Segir lausnina að finna í meiri kærleik og umburðarlyndi Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 27. október 2022 12:37 Í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni ræddi tónlistarmaðurinn meðal annars um kærleikann, skortinn á honum í samfélaginu og hvernig hægt sé að berjast gegn fordómum og aukinni hörku með því að líta inn á við. „Þessi kærleikur og umburðarlyndi, þessi góðu öfl, þau eru til staðar, þau eru bara í loftinu. Þau eru í okkur! En það er stíflað og það þarf að losa um þessa stíflu og þá flæðir þetta bara af sjálfu sér,“ segir tónlistarmaðurinn KK í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni. Of mörg stjórnist af ótta „Það er skortur á kærleika,“ sagði KK þegar talið barst að aukinni hatursorðræðu, fordómum og hörku í samfélaginu. Lausnina segir hann vera almennt meiri kærleik og umburðarlyndi en til þess að sjá breytinguna þurfi öll fyrst og fremst að líta inn á við, byrja þar. Hann segir alltof mörg stjórnist af ótta. Kærleikurinn stoppar ekki inni í þér heldur smitast. Svo að lausnin er að halda farveginum hreinum. Það sem stíflar þennan farveg eru gremja og neikvæðar hugsanir. Hatur, vonska og ótti. Allt byggist þetta á ótta. KK segir fólk þurfi að byrja á því að líta inn á við og hreinsa en ekki reyna að breyta öðrum. „Hélt að ég væri rosalega góður“ KK leggur mikla áherslu á það að breytingin þurfi fyrst og fremst að byrja hjá hverjum og einum. Að flest falli í þá gryfju að einbeita sér að því að reyna „laga“ aðra og stjórna þeim. „Það er rosalega erfitt að breyta öðru fólki. Ég er búinn að reyna að breyta konunni minni rosalega lengi, og hún mér!“ segir KK og hlær. Eftir því sem ég varð andlegri eða fannst ég verða andlegri, hugsaði ég: Ef ég verð bara nógu góður við hana, þá verður hún eins og ég vil hafa hana! Ég hélt að ég væri að vera rosalega góður við hana þangað til að einn daginn uppgötvaði ég það að þessi góðmennska mín var með skilyrðum. Smá eigingirni kannski? KK svarar um hæl: „Ekkert smá neitt.“ „Ég var að reyna að breyta henni án þess að ég vissi að ég var að reyna að breyta henni. Þannig erum við. Við sjáum oft ekki okkur sjálf, hvað við erum að gera. En ef við erum leita, þá finnum við það.“ Viðtalið við KK í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Vel byggt í gamla daga Aðspurður hvað drífur á daga hans um þessar mundir hikar KK. „Þegar listamenn eru spurðir... Hvað gerir þú allan daginn? ...þá þarf maður að hugsa sig um. Svo segir maður...„Ég veit það ekki alveg, en það tekur samt allan daginn,“ KK hlær og segir gamalt hús þeirra hjóna, sænskt timburhús í Vogunum, og framkvæmdir við það eigi hug hans og tíma þessa dagana. „Það er ofboðslega gaman að sjá gamla viðinn birtast á ný. Þetta var svo vel byggt í gamla daga.“ Tónlistin er þó hvergi fjarri. KK segir þá Mugison mikla félaga og njóti hann þess að spila með honum en í desember verða þeir með aðventutónleika í Fríkirkjunni. Mugison og KK Í fyrra héldu þeir KK og Mugison saman aðventutónleika í Fríkirkjunni og seldist upp á fjóra tónleika. Í ár ætla þeir félagar að endurtaka leikinn og segist KK hafa mikla unun af samstarfinu við Mugison. Okkur er vel til vina og okkur finnst gaman að hanga saman. Þið ætlið sem sagt að taka vel utan um okkur í desember? „Ég veit það nú ekki, “svarar KK kaldhæðinn. „..hvort að við ætlum eitthvað að taka ábyrgð á þessu öllu og ykkur öllum hérna.“ Fyrir þau sem vilja freista þess að smitast af kærleika og næla sér í miða á aðventutónleika KK og Mugison er bent á miðasölu Tix.is. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bakaríið Tónlist Tónleikar á Íslandi Ástin og lífið Tengdar fréttir Fyrsta íslenska atvinnukonan í hjólreiðum: „Vitiði hvað ég er gömul?“ „Ég er í þessu bara 42 ára og þú ert ekkert beint kannski í þínu besta formi. En ég tók fyrstu keppnina á Spáni í byrjun maí og þá voru 25 ára stelpur á verðlaunapallinum og ég var í þriðja sæti,“ segir hjólreiðakonan María Ögn Guðmundsdóttir í viðtali við Bakaríið á Bylgjunni. 20. október 2022 06:00 Sigga Kling segir spennandi fréttir væntanlegar um stjörnuspánna „Það er ýmislegt sem ég ætla að segja sem er að fara að gerast sem við getum hlakkað til,“ segir spákona allra landsmanna, Sigga Kling, í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni um helgina. 17. október 2022 13:22 Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. 