„Það er allt búið að vera á floti hérna“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. júlí 2024 17:50 Verið var að moka efni úr á í Grundarfirði með þessari gröfu, þegar flæddi hressilega upp úr árbakkanum. Hún var tekin upp úr vatninu og komst lífs af. Björg Ágústsdóttir Gífurleg úrkoma hefur verið víða um vestanvert landið síðustu daga. Í Grundarfirði er úrkoman „algerlega fáheyrð“ þar sem úrkoma mældist 227,1 mm frá kl 9 í gær til 9 í dag. Víða hefur flætt yfir tún og vegi. Bóndi í Dölum segir „fína og snyrtilega lindará“ við bæ hennar nú líta út eins og heljarinnar jökulsá. Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar hefur áhyggjur af ástandi vega og álagi á fráveitukerfinu. „Þetta er svaaakalegt. Síðan í dag og í gær hefur rignt alveg svakalega. Hér var úrhelli allan daginn í gær, og maður sá bara hvernig áin óx, þetta er bara klikkun!“ segir Rebecca Catharine Kaad Ostenfeld, bóndi á Hólum, bóndabæ og dýraathvarfi, í Hvammsveit í Dölum. Hún birti myndir sem sýna gífurlega vatnavexti sem urðu í Laxá í Hvammsveit, sem rennur framhjá bæ hennar. „Okkar litla á, sem er yfirleitt hrein og fín á sumrin, núna er hún eins og Jökulsá,“ segir Rebecca. Laxá í Hvammsveit í Dölum í gær. Rebecca segir hana yfirleitt tæra og fína á þessum tíma árs.Rebecca Catharine Kaad Ostenfeld Áin í dag. Eitthvað hefur minnkað í henni frá gærdeginum, en ennþá er hún mun umfangsmeiri en venjan er á þessum tíma árs, segir Rebecca.Rebecca Catharine Kaad Ostenfeld Rebecca segir að hún og krakkar hennar hafi einmitt átt veiðidag í ánni, þegar úrhellisrigningin var í gær. Þau gátu auðvitað ekki farið að veiða. „Krakkarnir voru bara í sorg hérna!“ segir hún, en svo segir hæun að þetta sé í lagi og þau fari bara að veiða seinna. Endurnar vildu ekki leika sér í ánni „Það var svo vont veður í ánni í gær, að endurnar mínar sem venjulega slappa af í ánni allan daginn stóðu bara á bakkanum og horfðu á ánna. Svo í morgun voru þær farnar að svamla aftur,“ segir Rebecca. Hjalti Freyr, bóndi og eiginmaður Rebeccu, segir að aldrei hafi verið svona mikill vatnagangur í ánni á þessum tíma árs. „Þetta hefur stundum gerst að vori í miklum umhleypingum og leysingum, en ekki í júlí,“ segir hann. Áin flæddi verulega yfir venjulega árbakkann.Rebecca Catharine Kaad Ostenfeld Hann hafi áður séð ánna í svona ham, en ekki á þessum tíma árs. „Þetta er eitthvað alveg nýtt fyrir manni.“ Hann segir að verið sé að leggja nýjan veg um sveitina, og það hafi runnið aðeins úr vegöxlinni. „Svosem ekkert mikið, en rann engu að síður aðeins úr kantinum á veginum.“ Aurskriða féll yfir veginn í Svínadal í gær, og vegurinn var lokaður í um hálftíma meðan verið var að hreinsa hann. Guðrúnarlaug í Sælingsdalstungu, mjög drullug vegna úrhellis síðustu daga. Ekkert sérstaklega freistandi að dýfa sér ofan í.Rebecca Catharine Kaad Ostenfeld Flæddi yfir veginn báðum megin Grundarfjarðar Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, segir að flætt hafi yfir Snæfellsnesveg, bæði vestan og austan við bæinn. Rigningin í gær hafi verið gríðarleg. ÚffBjörg Ágústsdóttir Rigningin er ennþá mikil, þótt dregið hafi verulega úr henni frá því í gær. „Það er varla farandi út með hundinn!