Veður

Veður


Fréttamynd

Skýjað í dag og skúrir um allt land

Í dag verður skýjað að mestu og skúrir í flestum landshlutum samkvæmt Veðurstofunni. Hiti verði tíu til sautján stig og hlýjast norðaustan til. Næstu daga er áfram spáð skúrum eða rigningu.

Veður
Fréttamynd

Veðrið gæti orðið ferða­fólki til vand­ræða

Útlit er fyrir vestlæga átt vestantil en hæga norðlæga átt austantil á landinu í dag. Síst er útlit fyrir skúri á Suðurlandi en þó víða annarsstaðar. Hámarkshiti gæti náð 18 stigum suðaustan til og milt veður er á öllu landinu. Þegar kvölda tekur nálgast lægð úr suðvestri og hvessir sunnan og vestan til í fyrramálið.

Veður
Fréttamynd

Gul viðvörun í gildi fyrir Austfirði

Skammt suðaustur af Hornafirði er allkröpp lægð á norðurleið. Í hugleiðingum Veðurfræðings hjá Veðurstofunni segir að sökum hennar sé nú norðanáttin ríkjandi á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Lægð yfir landinu þessa vikuna

Útlit er fyrir rigningu og norðanátt þessa vikuna. Skýjað og víða lítilsháttar væta verður í dag, en seinnipartinn má búast við meiri vætu fyrir austan með vaxandi norðanátt, samkvæmt vef Veðurstofunnar. 

Innlent
Fréttamynd

Rigningasuddi og grámygla sunnan-og vestantil um helgina

Lægð úr suðvestri mun valda usla um helgina einkum sunnan og vestantil. Veðurfræðingur segist varla sjá nokkra vonarglætu í veðrinu á Suðurlandi um helgina, þar verði rigningasuddi. Framkvæmdastjóri Kótelettunnar eygir enn von um sólargeisla.

Innlent
Fréttamynd

Erfið nótt hjá ferða­mönnum í Laugar­dalnum

Vonskuveður gekk yfir landið í dag og útlit fyrir áframhaldandi lægðagang næstu daga. Hundruð ferðamanna sátu föst í skálum á hálendinu og hér á höfuðborgarsvæðinu var allt á floti á tjaldstæðinu í Laugardal eftir nóttina.

Innlent
Fréttamynd

Brotin tjöld og ekkert skyggni vegna sandfoks

Land­verðir á Fjalla­baki ráð­leggja fólki al­farið frá því að ferðast inn á svæðið í dag. Þar sitja hundruð ferða­manna og bíða af sér veðrið í skálum á svæðinu en eins og er er afar hvasst þar og lítið sem ekkert skyggni vegna sand­foks.

Innlent
Fréttamynd

Föst í lægð út mánuðinn

Veðrið hefur ekki beint leikið við landsmenn þetta sumarið og virðist reyndar alls ekki ætla að gera það ef marka má langtímaspár. Þær gera ráð fyrir reglulegum lægðum og úrkomu út júlímánuð.

Innlent
Fréttamynd

Vellirnir á floti og dagskrá Landsmóts frestað

Fresta þarf dagskrá vegna veðurs á Landsmóti hestamanna sem nú stendur yfir á Gaddstaðaflötum á Hellu. Leiðindaveður er á svæðinu, rok og rigning. Pollar eru á keppnisvöllunum og aðstæður til sýningarhalds afleitar.

Sport
Fréttamynd

Felli­hýsi og trampólín fjúka út á götu

Gular veðurviðvaranir eru í gildi víða á landinu í dag vegna hvassviðris. Engin veðurviðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu en þar hefur lögregla þó fengið tilkynningar um nokkuð fok lausamuna. Fólk er hvatt til að ganga vel frá lausamunum utandyra í dag og tryggja vel að trampólín og hjólhýsi séu vel fest eða í skjóli.

Innlent
Fréttamynd

Gul viðvörun víða um land

Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðausturland, miðhálendi og Norðurland eystra og vestra í dag. Á miðhálendi og Norðurlandi verður viðvörunin í gildi til klukkan 21 en á Suðausturlandi verður hún í gildi alveg fram á miðnætti. Veðurstofan hvetur vegfarendur til að aka varlega á þessum slóðum. Að auki verður rigning með köflum í flestum landshlutum.

Veður
Fréttamynd

Lítið um sumarveður næstu daga

Lítið virðist vera um sumarveður á næstu dögum en samkvæmt Veðurstofu liggur Ísland í lægðarbraut um þessar mundir. Því valdi öflug og þaulsetin lægð úti fyrir Biskajaflóa, sem beinir lægðum norður eftir til Íslands.

Veður
Fréttamynd

Leifar norðan­áttarinnar lifa enn við ströndina

Útlit er fyrir breytilega átt á landinu í dag, víðast hvar á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu. Norðanátt hefur hrellt íbúa í norðausturfjórðungi landsins undanfarið og leifar af henni lifa enn úti við ströndina. Má reikna með norðvestan strekkingi þar þar til síðdegis.

Veður
Fréttamynd

Hlýtt í veðri í dag

Framan af degi verður rólegt veður þó það sé þungbúið nú í morgunsárið, síðan bætir í vind og skýjahulan lyftir sér yfir daginn. Þá verður hlýtt í veðri í dag á sunnan- og vestanverðu landinu, allt að 20 stig þar sem best lætur en búast má við síðdegisskúrum á stöku stað.

Innlent
Fréttamynd

Allt að tuttugu stiga hiti

Í dag verður veðrinu misskipt milli landshluta að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Svalast verður við norðurströndina en hiti gæti náð allt að tuttugu stigum sunnanlands.

Innlent
Fréttamynd

Fátt um fína drætti í júlí en ágúst lofar góðu

Rætt var við Sigurð Þ. Ragnarsson, veðurfræðing sem betur er þekktur sem Siggi Stormur, í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að veðrið í júlí verði bland í poka. Besta veðrið verði líklegast á Suðurlandi um helgina og síðan á Norðurlandi helgina eftir.

Innlent
Fréttamynd

Svalt loft yfir landinu og mildast syðst

Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, yfirleitt fimm til þrettán metrum á sekúndu. Reiknað er með lítilsháttar vætu á Norður- og Austurlandi, en annars bjart með köflum. Þó má búast má við síðdegisskúrum suðaustantil á landinu.

Veður