Veður

Veður


Fréttamynd

Von á mesta vindinum í marga mánuði

Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan og suðaustan þrettán til tuttugu metra á sekúndu og rigningu. Spáð er talsverðri eða mikilli úrkomu á suðaustanverðu landinu, en að létti til á Norðausturlandi.

Veður
Fréttamynd

Lægð sem valdi meiri usla

Fyrsta haustlægðin nálgast landið óðfluga og segir veðurfræðingur að lægðin, líkt og fyrstu lægðir hvers hausts, valdi meiri usla en þær sem komi seinna. Ástæðan sé sú að fólk festi ekki lausamuni og biðlar hann til fólks um að undirbúa sig.

Innlent
Fréttamynd

Búast við auknu á­lagi á fráveitu vegna mikillar úr­komu

Gul veðurviðvörun tekur gildi víða um land síðdegis í dag og gildir víðar fram á miðjan dag á morgun. Í tilkynningu frá Veitum segir að samhliða mikilli úrkomu megi gera ráð fyrir auknu álagi á fráveitukerfið sem muni þurfa að taka við miklu vatnsmagni á stuttum tíma.

Veður
Fréttamynd

Fyrsta trampólín­lægðin væntan­leg á morgun

Gular viðvaranir vegna hvassviðris taka gildi víða um land í nótt og fyrramálið. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands hvetur fólk til að ganga frá lausamunum og er hætta á grjóthruni og skriðuföllum á sunnan- og austanverðu landinu vegna mikillar úrkomu sem spáð er í kvöld og nótt.

Innlent
Fréttamynd

Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun

Grunn lægð fer austur fyrir norðan land í dag. Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar fylgir henni ákveðin vestlæg átt og rigning. Búast má við dálítilli rigningu á Suður- og Suðausturlandi seinnipartinn. Hiti verður á bilinu fimm til tíu stig síðdegis.

Veður
Fréttamynd

Gular við­varanir og svalri norðan­átt beint til landsins

Öflug hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði austur af landinu beina áfram svalri norðlægri átt í landsins. Víða má búast við kalda eða strekkingi í dag en allhvassir eða hvassir vindstrengir verða undir Vatnajökli og á sunnanverðum Austfjörðum.

Veður
Fréttamynd

Kólnar þegar líður á vikuna

Hæð yfir Grænlandi stýrir veðrinu á landinu næstu daga og verða norðaustlægar áttir ríkjandi með stöku skúrum norðan- og austanlands, en léttir til suðvestantil.

Veður
Fréttamynd

Rigning með köflum víðast hvar

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan og austan 5-13 m/s í dag. Lægð skammt suður af landinu þokast vestur. Það rignir víða frá henni, einkum á Suðausturlandi en norðaustanlands styttir upp með morgninum. Hiti verður á bilinu 8 til 15 stig. 

Veður
Fréttamynd

Blautt víðast hvar

Nokkrar minniháttar lægðir hringsóla kringum landið og tilheyrandi úrkomusvæði valda blautviðri víðast hvar um helgina. Norðaustan strekkingur eða allhvass vindur á Vestfjörðum í fyrstu, en annars mun hægari vindur.

Veður
Fréttamynd

Á­köf úr­koma hætti á skriðu­föll á Ströndum

Aukin hætta er á skriðum og grjóthruni á Ströndum í nótt og á morgun vegna talsverðrar úrkomu næsta sólarhringinn. Uppsöfnuð úrkoma gæti farið yfir 100 mm á láglendi og allt að 180 mm til fjalla ef spáin gengur eftir.

Innlent
Fréttamynd

Væta með köflum og dregur úr vindi

Lægðir suður af landinu stýra veðrinu á landinu í dag þar sem búist er við norðaustlægri átt, átta til fimmtán metrum á sekúndu, og dálítilli vætu með köflum.

Veður
Fréttamynd

Víða rigning og hiti að fjór­tán stigum

Skil nálgast nú landið úr suðaustri og fara þau vestur yfir landið í dag. Þeim fylgir austan- og norðaustanátt, víða fimm til þrettán metrar á sekúndu með rigningu, en hægari vindur og úrkomulítið vestantil á landinu fram eftir degi.

Veður
Fréttamynd

Má reikna með vatna­vöxtum suðaustan­til

Veðurstofan spáir austan átta til fimmtán metrum á sekúndu á austanverðu landinu í dag og hvassara um tíma suðaustantil og við austurströndina. Það verður þó mun hægari á vesturhelmingi landsins.

Veður
Fréttamynd

Rigning í dag

Spáð er norðaustan 5-13 metrum á sekúndu og rigningu í dag, talsverðri um tíma suðaustantil, en þurrt um landið vestanvert fram eftir degi.

Veður
Fréttamynd

Hitamet féll á Egils­stöðum í ágúst

Hiti mældist hæstur á landinu 29,8 stig við Egilstaðaflugvöll þann 16. ágúst og er það mesti hiti sem mælst hefur í ágústmánuði á Íslandi. Eldra met var 29,4 stig á Hallormsstað í lok ágúst 2021. Þetta er jafnframt mesti hiti sem mælst hefur á sjálfvirkri veðurstöð á Íslandi og hæsti hiti sem skráður hefur verið í landinu frá árinu 1946, þegar hitinn fór í 30,0 stig á Hallormsstað.

Innlent
Fréttamynd

Dregið hefur úr skriðuhættu

Eftir tvo mjög úrkomusama daga á Austfjörðum stytti að mestu upp í gærkvöldi og nótt og dregið hefur úr skriðuhættu á svæðinu.

Innlent