“ sagði hún, en þegar fréttastofa setti sig í samband við hana í dag var hún að gera sig klára fyrir göngutúr dagsins. Vatnið rennur yfir veginn vestan Grundarfjarðar í gær.JÓK Björg hefur áhyggjur af þjóðveginum á svæðinu, en hún segir veikleika vera á veginum á Snæfellsnesi sem mikil rigning til lengri tíma geti haft slæm áhrif á. Það séu svæði „þar sem undirbygging vega, ástand þeirra og klæðningar bjóða ekki upp á það að taka við svona mikilli rigningu.“ Víða séu brotnir kantar úr klæðningunni, og þar sem kvarnast hefur úr köntum myndist pollar og þannig geti vegurinn orðið hættulegur vegfarendum. „Þannig þetta er ekki á bætandi.“ Hér flæddi hressilega yfir túnið.Björg Ágústsdóttir Einnig ráði fráveitukerfið illa við svona mikla rigningu. Nú fari öll rigning í fráveitukerfi bæjarins, sameinist skólpi og fari út í sjó. Þegar rigni svona mikið valdi það miklu álagi á kerfið, en það geti leitt til þess að upp úr flæði úr niðurföllum hjá fólki. Það hafi þó ekki gerst í gær. Hér hefur flætt yfir tún.Björg Ágústsdóttir Björg segir bæinn farinn af stað í verkefni sem snýst um að taka betur á móti rigningunni, og reyna aðskilja hana þannig hún fari ekki í fráveitukerfið. Til dæmis standi til að búa til fleiri svæði þar sem náttúran tekur við þessu, en með því að hafa fleiri græn svæði sem eru gegndræp, losni þau við meira rigningarvatn. Í verkefninu sé unnið eftir stefnu sem miðar að því að taka betur á móti rigningarvatni. Kirkjufell, alltaf tignarlegt.Björg Ágústsdóttir Áin var verulega vatnsmikil.Björg Ágústsdóttir „Við höfum sem betur fer ekki búið við hættu af skriðuföllum,“ segir Björg. Engu að síður geti tjón orðið við það þegar tún og vegir séu umflotin vatni. Hér þyrfti maður helst stígvél.Björg Ágústsdóttir Mikill litamunur er á sjónum og öllu vatninu úr leysingunum.Björg Ágústsdóttir Þetta gæti allt eins verið heljarinnar jökulsáBjörg Ágústsdóttir Pollur í grasinu í Grundarfirði. Fuglar spóka sig.Björg Ágústsdóttir islensktsumar.isBjörg Ágústsdóttir Í Kolgrafarfirði.Björg Ágústsdóttir Myndir frá skotsvæðinu í Kolgrafarfirði.Björg Ágústsdóttir Jahérna hér.Björg Ágústsdóttir Veður Grundarfjörður Dalabyggð Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
„Þetta er svaaakalegt. Síðan í dag og í gær hefur rignt alveg svakalega. Hér var úrhelli allan daginn í gær, og maður sá bara hvernig áin óx, þetta er bara klikkun!“ segir Rebecca Catharine Kaad Ostenfeld, bóndi á Hólum, bóndabæ og dýraathvarfi, í Hvammsveit í Dölum. Hún birti myndir sem sýna gífurlega vatnavexti sem urðu í Laxá í Hvammsveit, sem rennur framhjá bæ hennar. „Okkar litla á, sem er yfirleitt hrein og fín á sumrin, núna er hún eins og Jökulsá,“ segir Rebecca. Laxá í Hvammsveit í Dölum í gær. Rebecca segir hana yfirleitt tæra og fína á þessum tíma árs.Rebecca Catharine Kaad Ostenfeld Áin í dag. Eitthvað hefur minnkað í henni frá gærdeginum, en ennþá er hún mun umfangsmeiri en venjan er á þessum tíma árs, segir Rebecca.Rebecca Catharine Kaad Ostenfeld Rebecca segir að hún og krakkar hennar hafi einmitt átt veiðidag í ánni, þegar úrhellisrigningin var í gær. Þau gátu auðvitað ekki farið að veiða. „Krakkarnir voru bara í sorg hérna!“ segir hún, en svo segir hæun að þetta sé í lagi og þau fari bara að veiða seinna. Endurnar vildu ekki leika sér í ánni „Það var svo vont veður í ánni í gær, að endurnar mínar sem venjulega slappa af í ánni allan daginn stóðu bara á bakkanum og horfðu á ánna. Svo í morgun voru þær farnar að svamla aftur,“ segir Rebecca. Hjalti Freyr, bóndi og eiginmaður Rebeccu, segir að aldrei hafi verið svona mikill vatnagangur í ánni á þessum tíma árs. „Þetta hefur stundum gerst að vori í miklum umhleypingum og leysingum, en ekki í júlí,“ segir hann. Áin flæddi verulega yfir venjulega árbakkann.Rebecca Catharine Kaad Ostenfeld Hann hafi áður séð ánna í svona ham, en ekki á þessum tíma árs. „Þetta er eitthvað alveg nýtt fyrir manni.