Innlent

Rýmt verður á Nes­kaup­stað og Seyðis­firði

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Veðurstofa Íslands telur hættu á að snjóflóðum á Austurlandi. Mynd úr safni.
Veðurstofa Íslands telur hættu á að snjóflóðum á Austurlandi. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Rýma þarf svæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði vegna mikillar snjóflóðahættu. Veðurstofa Íslands telur mikla hættu á snjóflóðum á svæðinu næstu daga. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi.

„Lögreglan er að vinna í því að hafa samband við fólk, bæði íbúðahús og atvinnureitir,“ segir Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu.

Í tilkynningu á frá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands hefst rýming klukkan 18 í kvöld. Búið er að lýsa yfir óvissustigi sem tók gildi klukkan tólf á hádegi.

Gera má ráð fyrir því að snjó geti bæst við til fjalla. Nokkur snjóflóð féllu á Austfjörðum í gær. Líklegt er að snjóflóðahætta eykst þegar líður á veðrið.

Veðrið á að ganga niður aðfaranótt þriðjudags.

Upp úr hádegi er spáð norðaustan þrettán til tuttugu metrar á sekúndu og mikilli snjókomu í dag og á morgun.

Gular og appelsínugular viðvaranir verða í gildi í dag og á morgun.Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×