Innlent

Hvasst á sunnanverðu landinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Búast má við tiltölulega hvössum vindrengjum á sunnaverðu landinu í dag.
Búast má við tiltölulega hvössum vindrengjum á sunnaverðu landinu í dag. Vísir/Vilhelm

Búast má við hvassviðri á sunnanverðu landinu fram eftir degi. Skil nálgast landið úr suðaustri og snýst því í norðaustanátt í dag með kalda og stiningskalda víða og dálítilli vætu. Þó mun rofa til um landið suðvestanvert.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands en þar segir að seint í dag færist úrkomusvæði yfir Norðaustur- og Austurland með samfelldri rigningu.

Í spá dagsins segir að í dag muni ganga í norðaustan 8-15 m/s en 13-20 m/s syðst á landinu fram eftir degi. Samfelld úrkoma verði á norðan og austanverðu landinu í dag og hiti verði fjögur til 13 stig suðvestantil.

Á morgun verði norðan og norðaustan 8-15 m/s, rigning um landið norðanvert en að mestu bjart að sunnan. Hiti fjögur til ellefu stig.

Á þriðjudag:

Norðaustan og norðan 5-13 m/s. Rigning á norðurhelmingi landsins, en skýjað með köflum sunnanlands og líkur á stöku skúrum. Hiti 3 til 8 stig.

Á miðvikudag:

Norðaustan 5-15, hvassast norðvestantil. Rigning með köflum, en líkur á slyddu fyrir norðan. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag:

Austan og norðaustanátt og slydda eða rigning, en væta með köflum á Suður- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:

Norðaustanátt og rigning víða um land. Heldur hlýnandi.

Á laugardag:

Norðlæg átt og rigning eða slydda, einkum norðanlands. Hiti 1 til 9 stig, mildast suðaustantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×