Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2025 19:31 Björgunarsveitir hafa aðstoðað íbúa fyrir austan í dag. Landsbjörg Á annað hundrað íbúar á Austfjörðum þurftu að yfirgefa heimili sín í dag vegna aukinnar snjóflóðahættu. Íbúar hafa tekið ástandinu að æðruleysi segir verkefnastjóri hjá almannavörnum en ástandið hreyfir við mörgum í ljósi sögunnar. Rýmingarsvæðum á Seyðisfirði fjölgar í kvöld en ná að mestu yfir atvinnusvæði. Óvissustig vegna snjóflóðahættu tók gildi á Austfjörðum í hádeginu en þar er spáð mikilli snjókomu til fjalla. Þá tók rýming gildi á nokkrum svæðum klukkan sex í kvöld. Sjá einnig: Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Rýming á Seyðisfirði nær til atvinnusvæðis við Strandveg og Ránargötu, en nokkrir íbúar þurftu einnig að yfirgefa heimili sín sem eru innan rýmingarsvæðis. Þá var opnuð fjöldahjálparmiðstöð í Herðubreið um tíma í dag. Í Neskaupstað þurfti að rýma skilgreind atvinnusvæði við Norðfjarðarveg og Nausthvamm en rýmingin nær einnig til 37 heimila í íbúðahverfi þar sem á annað hundrað manns eru skráðir til heimilis. Íbúar þar geta enn leitað í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Viðbótarrýming tekur gildi klukkan 20 Í tilkynningu sem barst frá lögreglu nú í kvöld segir að alls búi um 170 manns á þeim svæðum sem rýmd voru í dag og eru allir komnir í húsaskjól. Þá var tekin ákvörðun um viðbótarrýmingu á þremur rýmingarreitum á Seyðisfirði til viðbótar, reitum SE03, SE04 og SE05, sem sjá má á myndinni hér að neðan í gulu. Um atvinnuhúsnæði er að ræða, meðal annars gistiheimili. Þegar þetta er skrifað stendur stendur rýming yfir og gert er ráð fyrir að henni ljúki fljótlega. Athygli er vakin á að öll starfsemi er óheimil í húsunum meðan á rýmingu stendur. Þau verða því lokuð á morgun. „Maður er bara fullur þakklætis fyrir allt þetta öfluga fólk í björgunarsveitunum sem hefur komið í dag, bæði hér í Neskaupsstað og Seyðisfirði, og á fleiri stöðum og aðstoðað,“ segir Jón Björn Hákonarson, verkefnastjóri almannavarna á Austfjörðum. Ástandið hreyfir við fólki í ljósi sögunnar Rýming hafi gengið fumlaust fyrir sig í dag og íbúar sýnt aðstæðum skilning. „Það eru auðvitað einhverjir ekki heima og kannski aðrir á svæðinu sem eru ekki skráðir til heimilis. Á Seyðisfirði var þetta minna, þar voru einungis skráðir níu en eru auðvitað miklu færri en þar er verið að rýma stærri svæði sem eru athafnasvæði og það er líka hér í Neskaupstað þannig þetta mun auðvitað hafa áhrif á fyrirtæki og fleira meðan að á þessu stendur,“ segir Jón Björn. Allir íbúar sem þufa að yfirgefa heimili sín ættu að vera komin með húsaskjól.Landsbjörg Hann ítrekar að ekki er um neyðarrýmingu að ræða heldur rýmingu í varúðarskyni af öryggisástæðum. „Margir, og flestir fóru til ættingja og vina og annað slíkt en einhverjir þurftu aðstoð við að finna sér húsnæði og það hefur verið leyst úr því í fjöldahjálparstöðinni og eins og staðan er núna þá eiga allir að vera komnir í hús,“ segir Jón Björn. Gengið er út frá því að rýming verði í gildi í mesta lagi í tvær nætur, fram á þriðjudag. „Auðvitað veit ég að þetta hreyfir við mörgum eftir bæði eftir rýmingarnar 2023 og flóðin. Og rétt fyrir jól, 20. Desember voru 50 ár liðin frá stóru snjóflóðunum 1974, auðvitað höfum verið að minnast þessa hræðilega viðburðar í Súðavík og auðvitað veit ég að þetta hefur allt áhrif á fólk. En stóra málið er að fólk tekur þessu af æðruleysi og það er svo mikilvægt,“ segir Jón. Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Óvissustig vegna snjóflóðahættu tók gildi á Austfjörðum í hádeginu en þar er spáð mikilli snjókomu til fjalla. Þá tók rýming gildi á nokkrum svæðum klukkan sex í kvöld. Sjá einnig: Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Rýming á Seyðisfirði nær til atvinnusvæðis við Strandveg og Ránargötu, en nokkrir íbúar þurftu einnig að yfirgefa heimili sín sem eru innan rýmingarsvæðis. Þá var opnuð fjöldahjálparmiðstöð í Herðubreið um tíma í dag. Í Neskaupstað þurfti að rýma skilgreind atvinnusvæði við Norðfjarðarveg og Nausthvamm en rýmingin nær einnig til 37 heimila í íbúðahverfi þar sem á annað hundrað manns eru skráðir til heimilis. Íbúar þar geta enn leitað í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Viðbótarrýming tekur gildi klukkan 20 Í tilkynningu sem barst frá lögreglu nú í kvöld segir að alls búi um 170 manns á þeim svæðum sem rýmd voru í dag og eru allir komnir í húsaskjól. Þá var tekin ákvörðun um viðbótarrýmingu á þremur rýmingarreitum á Seyðisfirði til viðbótar, reitum SE03, SE04 og SE05, sem sjá má á myndinni hér að neðan í gulu. Um atvinnuhúsnæði er að ræða, meðal annars gistiheimili. Þegar þetta er skrifað stendur stendur rýming yfir og gert er ráð fyrir að henni ljúki fljótlega. Athygli er vakin á að öll starfsemi er óheimil í húsunum meðan á rýmingu stendur. Þau verða því lokuð á morgun. „Maður er bara fullur þakklætis fyrir allt þetta öfluga fólk í björgunarsveitunum sem hefur komið í dag, bæði hér í Neskaupsstað og Seyðisfirði, og á fleiri stöðum og aðstoðað,“ segir Jón Björn Hákonarson, verkefnastjóri almannavarna á Austfjörðum. Ástandið hreyfir við fólki í ljósi sögunnar Rýming hafi gengið fumlaust fyrir sig í dag og íbúar sýnt aðstæðum skilning. „Það eru auðvitað einhverjir ekki heima og kannski aðrir á svæðinu sem eru ekki skráðir til heimilis. Á Seyðisfirði var þetta minna, þar voru einungis skráðir níu en eru auðvitað miklu færri en þar er verið að rýma stærri svæði sem eru athafnasvæði og það er líka hér í Neskaupstað þannig þetta mun auðvitað hafa áhrif á fyrirtæki og fleira meðan að á þessu stendur,“ segir Jón Björn. Allir íbúar sem þufa að yfirgefa heimili sín ættu að vera komin með húsaskjól.Landsbjörg Hann ítrekar að ekki er um neyðarrýmingu að ræða heldur rýmingu í varúðarskyni af öryggisástæðum. „Margir, og flestir fóru til ættingja og vina og annað slíkt en einhverjir þurftu aðstoð við að finna sér húsnæði og það hefur verið leyst úr því í fjöldahjálparstöðinni og eins og staðan er núna þá eiga allir að vera komnir í hús,“ segir Jón Björn. Gengið er út frá því að rýming verði í gildi í mesta lagi í tvær nætur, fram á þriðjudag. „Auðvitað veit ég að þetta hreyfir við mörgum eftir bæði eftir rýmingarnar 2023 og flóðin. Og rétt fyrir jól, 20. Desember voru 50 ár liðin frá stóru snjóflóðunum 1974, auðvitað höfum verið að minnast þessa hræðilega viðburðar í Súðavík og auðvitað veit ég að þetta hefur allt áhrif á fólk. En stóra málið er að fólk tekur þessu af æðruleysi og það er svo mikilvægt,“ segir Jón.
Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira