Ekki útlit fyrir neina hitabylgju á næstunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. júní 2024 12:06 Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur, setur mikla fyrirvara við greiningu á langtímaspám en telur þó að heldur kalt loft verði yfir landinu á næstu vikum. vísir/gva Á næstu vikum verður loftið í kringum Ísland líklega óvenju kalt miðað við árstíma. Hitastigið gæti þó orðið skaplegra á vissum svæðum inn til landsins að sögn veðurfræðings. Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson ritaði í morgun pistil þar sem hann bendir á lágt hitastig á Austurlandi. Það hafi til dæmis haldist í kringum fjórar gráður nærri Stöðvarfirði síðustu daga. Einar sagði reynsluna sýna að slíkt gæti orðið viðvarandi í sumar. Rétt þótti að bera svo váleg tíðindi undir annan veðurfræðing og bendir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, á að Austur-Íslands straumurinn sé þar orsakavaldurinn ásamt austlægum áttum. „En á næstu vikum á að vera aðeins kaldari sjór í kringum okkur, í kringum Ísland í rauninni í heild sinni, heldur en er almennt á þessum árstíma og það getur verið að þau finni frekar fyrir því á Austurlandi vegna þess að þar er þessi kaldi straumur. Svo þegar það verður ennþá kaldara hefur það þessi áhrif,“ segir Birta. Hún telur þó ekki sanngjarnt gagnvart íbúum á Austurlandi að tala um kuldaskeið. „Það orð hefur kannski hefur aðrar tengingar í mínum huga og það er til dæmis búið að vera aðeins kaldara á spásvæði Norðvestan til á landinu síðustu vikurnar. En vissulega er tíðarfarið ekki búið að vera hagstætt upp á hita svona heilt yfir.“ Gott sums staðar Spurningin hvort landsmenn geti þó enn haldið í vonina um gott sumar brennur eflaust á mörgum. Lengri tíma gögn liggja fyrir en Birta setur mikla fyrirvara við lestur í þau. Þó sé hægt að segja að ekki sé útlit fyrir neina hitabylgju á næstunni. „Með alla eðlilega fyrirvara, að þá er á næstu vikum aðeins kaldara loft en venjulega í kringum landið. Staðbundið inn til landsins gæti hitinn þó farið yfir meðallag og þá er sólin kannski aðeins að hjálpa. Og það skiptist á að vera á Vesturlandi og Austurlandi,“ segir Birta. Veður Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson ritaði í morgun pistil þar sem hann bendir á lágt hitastig á Austurlandi. Það hafi til dæmis haldist í kringum fjórar gráður nærri Stöðvarfirði síðustu daga. Einar sagði reynsluna sýna að slíkt gæti orðið viðvarandi í sumar. Rétt þótti að bera svo váleg tíðindi undir annan veðurfræðing og bendir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, á að Austur-Íslands straumurinn sé þar orsakavaldurinn ásamt austlægum áttum. „En á næstu vikum á að vera aðeins kaldari sjór í kringum okkur, í kringum Ísland í rauninni í heild sinni, heldur en er almennt á þessum árstíma og það getur verið að þau finni frekar fyrir því á Austurlandi vegna þess að þar er þessi kaldi straumur. Svo þegar það verður ennþá kaldara hefur það þessi áhrif,“ segir Birta. Hún telur þó ekki sanngjarnt gagnvart íbúum á Austurlandi að tala um kuldaskeið. „Það orð hefur kannski hefur aðrar tengingar í mínum huga og það er til dæmis búið að vera aðeins kaldara á spásvæði Norðvestan til á landinu síðustu vikurnar. En vissulega er tíðarfarið ekki búið að vera hagstætt upp á hita svona heilt yfir.“ Gott sums staðar Spurningin hvort landsmenn geti þó enn haldið í vonina um gott sumar brennur eflaust á mörgum. Lengri tíma gögn liggja fyrir en Birta setur mikla fyrirvara við lestur í þau. Þó sé hægt að segja að ekki sé útlit fyrir neina hitabylgju á næstunni. „Með alla eðlilega fyrirvara, að þá er á næstu vikum aðeins kaldara loft en venjulega í kringum landið. Staðbundið inn til landsins gæti hitinn þó farið yfir meðallag og þá er sólin kannski aðeins að hjálpa. Og það skiptist á að vera á Vesturlandi og Austurlandi,“ segir Birta.
Veður Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira