Fjöldi heimila enn án rafmagns Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2025 16:56 Veður hefur verið viðsjárvert á Austfjörðum undanfarið. Vísir/Sigurjón Enn er unnið að bilanaleit og viðgerðum á Austurlandi vegna viðamikils rafmagnsleysis. Rafmagnslausum viðskiptavinum RARIK á Austfjörðum fer fækkandi en þó eru enn 39 heimili án rafmagns. Í fréttatilkynningu frá RARIK segir að mestu muni um að síðdegis tókst að koma rafmagni aftur á í Stöðvarfirði en þar hafi 190 heimili og fyrirtæki verið rafmagnslaus. Fjöldi staura hafi brotnað og línur slitnað vegna ísingar í óveðrinu fyrir austan. Endanlegar viðgerðir á staurum og línum gætu tekið einhverja daga. RARIK eigi tiltækar varaaflsvélar sem verið sé að undirbúa og þurft gæti að tengja einstaka viðskiptavini við á meðan verið er að klára viðgerðir. Vinna sé komin vel í gang en þó sé óvíst hversu langan tíma þetta muni taka. Aðstæður fyrir austan hafi verið afar krefjandi. Hér að neðan má sjá samantekt RARIK á stöðunni eftir svæðum: Lón: Nokkur fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu í Lóni. Flestir viðskiptavinir hafa fengið rafmagn, m.a. með varaafli, en því miður eru enn nokkur heimili án rafmagns á þessu svæði. Verið er að undirbúa viðgerð. Djúpivogur til Álftafjarðar: Mikil ísing sligaði línur og olli rafmagnsleysi á svæðinu. Starfmenn vinnuflokks náðu að hreinsa ísinguna af og komst rafmagn aftur á rétt eftir klukkan 13:30 í dag. Ekki er gert ráð fyrir frekari truflunum þarna að óbreyttu. Tunga að Grænnípu: Í sunnaverðum Fáskrúðsfirði hafa línur slitnað og staurar brotnað. Búið er að koma rafmagni aftur á hluta þess svæðis sem fyrst varð rafmagnslaus en því miður eru nokkur heimili enn án rafmagns. Berunes að Vattarnesi: Í sunnanverðum Reyðarfirði var mikil ísing. Búið er að gera við línuslit en fleiri bilanir eru á línunni og því hefur ekki tekist að koma rafmagni á aftur. Berufjörður: Frá botni Berufjarðar og út norðanverðan fjörðinn er rafmagnslaust og þar eru 13 viðskiptavinir án rafmagns. Þar hafa staurar bæði brotnað og brunnið og lína slitnað. Viðgerð stendur yfir. Stöðvarfjörður: Búið er að tengja jarðstreng til Stöðvarfjarðar og spennusetja hann til að hægt sé að koma rafmagni á þar innanbæjar. Línan er illa farin og fjöldi staura brotinn og því mun einhver tími líða þar til næst að koma rafmagni aftur á í dreifbýli fjarðarins. Líklega þarf að koma því á með smærri varaaflsvélum. Þarna voru 190 heimili og fyrirtæki án rafmagns en hefur nú fækkað niður í 4 og vonir standa til að hægt verði að koma rafmagni á hjá þeim innan skamms. Veður Orkumál Rafmagn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá RARIK segir að mestu muni um að síðdegis tókst að koma rafmagni aftur á í Stöðvarfirði en þar hafi 190 heimili og fyrirtæki verið rafmagnslaus. Fjöldi staura hafi brotnað og línur slitnað vegna ísingar í óveðrinu fyrir austan. Endanlegar viðgerðir á staurum og línum gætu tekið einhverja daga. RARIK eigi tiltækar varaaflsvélar sem verið sé að undirbúa og þurft gæti að tengja einstaka viðskiptavini við á meðan verið er að klára viðgerðir. Vinna sé komin vel í gang en þó sé óvíst hversu langan tíma þetta muni taka. Aðstæður fyrir austan hafi verið afar krefjandi. Hér að neðan má sjá samantekt RARIK á stöðunni eftir svæðum: Lón: Nokkur fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu í Lóni. Flestir viðskiptavinir hafa fengið rafmagn, m.a. með varaafli, en því miður eru enn nokkur heimili án rafmagns á þessu svæði. Verið er að undirbúa viðgerð. Djúpivogur til Álftafjarðar: Mikil ísing sligaði línur og olli rafmagnsleysi á svæðinu. Starfmenn vinnuflokks náðu að hreinsa ísinguna af og komst rafmagn aftur á rétt eftir klukkan 13:30 í dag. Ekki er gert ráð fyrir frekari truflunum þarna að óbreyttu. Tunga að Grænnípu: Í sunnaverðum Fáskrúðsfirði hafa línur slitnað og staurar brotnað. Búið er að koma rafmagni aftur á hluta þess svæðis sem fyrst varð rafmagnslaus en því miður eru nokkur heimili enn án rafmagns. Berunes að Vattarnesi: Í sunnanverðum Reyðarfirði var mikil ísing. Búið er að gera við línuslit en fleiri bilanir eru á línunni og því hefur ekki tekist að koma rafmagni á aftur. Berufjörður: Frá botni Berufjarðar og út norðanverðan fjörðinn er rafmagnslaust og þar eru 13 viðskiptavinir án rafmagns. Þar hafa staurar bæði brotnað og brunnið og lína slitnað. Viðgerð stendur yfir. Stöðvarfjörður: Búið er að tengja jarðstreng til Stöðvarfjarðar og spennusetja hann til að hægt sé að koma rafmagni á þar innanbæjar. Línan er illa farin og fjöldi staura brotinn og því mun einhver tími líða þar til næst að koma rafmagni aftur á í dreifbýli fjarðarins. Líklega þarf að koma því á með smærri varaaflsvélum. Þarna voru 190 heimili og fyrirtæki án rafmagns en hefur nú fækkað niður í 4 og vonir standa til að hægt verði að koma rafmagni á hjá þeim innan skamms.
Veður Orkumál Rafmagn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira