Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

LÓN og RAKEL gefa út lagið Runaway

Meðlimir LÓNS kalla sig sveitapabba í útlegð í úthverfunum en þessir þjóðþekktu tónlistarmenn, Valdimar Guðmundsson, Ásgeir Aðalsteinsson og Ómar Guðjónsson, vildu láta reyna á rólegri hljóðheim með þessu nýja verkefni.

Albumm
Fréttamynd

Vilja eins metra regluna burt

Tónlistarmenn segja nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa verið vonbrigði. Ótækt sé að halda tónleika eins og núgildandi takmörkunum er háttað og eins metra regluna vilja þeir burt.

Innlent
Fréttamynd

Kimmel sendi Lauf­eyju pylsusinnep eftir þáttinn

Íslenska tónlistarkonan Laufey Lin Jónsdóttir fékk heldur betur sérstaka kveðju frá þáttastjórnandanum Jimmy Kimmel í gærkvöldi. Laufey birti kveðjuna á Instagram-síðu sinni en hún flutti lagið sitt Like The Movies í spjallþætti Kimmel fyrir rúmri viku. 

Lífið
Fréttamynd

Síldarbáturinn „Stígandi“ sökk með Afa Atla um borð

Leitandi er önnur smáskífa Atla Arnarssonar af plötunni Stígandi sem er væntanleg seinna á árinu. Þema plötunnar er sjóslys sem gerðist árið 1967 þegar síldarbáturinn Stígandi sökk langt norður í hafi. 12 menn voru um borð og einn þeirra er afi Atla.  

Albumm
Fréttamynd

Meghan og Harry lýsa yfir áhyggjum vegna falsfrétta Rogan

Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa lýst yfir áhyggjum vegna falsfrétta sem sendar séu út á streymisveitunni Spotify. Þau bætast í hóp tónlistarfólks, sem hefur gagnrýnt streymisveituna vegna hlaðvarpsins The Joe Rogan Experience.

Tónlist
Fréttamynd

Bríet samdi lag um Tenerife

Söngkonan Bríet og gítarleikarinn Rubin Pollock frumfluttu splunkunýtt lag um eyjuna Tenerife í þættinum FM95BLÖ í gær.

Lífið
Fréttamynd

Aldrei fór ég suður fer fram í ár

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, sem haldin er um páskana á Ísafirði, verður haldin þetta árið. Hátíðinni hefur verið slegið af síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 

Menning
Fréttamynd

Björk sló í gegn í Los Angeles

Tónlistarkonan Björk hélt tónleika í Shrine Auditorium tónleikahöllinni í Los Angeles í gærkvöldi við góðar viðtökur. Tónleikarnir voru hluti af Cornucopia tónleikaferðalagi hennar í Bandaríkjunum. En þetta voru fyrstu tónleikarnir af þremur sem hún mun halda í Los Angeles, áður en förinni verður heitið til San Fransisco.

Lífið
Fréttamynd

Beinstífur við barinn á Glaumbæ í öðru lífi

Skemmtiþátturinn Glaumbær hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld þar sem Björn Stefánsson ætlar að halda uppi stuðinu og djamma með áhorfendum. Nafnið Glaumbær hefur skemmtilega tengingu við íslenskt skemmtanahald og þar var mikið fjör þar til staðurinn brann árið 1971.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta platan, síðasta naslið

Rokksveitin unga Final Snack gefur í dag út sína fyrstu breiðskífu, gubba hecto, á vegum listasamlagsins post-dreifingar. Sveitin inniheldur alla meðlimi pönksveitarinnar Gróu ásamt meðlimum úr rafglapasveitinni sideproject og rokksveitinni Trailer Todd.

Tónlist