Þetta segir spá Veðurstofunnar fyrir daginn í dag.
Þar segir að það verði suðvestlæg átt þrír til tíu metrar á sekúndu og að hiti verði á bilinu átta til sautján stig, þar af verði mildast fyrir austan. Á morgun dragi úr úrkomu en bætir í vind og það kólni. Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings eru hitatölur á leið niður næstu daga en þær fari svo aftur upp á fimmtudag.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Veðurhorfur næsta daga verða svona samkvæmt Veðurstofunni:
Á mánudag: Suðvestlæg eða breytileg átt þrír til tíu metrar á sekúndu, en átta til þrettán með suðausturströndinni. Skýjað að mestu og stöku skúrir, hiti sjö til tólf stig. Bjart með köflum á Suðaustur- og Austurlandi með hita að sautján stigum.
Á þriðjudag og miðvikudag: Suðvestan og vestan fimm til þrettán metrar á sekúndu. Skýjað og úrkomulítið, en bjart með köflum um landið austanvert. Hiti fimm til fjórtán stig, hlýjast suðaustantil.
Á fimmtudag og föstudag: Suðlæg átt, rigning með köflum og hiti sjö til tólf stig, en lengst af bjart um landið norðaustanvert og hiti þrettán til átján stig.
Á laugardag: Útlit fyrir vestlæga átt og vætu fyrir norðan, en bjart syðra. Kólnar í veðri, einkum norðan heiða.