“ Hann segir að verið sé að leggja nýjan veg um sveitina, og það hafi runnið aðeins úr vegöxlinni. „Svosem ekkert mikið, en rann engu að síður aðeins úr kantinum á veginum.“ Aurskriða féll yfir veginn í Svínadal í gær, og vegurinn var lokaður í um hálftíma meðan verið var að hreinsa hann. Guðrúnarlaug í Sælingsdalstungu, mjög drullug vegna úrhellis síðustu daga. Ekkert sérstaklega freistandi að dýfa sér ofan í.Rebecca Catharine Kaad Ostenfeld Flæddi yfir veginn báðum megin Grundarfjarðar Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, segir að flætt hafi yfir Snæfellsnesveg, bæði vestan og austan við bæinn. Rigningin í gær hafi verið gríðarleg. ÚffBjörg Ágústsdóttir Rigningin er ennþá mikil, þótt dregið hafi verulega úr henni frá því í gær. „Það er varla farandi út með hundinn!“ sagði hún, en þegar fréttastofa setti sig í samband við hana í dag var hún að gera sig klára fyrir göngutúr dagsins. Vatnið rennur yfir veginn vestan Grundarfjarðar í gær.JÓK Björg hefur áhyggjur af þjóðveginum á svæðinu, en hún segir veikleika vera á veginum á Snæfellsnesi sem mikil rigning til lengri tíma geti haft slæm áhrif á. Það séu svæði „þar sem undirbygging vega, ástand þeirra og klæðningar bjóða ekki upp á það að taka við svona mikilli rigningu.“ Víða séu brotnir kantar úr klæðningunni, og þar sem kvarnast hefur úr köntum myndist pollar og þannig geti vegurinn orðið hættulegur vegfarendum. „Þannig þetta er ekki á bætandi.“ Hér flæddi hressilega yfir túnið.Björg Ágústsdóttir Einnig ráði fráveitukerfið illa við svona mikla rigningu. Nú fari öll rigning í fráveitukerfi bæjarins, sameinist skólpi og fari út í sjó. Þegar rigni svona mikið valdi það miklu álagi á kerfið, en það geti leitt til þess að upp úr flæði úr niðurföllum hjá fólki. Það hafi þó ekki gerst í gær. Hér hefur flætt yfir tún.Björg Ágústsdóttir Björg segir bæinn farinn af stað í verkefni sem snýst um að taka betur á móti rigningunni, og reyna aðskilja hana þannig hún fari ekki í fráveitukerfið. Til dæmis standi til að búa til fleiri svæði þar sem náttúran tekur við þessu, en með því að hafa fleiri græn svæði sem eru gegndræp, losni þau við meira rigningarvatn. Í verkefninu sé unnið eftir stefnu sem miðar að því að taka betur á móti rigningarvatni. Kirkjufell, alltaf tignarlegt.Björg Ágústsdóttir Áin var verulega vatnsmikil.Björg Ágústsdóttir „Við höfum sem betur fer ekki búið við hættu af skriðuföllum,“ segir Björg. Engu að síður geti tjón orðið við það þegar tún og vegir séu umflotin vatni. Hér þyrfti maður helst stígvél.Björg Ágústsdóttir Mikill litamunur er á sjónum og öllu vatninu úr leysingunum.Björg Ágústsdóttir Þetta gæti allt eins verið heljarinnar jökulsáBjörg Ágústsdóttir Pollur í grasinu í Grundarfirði. Fuglar spóka sig.Björg Ágústsdóttir islensktsumar.isBjörg Ágústsdóttir Í Kolgrafarfirði.Björg Ágústsdóttir Myndir frá skotsvæðinu í Kolgrafarfirði.Björg Ágústsdóttir Jahérna hér.Björg Ágústsdóttir
Veður Grundarfjörður Dalabyggð Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira