Yfir tuttugu gráður með mígandi rigningu næstu helgi Lovísa Arnardóttir skrifar 25. júní 2024 15:31 Á Húsavík verður líklega mjög gott veður næsta sunnudag. Vísir/Vilhelm Eflaust eru margir farnir að huga að veðrinu næstu helgi fyrir útilegur og önnur ferðalög. Á vef Veðurstofunnar segir að á laugardag verði hlýjast á Suðausturlandi og að hiti gæti þar náð tuttugu stigum. Á sunnudag verður svo hlýjast á Norðausturlandi og gæti hitinn náð 24 stigum. Trausti Jónsson veðurfræðingur fjallar um spána á bloggi sínu Hungurdiskum og vísar í veðurlíkan Evrópureiknimiðstöðvarinnar. Hann hafði um helgina spáð miklum hlýindum í innsveitum um land allt, eða allt að 25 stigum, en í gær hafði líkanið uppfært reikningana og er þá hlýindum spáð á sunnudag en samkvæmt nýju reikningunum fylgir þeim „mígandi rigning“ á Suðurlandi. Á Norðaustur- og Austurlandi verði mjög hlýtt, en aðeins í skamma stund. „Þetta eru fjórðungarnir sem eru líklegastir til að vera heitastir þessa tvo daga,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur á Veðurstofunni. Í spá Veðurstofunnar má sjá að á laugardag á að vera um hádegi hlýjast við Kirkjubæjarklaustur þar sem er spáð sól og 17 stiga hita. Í Árnesi verða þá um fimmtán gráður og á Akureyri um 12 gráður á sama tíma og um níu á höfuðborgarsvæðinu. Síðdegis á laugardag verður hitastigið komið upp í tuttugu gráður á Kirkjubæjarklaustri, sautján í Árnesi, ellefu á höfuðborgarsvæðinu og um fjórtán á Akureyri. Mjög hlýtt og rakt loft á leið til landsins Á sunnudeginum verði blautt þegar það kemur mjög hlýtt og rakt loft yfir landið. „Það hangir þurrt í norðausturfjórðungnum,“ segir Teitur og að þar verði bæði sól og hlýtt loft. Samkvæmt spá verða þá til dæmis um 18 stig um hádegi á Kirkjubæjarklaustri og 19 við Egilsstaði. Þar verður svo farið að rigna um klukkan 15. Í Árnesi, þar sem verður hlýtt á laugardag, er svo spáð mígandi rigningu á sunnudag um hádegisbil og 13 stiga hita. Það verður líklega töluverð blíða á Egilsstöðum á sunnudag.Vísir/Vilhelm Hlýjast verður á landinu á Norðausturlandi á sunnudag. Þá er spáð um 21 stiga hita á Akureyri og Húsavík um hádegisbil og nítján gráðum á Egilsstöðum. Á sama tíma verða um fjórtán gráður á höfuðborgarsvæðinu og mikil rigning. Síðdegis er svo spáð allt að 24 stiga hita á Akureyri og 22 gráðum á Egilsstöðum. Þá er enn rigning á Kirkjubæjarklaustri og hitastigið aðeins 16 gráður. Stutt gaman Á veðurvef Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings, blika.is, er einnig fjallað um þetta veður. Þar segir að hitinn sem sé á leið til landsins sé angi hitabylgju sem nú ríður yfir norðausturhluta Bandaríkjanna. Hann segir að hitinn verði líklega mestur á sunnudag. „Blika spáir 20 stiga hita en hráspá og óleiðrétt spá frá ECMWF sýnir allt að 27 stiga hita síðdegis á sunnudag á Egilsstaðaflugvelli,“ segir Einar í sinni umfjöllun. Það verði gott fyrir landann að njóta þess því eftir það muni svalt loft aftur ná yfirhöndinni fyrstu dagana í júlí. Veður Færð á vegum Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Sjá meira
Trausti Jónsson veðurfræðingur fjallar um spána á bloggi sínu Hungurdiskum og vísar í veðurlíkan Evrópureiknimiðstöðvarinnar. Hann hafði um helgina spáð miklum hlýindum í innsveitum um land allt, eða allt að 25 stigum, en í gær hafði líkanið uppfært reikningana og er þá hlýindum spáð á sunnudag en samkvæmt nýju reikningunum fylgir þeim „mígandi rigning“ á Suðurlandi. Á Norðaustur- og Austurlandi verði mjög hlýtt, en aðeins í skamma stund. „Þetta eru fjórðungarnir sem eru líklegastir til að vera heitastir þessa tvo daga,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur á Veðurstofunni. Í spá Veðurstofunnar má sjá að á laugardag á að vera um hádegi hlýjast við Kirkjubæjarklaustur þar sem er spáð sól og 17 stiga hita. Í Árnesi verða þá um fimmtán gráður og á Akureyri um 12 gráður á sama tíma og um níu á höfuðborgarsvæðinu. Síðdegis á laugardag verður hitastigið komið upp í tuttugu gráður á Kirkjubæjarklaustri, sautján í Árnesi, ellefu á höfuðborgarsvæðinu og um fjórtán á Akureyri. Mjög hlýtt og rakt loft á leið til landsins Á sunnudeginum verði blautt þegar það kemur mjög hlýtt og rakt loft yfir landið. „Það hangir þurrt í norðausturfjórðungnum,“ segir Teitur og að þar verði bæði sól og hlýtt loft. Samkvæmt spá verða þá til dæmis um 18 stig um hádegi á Kirkjubæjarklaustri og 19 við Egilsstaði. Þar verður svo farið að rigna um klukkan 15. Í Árnesi, þar sem verður hlýtt á laugardag, er svo spáð mígandi rigningu á sunnudag um hádegisbil og 13 stiga hita. Það verður líklega töluverð blíða á Egilsstöðum á sunnudag.Vísir/Vilhelm Hlýjast verður á landinu á Norðausturlandi á sunnudag. Þá er spáð um 21 stiga hita á Akureyri og Húsavík um hádegisbil og nítján gráðum á Egilsstöðum. Á sama tíma verða um fjórtán gráður á höfuðborgarsvæðinu og mikil rigning. Síðdegis er svo spáð allt að 24 stiga hita á Akureyri og 22 gráðum á Egilsstöðum. Þá er enn rigning á Kirkjubæjarklaustri og hitastigið aðeins 16 gráður. Stutt gaman Á veðurvef Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings, blika.is, er einnig fjallað um þetta veður. Þar segir að hitinn sem sé á leið til landsins sé angi hitabylgju sem nú ríður yfir norðausturhluta Bandaríkjanna. Hann segir að hitinn verði líklega mestur á sunnudag. „Blika spáir 20 stiga hita en hráspá og óleiðrétt spá frá ECMWF sýnir allt að 27 stiga hita síðdegis á sunnudag á Egilsstaðaflugvelli,“ segir Einar í sinni umfjöllun. Það verði gott fyrir landann að njóta þess því eftir það muni svalt loft aftur ná yfirhöndinni fyrstu dagana í júlí.
Veður Færð á vegum Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Sjá meira