Úrkoma á stórum hluta landsins í dag Lægð er nú stödd norður af Langanesi og færist hún til suðvesturs og með henni úrkoma sem nær yfir stóran hluta landsins í dag. Sömuleiðis kemur yfir svalari loftmassi en verið hefur yfir okkur upp á síðkastið. Veður 21. ágúst 2023 07:15
Skín við sólu Skagafjörður eða stefnir í snjókomu? Þeir sem skoðuðu veðurspá fyrir Skagafjörð fyrir morgundaginn hafa rekið upp stór augu þegar þeir sáu að snjókomu var spáð frá klukkan 11 til 17. Að sögn veðurfræðings er biluðum hitamæli sennilega um að kenna. Veður 20. ágúst 2023 23:55
Hiti yfir tuttugu stig í Reykjavík í fyrsta sinn í sumar Hitinn fór yfir tuttugu gráður í Reykjavík í dag og er það í fyrsta sinn sem það gerist í sumar. Líkur á tuttugu stiga hita í Reykjavík eru almennt litlar en minnka ört eftir miðjan ágúst. Í Garðabænum náði hitinn 22,3 gráðum. Veður 20. ágúst 2023 19:06
Víðáttumikil lægð veldur allhvössum vindi syðst á landinu Víðáttumikil lægð langt suður í hafi veldur austlægum vindi á landinu, sums staðar allhvössum og hviðóttum syðst fram á morgundag. Veður 18. ágúst 2023 07:17
Úrkomusvæðin fjarlægjast, gestum Menningarnætur til gleði Spáð er suðvestanátt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu, með rigningu og súld, einkum vestanlands. Það verður þó þurrt að kalla norðaustantil og styttir víða upp suðvestanlands í kvöld. Veður 17. ágúst 2023 07:26
Útlit fyrir þokkalega bjarta menningarnótt Það er útlit fyrir þokkalega bjarta menningarnótt, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Lægðin sem liggur suður af suðvesturhorni landsins mun láta að sér kveða í næstu viku. Veður 16. ágúst 2023 10:28
Mikil lægð mun stjórna veðrinu næstu daga Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag þar sem verður skýjað og væta af og til en þurrt að kalla og bjartara yfir fyrir austan. Veður 16. ágúst 2023 07:09
Skýjað vestantil og smávæta af og til Suðvestlæg átt verður ríkjandi í dag og á morgun og verður því skýjað að mestu vestantil á landinu með smávætu af og til. Veður 15. ágúst 2023 07:13
Hæglætisveður, léttskýjað og hiti að tuttugu stigum Hæðarhryggur er nú yfir landinu og heldur lægðunum fjarri. Veðurstofan gerir ráð fyrir hæglætisveðri og víða léttskýjuðu, en sums staðar þokubökkum eða súld úti við austurströndina. Veður 14. ágúst 2023 06:49
Það er algjör bongóblíða Það verður víða rjómablíða í dag, en þó verður áfram lágskýjað austantil og eins gæti verið vart við þokuloft hér og þar í fyrstu. Sólin mun bræða það fljótt og vel. Innlent 13. ágúst 2023 09:58
Viðrar frábærlega til gleðigöngu Blíðskaparveður er og verður í höfuðborginni í dag og viðrar frábærlega til gleðigöngu sem fer af stað klukkan tvö frá Hallgrímskirkju. Veður 12. ágúst 2023 09:41
Rigning með köflum en styttir upp síðdegis Veðurstofan gerir ráð fyir austan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag, en þrettán til átján metrum syðst. Rigning með köflum sunnan- og suðvestanlands, en styttir upp síðdegis. Skýjað austanlands, en allvíða bjartviðri norðantil á landinu. Veður 11. ágúst 2023 06:27
Gengu upp á fjall á versta tíma í gær Tveir fjallgöngugarpar sem héldu af stað í göngu upp á Reykjaborg við Mosfellsbæ í blíðskaparverðri síðdegis í gær urðu að koma sér niður með snarhasti vegna mikils eldingaveðurs sem gerði skyndilega vart við sig í næsta nágrenni. Innlent 9. ágúst 2023 11:40
Djúp lægð veldur vaxandi austanátt sunnantil Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, en öllu vindasamara austantil. Búast má við léttskýjuðu veðri suðvestantil, en annars skýjað með köflum og lítilsháttar vætu við austurströndina. Veður 9. ágúst 2023 07:11
Haglél og þrumuveður í Þorlákshöfn Haglél fellur þessa stundina á Suðurlandi. Í Þorlákshöfn er mikil ofankoma sem er af völdum þrumuveðurs sem gengur nú yfir. Veður 8. ágúst 2023 18:49
Fólk bíði með fjallgöngur nálægt borginni meðan á þrumuveðri stendur Þrumuveður hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu seinni partinn í dag. Veðurfræðingur segir veðrið hafa borist innan úr landi með norðanátt til höfuðborgarsvæðisins. Innlent 8. ágúst 2023 17:30
Þægilegur sumarhiti næstu daga en lægð á leiðinni Spáð er þægilegum sumarhita á landinu næstu daga þar sem nálgast gæti tuttugu stig í innsveitum þegar best lætur. Veður 8. ágúst 2023 07:13
Þurrt framan af en skúrir eftir hádegi Það verður breytileg átt í dag, víða þrír til átta metrar á sekúndu, en hvassara á Suðausturlandi. Skýjað með köflum og þurrt til að byrja með en eftir hádegi myndast skúrir á víð og dreif á sunnan- og vestanverðu landinu, annars bjart og þurrt. Veður 7. ágúst 2023 08:26
Styttir upp með kvöldinu Allvíða verða skúrir í dag en draga mun úr úrkomu í kvöld. Því ætti að viðra ágætlega til þess að skemmta sér á útihátíðum víðast hvar. Veður 6. ágúst 2023 08:17
Veðrið að skýrast um helgina Spáð er suðaustlægri eða breytilegri vindátt í dag, þremur til átta metrar á sekúndu og verður skýjað með köflum víða á landinu. Dálítil rigning á suðvestanverðu landinu en annars líkur á dálitlum skúrum, einkum inn til landsins og bætir í skúrina eftir hádegi. Yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Hiti ellefu til sextán stig. Veður 5. ágúst 2023 07:26
Heimshöfin heitari en nokkru sinni fyrr Hiti sjávar hefur aldrei verið hærri en meðalhiti sjávar á allri jörðinni náði 20.9 stigum í vikunni sem er að líða. Erlent 4. ágúst 2023 08:54
Fínasta veður í kortunum Nú fer stærsta ferðamannahelgi ársins að bresta á og veðurspá virðist hafa skánað síðasta sólarhringinn. Veður 4. ágúst 2023 07:25
„Ekki verslunarmannahelgin þar sem allt fýkur til fjandans“ Veðurfræðingur segir milt veður í kortunum um land allt um verslunarmannahelgina. Fólk þurfi þó að hafa heppnina með sér til að sleppa algjörlega við úrkomu. Helgin bjóði upp á þokkalega sumardaga hvað hitastigið varði. Helst sjáist til sólar á Norðurlandi og Vestfjörðum. Innlent 3. ágúst 2023 12:44
Skipta með sér skýjunum Spáð er hægri vestlægri eða breytilegri vindátt í dag og björtu veðri að mestu suðvestantil en skýjað með köflum og dálitlum skúri í öðrum landshlutum. Líkur eru á skúrum á víð og dreif en úrkomumagnið yfirleitt lítið. Léttir til norðan- og austanlands um kvöldið. Hiti 9 til 17 stig og hlýjast suðvestantil. Veður 3. ágúst 2023 07:09
„Þurfum engu að kvíða þó það blotni aðeins“ Það skiptast á skin og skúrir um verslunarmannahelgina ef spár ganga eftir. Veðurfræðingur segir að besta veðrið verði líklegast á austanverðu landinu í byrjun helgar en á sunnudeginum verði prýðis veður um land allt. Innlent 2. ágúst 2023 12:00
Lægðir fyrir sunnan land hafa áhrif á veður hér Áfram er útlit fyrir aðgerðalítið veður á landinu í dag og gert ráð fyrir norðlægri átt og þremur til tíu metrum á sekúndu. Skýjað og lítils háttar væta verður norðan- og austanlands og skúrir á Suðausturlandi. Veður 2. ágúst 2023 07:07
Þoka víða um land: Hafa ekki séð til gossins í nótt Víða um land er lágskýjað og þoka og er lítill vindur á landinu. Flestar mælistöðvar Veðurstofu Íslands sýna minna en fjóra metra á sekúndu. Líklega mun þó birta til í dag og er von á skúrum og þá sérstaklega síðdegis. Innlent 1. ágúst 2023 07:44
Rigning á föstudag en síðan hæglætisveður Senn líður að mestu ferðahelgi ársins, Verslunarmannahelginni, og eflaust fjöldi fólks sem hefur hug á því að elta veðrið, sem hefur verið misgott við fólk eftir landshlutum það sem af er sumri. Veður 30. júlí 2023 21:43
Leifar af fellibyl orsaka óvissu með veðrið um verslunarmannahelgina Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að óvissa sé með það hvernig veðrið verður á Íslandi um verslunarmannahelgina. Leifar af fellibyl orsaka óvissuna en að sögn veðurfræðings koma leifarnar þó ekki til Íslands. Veður 30. júlí 2023 14:57
Hlýtt og bjart á Vesturlandi en skýjað annars staðar Norðaustlæg eða breytileg átt í dag, víða gola eða kaldi en strekkingur við suðausturströndina. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil væta, en bjartara veður á Vesturlandi. Hiti á bilinu átta til sautján stig. Veður 29. júlí 2023 08:32