18. október 2022 06:01 Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Of mörg stjórnist af ótta „Það er skortur á kærleika,“ sagði KK þegar talið barst að aukinni hatursorðræðu, fordómum og hörku í samfélaginu. Lausnina segir hann vera almennt meiri kærleik og umburðarlyndi en til þess að sjá breytinguna þurfi öll fyrst og fremst að líta inn á við, byrja þar. Hann segir alltof mörg stjórnist af ótta. Kærleikurinn stoppar ekki inni í þér heldur smitast. Svo að lausnin er að halda farveginum hreinum. Það sem stíflar þennan farveg eru gremja og neikvæðar hugsanir. Hatur, vonska og ótti. Allt byggist þetta á ótta. KK segir fólk þurfi að byrja á því að líta inn á við og hreinsa en ekki reyna að breyta öðrum. „Hélt að ég væri rosalega góður“ KK leggur mikla áherslu á það að breytingin þurfi fyrst og fremst að byrja hjá hverjum og einum. Að flest falli í þá gryfju að einbeita sér að því að reyna „laga“ aðra og stjórna þeim. „Það er rosalega erfitt að breyta öðru fólki. Ég er búinn að reyna að breyta konunni minni rosalega lengi, og hún mér!“ segir KK og hlær. Eftir því sem ég varð andlegri eða fannst ég verða andlegri, hugsaði ég: Ef ég verð bara nógu góður við hana, þá verður hún eins og ég vil hafa hana! Ég hélt að ég væri að vera rosalega góður við hana þangað til að einn daginn uppgötvaði ég það að þessi góðmennska mín var með skilyrðum. Smá eigingirni kannski? KK svarar um hæl: „Ekkert smá neitt.“ „Ég var að reyna að breyta henni án þess að ég vissi að ég var að reyna að breyta henni. Þannig erum við. Við sjáum oft ekki okkur sjálf, hvað við erum að gera. En ef við erum leita, þá finnum við það.“ Viðtalið við KK í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Vel byggt í gamla daga Aðspurður hvað drífur á daga hans um þessar mundir hikar KK. „Þegar listamenn eru spurðir... Hvað gerir þú allan daginn? ...þá þarf maður að hugsa sig um. Svo segir maður...„Ég veit það ekki alveg, en það tekur samt allan daginn,“ KK hlær og segir gamalt hús þeirra hjóna, sænskt timburhús í Vogunum, og framkvæmdir við það eigi hug hans og tíma þessa dagana. „Það er ofboðslega gaman að sjá gamla viðinn birtast á ný. Þetta var svo vel byggt í gamla daga.“ Tónlistin er þó hvergi fjarri. KK segir þá Mugison mikla félaga og njóti hann þess að spila með honum en í desember verða þeir með aðventutónleika í Fríkirkjunni. Mugison og KK Í fyrra héldu þeir KK og Mugison saman aðventutónleika í Fríkirkjunni og seldist upp á fjóra tónleika. Í ár ætla þeir félagar að endurtaka leikinn og segist KK hafa mikla unun af samstarfinu við Mugison. Okkur er vel til vina og okkur finnst gaman að hanga saman. Þið ætlið sem sagt að taka vel utan um okkur í desember? „Ég veit það nú ekki, “svarar KK kaldhæðinn. „..hvort að við ætlum eitthvað að taka ábyrgð á þessu öllu og ykkur öllum hérna.“ Fyrir þau sem vilja freista þess að smitast af kærleika og næla sér í miða á aðventutónleika KK og Mugison er bent á miðasölu Tix.is. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bakaríið Tónlist Tónleikar á Íslandi Ástin og lífið Tengdar fréttir Fyrsta íslenska atvinnukonan í hjólreiðum: „Vitiði hvað ég er gömul?“ „Ég er í þessu bara 42 ára og þú ert ekkert beint kannski í þínu besta formi. En ég tók fyrstu keppnina á Spáni í byrjun maí og þá voru 25 ára stelpur á verðlaunapallinum og ég var í þriðja sæti,“ segir hjólreiðakonan María Ögn Guðmundsdóttir í viðtali við Bakaríið á Bylgjunni. 20. október 2022 06:00 Sigga Kling segir spennandi fréttir væntanlegar um stjörnuspánna „Það er ýmislegt sem ég ætla að segja sem er að fara að gerast sem við getum hlakkað til,“ segir spákona allra landsmanna, Sigga Kling, í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni um helgina. 17. október 2022 13:22 Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. 18. október 2022 06:01 Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Fyrsta íslenska atvinnukonan í hjólreiðum: „Vitiði hvað ég er gömul?“ „Ég er í þessu bara 42 ára og þú ert ekkert beint kannski í þínu besta formi. En ég tók fyrstu keppnina á Spáni í byrjun maí og þá voru 25 ára stelpur á verðlaunapallinum og ég var í þriðja sæti,“ segir hjólreiðakonan María Ögn Guðmundsdóttir í viðtali við Bakaríið á Bylgjunni. 20. október 2022 06:00
Sigga Kling segir spennandi fréttir væntanlegar um stjörnuspánna „Það er ýmislegt sem ég ætla að segja sem er að fara að gerast sem við getum hlakkað til,“ segir spákona allra landsmanna, Sigga Kling, í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni um helgina. 17. október 2022 13:22
Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. 18. október 2022 06:01