Veður

Veður


Fréttamynd

Fötluð kona föst í flug­vél með stífluðu klósetti

Fötluð kona hefur setið föst í vél Icelandair í rúmlega tíu klukkutíma. Vinir hennar sem komust úr vélinni segja klósettin í vélinni vera stífluð og að enginn matur sé þar. Það virðist sem fáir á flugvellinum nái einhverju sambandi við Icelandair til að nálgast upplýsingar um stöðu mála. 

Innlent
Fréttamynd

Flugi af­lýst og fólk enn fast í flug­vélum níu tímum eftir lendingu

Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi sínu til Norður-Ameríku og Evrópu utan flugs til Ósló og Kaupmannahafnar sem seinkað verður fram á kvöld. Aftakaveður er á flugvellinum svo ekki er talið öruggt að fara með stigabíla að flugvélum sem eru úti á vellinum. Farþegar sex véla sitja því enn fastir.

Innlent
Fréttamynd

Byrjað að opna vegi aftur

Hið slæma veður sem herjað hefur á Íslendinga í dag er byrjað að ganga niður á suðvesturhorni landsins. Akstursskilyrði eru enn slæm víða og fjallavegir enn lokaðir. Þá gæti veður versnað frekar í öðrum landshlutum.

Innlent
Fréttamynd

Hurð rifnaði af flugvallarbíl

Hurð rifnaði af bíl á Keflavíkurflugvelli fyrir skömmu. Vindhraði er mikill á vellinum og erfiðlega hefur gengið að ná fólki út úr flugvélum sem sitja þar fastar.

Innlent
Fréttamynd

Hafa nú verið í vélinni í um tólf klukku­stundir

Farþegar í flugi Icelandair frá New York í nótt hafa nú varið um tólf klukkustundum um borð í flugvélinni, þar af sex á flugbraut í Keflavík. Einn farþeganna segir stemninguna í vélinni merkilega góða miðað við aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Ár flæddu hvergi yfir bakka sína á Suðurlandi

Ekki flæddi yfir bakka neinna áa á Suðurlandi í dag og mikil rigning hafði hvergi teljanleg áhrif á svæðinu. Ölfusá við Selfoss hefur hagað sér vel en áfram verður þó fylgst grannt með rennsli árinnar en ekki hefur sést eins mikill ís í ánni í hálfa öld.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er með ævintýri til að segja frá“

Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út á skíðasvæðið í Hlíðarfjall við Akureyri í dag þegar önnur stólalyftan þar bilaði, með þeim afleiðingum að 21 skíðakappi sat fastur í á þriðja tíma í lyftunni. Ástralskur ferðamaður sem sat fastur var ánægður með viðbragð björgunaraðila.

Innlent
Fréttamynd

Aukið álag þegar líður á daginn

Mikill viðbúnaður er hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en búist var við miklu álagi vegna veðursins í dag. Börn voru til að mynda send heim úr Fossvogsskóla vegna leka frá þaki og inn í kennslustofur. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri í aðgerðarstjórn slökkviliðsins segir álag á viðbragðsaðila vera mikið.

Innlent
Fréttamynd

Hálka, þæfingsfærð og ófært víða

Samkvæmt Vegagerðinni eru hálkublettir og mikill vatnselgur á vegum á höfuðborgarsvæðinu. Þá er krapi á Hellisheiði og í Þrengslum og þæfingsfærð á Mosfellsheiði. Hálkublettir og mikill vatnselgur á Reykjanesbraut og flughált á Suðurstrandavegi og Krýsuvíkurvegi norðan Vatnsskarðs.

Innlent
Fréttamynd

Gular viðvaranir taka gildi ein af annarri

Gular viðvaranir hafa nú tekið gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og á Miðhálendinu. Þá eru í gildi viðvaranir vegna hættu á flóðum, snjóflóðum og krapaflóðum.

Innlent
Fréttamynd

Kona varð úti í óveðrinu rétt fyrir jól

Kona á fertugsaldri varð úti í óveðrinu sem gekk hér yfir dagana 17. til 19. desember. Konan var búsett ofarlega við Esjumela í Mosfellsbæ og var á leið heim til sín fótgangandi þegar hún lést. 

Innlent
Fréttamynd

Lita­dýrðin rakin til eld­gossins öfluga hinum megin á hnettinum

Ef til vill hafa Íslendingar tekið eftir því að sólarupprás og sólarlag síðustu daga hafa verið í litskrúðugri kantinum. Að öllum líkundum má rekja ástæður þess og uppruna eitt ár aftur í tímann og í 15 þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi, til eyríkisins Tonga í Kyrrahafi.

Innlent