Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Gummi Gumm bað um óskalag í Bítinu

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um sigurinn á Svartfjallalandi og frammistöðu Íslands á EM. Eftir viðtalið bað Guðmundur þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason um óskalag.

Handbolti
Fréttamynd

Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify

Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19.

Lífið
Fréttamynd

Hinn sænski DJ Seinfeld með lag ársins

Það er árlegur viðburður að umsjónarmenn danstónlistarþáttarins PartyZone hói í fjöldan allan af plötusnúðum og taki saman árslista yfir það sem stóð upp úr í danstónlist á árinu.

Tónlist
Fréttamynd

„Þetta er soldið sagan þeirra“

MIMRA sendi frá sér lagið Easy to choose þann 19.janúar síðastliðinn. Lagið er sérstakt að því leyti að það var upprunalega samið sem leynileg brúðkaupsgjöf til vinkonu hennar.  

Albumm
Fréttamynd

Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan

Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan.

Lífið
Fréttamynd

Hljóðfæri á hvert heimili og óþarfi að „sussa“

„Um leið og fólk kaupir lítið og nett rafmagnspíanó á heimilið, gítar eða trommusett, leggja krakkarnir frá sér símann og byrja að skapa eitthvað. Það er svo dýrmætt fyrir krakka að fá að glamra og gera tilraunir og í dag er hægt að tengja hljóðfærin við allskonar smáforrit á netinu, leiki og upptökuforrit.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Taylor Swift ó­sátt við Damon Albarn

Tónlistarkonan Taylor Swift er ekki par sátt við þau orð sem söngvarinn og íslenski ríkisborgarinn Damon Albarn lét falla um hana í viðtali nýlega. Í viðtalinu sakar hann Swift um að semja ekki sína eigin tónlist sjálf.

Lífið
Fréttamynd

Grafin og geymd í bakgarði Eiríks Haukssonar

GasMask Man er eitt af dulnefnum fjöllistamannsins Bjarna Gauts sem hefur látið að sér kveða á ýmsum sviðum svo sem í uppistandi, skransölu, gjörningum, glæfraskap, áhættuleik og kvikmyndagerð svo lítið eitt sé nefnt… en við erum ekki hér til að tala um það. 

Albumm
Fréttamynd

„Ég segi bara húrra Ísland“

Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music/InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Alda er rétthafi að stærstum hluta allrar íslenskrar tónlistar sem gefin hefur verið út.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila

Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Króli komst inn í leik­listina

Leikarinn og tónlistarmaðurinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, komst inn fyrstu tilraun í leiklistarnám við Listaháskóla Íslands í dag. 

Lífið