Veður

Veður


Fréttamynd

Rjúfa veginn til að vernda nýju brúna

Vegagerðin mun rjúfa Skeiða- og Hrunamannaveg í sundur við brúna yfir Stóru-Laxá á morgun til þess að vernda nýja brú sem þar er nú í smíðum. Reiknað er með vatnavöxtum á næstu dögum vegna yfirvofandi hlýinda.

Innlent
Fréttamynd

Kastar fram hug­mynd um mjúk­lokun sem stoppi van­búna bíla

„Við sjáum þetta þannig að lokanir eru til gagns sé þeim beitt rétt, sagði Harald Teitsson, formaður félags hópferðaleyfishafa og formaður hópbifreiðanefndar Samtaka ferðaþjónustunnar á fundi Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu stofnunarinnar. Harald varpaði fram þeirri hugmynd að beita mætti svokallaðri mjúklokun vega í meira mæli, þegar veður eru válynd.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er hús­eig­andans að passa upp á“

Grýlukerti og klakabunkar sem víða sjást á húsþökum þessa dagana geta verið stórhættuleg þegar þau falla. Forvarnafulltrúi segir að húseigendur geti borið ábyrgð á tjóni sem af hlýst vegna klaka og grýlukerta. Þau geti reynst mjög hættuleg.

Innlent
Fréttamynd

Mikið frost og léttskýjað

Í dag er spáð norðlægri átt 5-13 m/s í dag, en 13-18 við austurströndina. Víða léttskýjað, en skýjað með köflum og sums staðar skafrenningur austanlands. Frost verður á bilinu 5 til 18 stig.

Veður
Fréttamynd

Telur að fasta rútan hafi greitt götu björgunarsveita

Bóndi í Vestur-Skaftafellssýslu sem aðstoðaði rútu sem festi sig í tvígang í ófærð á jóladag segir að björgunarsveitir hafi átt greiðari leið með fólk í skjól vegna þess að eigendur rútunnar fengu hann til hjálpar. Lögreglurannsókn á málinu stendur yfir.

Innlent