar
Gera má ráð fyrir að hiti verði á bilinu átta til tuttugu stig, hlýjast austantil.
Gera má ráð fyrir að hiti verði á bilinu átta til tuttugu stig, hlýjast austantil. Vísir/Vilhelm

Hæð suður af landinu verður þar áfram næstu daga sem mun hafa í för með sér áframhaldandi vestlæga átt. Skýjað verður að mestu vestantil með dálítilli vætu af og til en reikna má með smá sól í gegnum skýin öðru hverju.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði bjart að mestu austantil á landinu og hlýtt en heldur svalara á annesjum með líkum á þokusúld.

„Vestlæg átt 5-13 í dag en heldur hvassara syðst á landinu og á Ströndum. Skýjað með köflum og sums staðar dálítil væta eða súld vestantil en bjart að mestu um austanvert landið. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast austantil.

Vestan og suðvestan 8-15 m/s á Vestfjörðum og á Norðurlandi á morgun en annars hægari. Rigning eða súld með köflum en bjart og þurrt fyrir austan en þar eru líkur á þokusúld á annesjum. Hiti breytist lítið.

Mjög svipað veður á föstudag en úrkomuminna síðdegis. Eins og áður fremur svalt fyrir vestan en hlýtt austan- og suðaustantil,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag og laugardag: Suðvestan og vestan 5-13 m/s, hvassast norðvestantil og með suðurströndinni. Súld eða dálítil rigning með köflum vestan- og norðvestanlands, annars bjartara og yfirleitt þurrt, en líkur á þokulofti við ströndina. Hiti 8 til 19 stig, hlýjast fyrir austan.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Suðvestlæg eða breytileg átt, yfirleitt 3-8 m/s. Skýjað með dálítilli þokusúld á vetanverðu landinu, en að mestu bjart austantil. Hiti 8 til 17 stig.

Á miðvikudag: Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu, en lengst af þurrt norðaustanlands. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×