Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Snjómoksturstæki hafa unnið að mokstri í alla nótt en þrátt fyrir það er færðin enn nokkuð þung og má búast við að umferðin gangi hægt framan af morgni. Innlent 29. október 2025 07:51
Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Innlent 29. október 2025 06:28
Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis. Veður 28. október 2025 23:34
Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Áfram eru miklar tafir á ferðum Strætó á höfuðborgarsvæðinu og eru farþegar beðnir um að sýna þolinmæði. Fimm strætisvagnar eru fastir en aðeins einn sagður trufla umferð. Engir vagnar eru á nagladekkjum. Innlent 28. október 2025 18:52
Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Veðurstofa Íslands hefur fært appelsínugular veðurviðvaranir niður í gular veðuviðvaranir. Veðurspáin sé betri en á horfðist. Veður 28. október 2025 18:15
Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Snjónum hefur kyngt niður í dag og stefndi lengi vel í að snjóstormur myndi ríða yfir í kvöld. Ekkert virðist ætla að verða af storminum en færðin er áfram illfær. Hvað er þá betra en að horfa á fólk sem innilokað vegna snjóstorms? Bíó og sjónvarp 28. október 2025 18:00
Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kona sem var á meðal á annað þúsund farþega sem biðu í nokkrar klukkustundir í flugvél á Keflavíkurflugvelli í morgun áður en fluginu var aflýst er ósátt við upplýsingagjöf Icelandair. Fjögurra tíma bið við farangursbeltin áður en tilkynnt var um þrjúleytið að engar töskur bærust hafi verið sérstaklega svekkjandi. Félagið harmar biðina. Innlent 28. október 2025 16:38
Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsliðskonur í fótbolta létu frestun fyrirhugaðs leiks við Norður-Írland í dag ekki á sig fá. Óljóst er hvenær leikurinn getur farið fram en þær aðstoðuðu þess í stað fólk í vanda á bílastæðum landsins. Fótbolti 28. október 2025 15:03
Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sundlaugum Reykjavíkur var lokað klukkan tvö í dag vegna appelsínugulrar veðurviðvörunar sökum mikillar snjókomu og skafrennings á höfuðborgarsvæðinu. Þær verða opnaðar aftur í fyrramálið venju samkvæmt. Innlent 28. október 2025 14:51
Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag. Veður 28. október 2025 13:58
Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Talsverð snjókoma hefur verið á suðvesturhorni landsins og áfram er spáð mikilli snjókomu í dag. Svæðisbundin snjóflóðaspá hefur verið uppfærð í appelsínugulan, sem þýðir töluverð hætta á snjóflóðum. Innlent 28. október 2025 13:34
Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Landsleik Íslands og Norður-Írlands í Þjóðadeild kvenna í fótbolta hefur verið aflýst. Hann mun ekki fara fram í Kórnum eins og vonir stóðu til um. Framhaldið er til skoðunar. Fótbolti 28. október 2025 13:09
Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Niðurstaða stöðufundar fulltrúa UEFA, KSÍ og knattspyrnusambands Norður-Írlands er sú að fyrirhugaður landsleikur Íslands og Norður-Íra geti ekki farið fram á Laugardalsvelli í dag. Fulltrúarnir eru á leið í Kórinn í Kópavogi í skoðunarferð og standa vonir til að leikurinn fari þar fram í kvöld. Fótbolti 28. október 2025 11:39
Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikil röskun hefur orðið á flugferðum frá landinu í morgun vegna snjókomu. Mikill fjöldi farþega er löngu kominn um borð í flugvélina og bíður tímunum saman eftir brottför. Flugrekstrarstjóri segir aðstæður afar krefjandi á Keflavíkurflugvelli. Unnið sé að því að koma vélum í loftið en öryggi sé númer eitt, tvö og þrjú. Búið er að aflýsa um ellefu flugum Icelandair í dag. Innlent 28. október 2025 11:11
Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Bítið á Bylgjunni opnaði fyrir símann á tíunda tímanum í morgun. Dæmi voru um fólk sem hafði beðið í röð í á þriðju klukkustund í snjónum. Innlent 28. október 2025 10:24
Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku segir aðstæður teiknast upp á verri veg á Suðurnesjum en áætlað hafi verið. Hann segir snjódýpt líka óvenjulega í Reykjavík svo snemma vetrar og líklega um met að ræða. Innlent 28. október 2025 10:16
Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Eftirlitsaðilar Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, munu funda klukkan 10:30 með dómurum leiks Íslands og Norður-Írlands, auk forráðamanna knattspyrnusambanda ríkjanna, vegna fyrirhugaðs leiks kvöldsins í Þjóðadeild kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli. Fótbolti 28. október 2025 09:31
Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó G. Pétur Matthíasson, upplýsingfulltrúi Vegagerðarinnar, segir að vel hafi gengið í morgun að ryðja götur og það hjálpi til að snjórinn sé blautur. Veður 28. október 2025 09:13
Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Miklar tafir eru enn á stóru umferðaræðunum til Reykjavíkur vegna umferðaróhappa og ökutækja sem eru á sumardekkjum. Viðbragðsaðilar eru í mikilli hættu þegar þeir eru að reyna að aðstoða ökumenn sem eiga í erfiðleikum vegna þess að ökumenn aka ekki varlega í þessari færð. Innlent 28. október 2025 08:59
Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur. Gul viðvörun tók gildi við Faxaflóa, á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu og fólk hvatt til að halda sig heima. Veður 28. október 2025 08:30
Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Nokkuð er um að bílar hafi farið út af Reykjanesbraut í morgun, en snjó hefur kyngt niður á suðvesturhluta landsins í nótt. Innlent 28. október 2025 07:21
Snjókoman rétt að byrja Snjó kyngir niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur og gular viðvaranir vegna snjókomunnar taka gildi síðar í dag. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að snjóað hafi síðan í gærkvöldi á suðvesturhorninu og nokkurra sentímetra snjólag liggi nú yfir. Innlent 28. október 2025 06:48
Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Reyna mun á nýtt undirlag Laugardalsvallar ef veðurspár reynast réttar um mikla snjókomu á morgun fyrir leik Íslands við Norður-Írland í Þjóðadeild kvenna. Vallarstjóri kveðst öllu búinn en vonast eftir minni úrkomu en meiri. Fótbolti 27. október 2025 19:30
Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Lögreglan á Suðurnesjum varar við ferðum á Fagradalsfjall og ráðleggur ferða- og göngufólki að fresta ferðum inn á svæðið næstu tvo daga. Slæm veðurspá gefi tilefni til að vara við ferðum inn á svæðið en búist er við hvössum vindi, snjókomu eða slyddu og versnandi skyggni. Innlent 27. október 2025 18:03
Mildari spá í kortunum Útlit er fyrir mildara veðri á morgun en spáð var fyrir í gær að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Gular veðurviðvaranir hafa samt sem áður verið gefnar út þar sem varað er við versnandi akstursskilyrðum. Veður 27. október 2025 17:17
Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Eigandi dekkjaverkstæðis segist ekki muna eftir öðru eins ástandi og því sem skapaðist í morgun þegar langar biðraðir í dekkjaskipti mynduðust víða. Fréttastofa tók púlsinn á röð við eitt verkstæðið þar sem sumir höfðu beðið í þrjár klukkustundir. Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan sex annað kvöld. Innlent 27. október 2025 12:53
Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna snjókomunnar sem von er á suðvestantil á landinu á morgun. Veður 27. október 2025 09:58
Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Löng röð er að Gúmmívinnustofunni í Skipholti til að komast í dekkjaskipti. Norbert, starfsmaður verkstæðisins, segir líklega um þriggja klukkustunda bið. Hann segir mjög mikið hafa verið að gera í síðustu viku en ekki eins og í dag. Innlent 27. október 2025 08:47
Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Útlit er fyrir norðaustan golu eða kalda í dag þar sem verður skýjað með köflum og sums staðar dálítil él. Veður 27. október 2025 07:03
Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að íbúar á höfuðborgarsvæðinu þurfi hugsanlega að moka sig út úr innkeyrslum á þriðjudaginn. Útlit sé fyrir einhverja mestu októbersnjókomu sem sögur fara af, reynist reikningarnir réttir. Innlent 26. október 2025 20:38