Veður

Veður


Fréttamynd

Það er algjör bongóblíða

Það verður víða rjómablíða í dag, en þó verður áfram lágskýjað austantil og eins gæti verið vart við þokuloft hér og þar í fyrstu. Sólin mun bræða það fljótt og vel. 

Innlent
Fréttamynd

Rigning með köflum en styttir upp síð­degis

Veðurstofan gerir ráð fyir austan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag, en þrettán til átján metrum syðst. Rigning með köflum sunnan- og suðvestanlands, en styttir upp síðdegis. Skýjað austanlands, en allvíða bjartviðri norðantil á landinu.

Veður
Fréttamynd

Gengu upp á fjall á versta tíma í gær

Tveir fjall­göngu­garpar sem héldu af stað í göngu upp á Reykja­borg við Mos­fells­bæ í blíð­skapar­verðri síð­degis í gær urðu að koma sér niður með snar­hasti vegna mikils eldinga­veðurs sem gerði skyndi­lega vart við sig í næsta ná­grenni.

Innlent
Fréttamynd

Djúp lægð veldur vaxandi austan­átt sunnan­til

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, en öllu vindasamara austantil. Búast má við léttskýjuðu veðri suðvestantil, en annars skýjað með köflum og lítilsháttar vætu við austurströndina.

Veður
Fréttamynd

Þurrt framan af en skúrir eftir hádegi

Það verður breytileg átt í dag, víða þrír til átta metrar á sekúndu, en hvassara á Suðausturlandi. Skýjað með köflum og þurrt til að byrja með en eftir hádegi myndast skúrir á víð og dreif á sunnan- og vestanverðu landinu, annars bjart og þurrt.

Veður
Fréttamynd

Styttir upp með kvöldinu

Allvíða verða skúrir í dag en draga mun úr úrkomu í kvöld. Því ætti að viðra ágætlega til þess að skemmta sér á útihátíðum víðast hvar.

Veður
Fréttamynd

Veðrið að skýrast um helgina

Spáð er suðaustlægri eða breytilegri vindátt í dag, þremur til átta metrar á sekúndu og verður skýjað með köflum víða á landinu. Dálítil rigning á suðvestanverðu landinu en annars líkur á dálitlum skúrum, einkum inn til landsins og bætir í skúrina eftir hádegi. Yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Hiti ellefu til sextán stig.

Veður
Fréttamynd

„Ekki verslunar­manna­helgin þar sem allt fýkur til fjandans“

Veðurfræðingur segir milt veður í kortunum um land allt um verslunarmannahelgina. Fólk þurfi þó að hafa heppnina með sér til að sleppa algjörlega við úrkomu. Helgin bjóði upp á þokkalega sumardaga hvað hitastigið varði. Helst sjáist til sólar á Norðurlandi og Vestfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Skipta með sér skýjunum

Spáð er hægri vestlægri eða breytilegri vindátt í dag og björtu veðri að mestu suðvestantil en skýjað með köflum og dálitlum skúri í öðrum landshlutum. Líkur eru á skúrum á víð og dreif en úrkomumagnið yfirleitt lítið. Léttir til norðan- og austanlands um kvöldið. Hiti 9 til 17 stig og hlýjast suðvestantil.

Veður
Fréttamynd

Lægðir fyrir sunnan land hafa áhrif á veður hér

Áfram er útlit fyrir aðgerðalítið veður á landinu í dag og gert ráð fyrir norðlægri átt og þremur til tíu metrum á sekúndu. Skýjað og lítils háttar væta verður norðan- og austanlands og skúrir á Suðausturlandi.

Veður
Fréttamynd

Rigning á föstudag en síðan hæglætisveður

Senn líður að mestu ferðahelgi ársins, Verslunarmannahelginni, og eflaust fjöldi fólks sem hefur hug á því að elta veðrið, sem hefur verið misgott við fólk eftir landshlutum það sem af er sumri.

Veður
Fréttamynd

Áfram sumar og sól í dag

Það verður áfram bjart og hlýtt í suðvesturfjórðungi landsins, en norðan- og austanlands verður áfram skýjað og lítilsháttar væta. Það verður norðaustlæg átt og strekkingur á norðvestanverðu landinu og með suðausturströndinni.

Veður
Fréttamynd

Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár

Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði. 

Erlent
Fréttamynd

Bjart og hlýtt sumar­veður víða í dag

Norðaustlægar áttir verða ríkjandi á landinu í dag, skýjað að mestu en víða bjartviðri sunnan- og vestanlands. Það verður gott útivistarveður um helgina og fram í næstu viku, úrkomulítið og líkur á sólarglennum í flestum landshlutum.

Veður
Fréttamynd

„Eitt­hvað sem við munum aldrei gleyma“

Rúður brotnuðu, bílar skemmdust og fjöldi fólks slasaðist þegar haglélsstormur dundi yfir Norður-Ítalíu í fyrradag. Íslendingur á svæðinu segist enn vera að átta sig á því sem gerðist, höglin hafi verið á stærð við golfkúlur.

Innlent
Fréttamynd

Lægð veldur all­hvössum austan­vindi

Lægð suður í hafi veldur allhvössum austanvindi allra syðst á landinu en það verður hægari vindur annars staðar. Skýjað að mestu en þokuloft við norður- og austurströndina, skúrir inn til landsins og rigning með köflum suðaustanlands.

Veður