Sagður hafa viljað nefna plötu eftir Adolf Hitler Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2022 09:39 Kanye West brennir flestar brýr að baki sér þessa dagana. Vísir/EPA Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa dáðst lengi að nasistaforingjanum Adolf Hitler, svo mjög að hann vildi nefna plötu sem hann gaf út árið 2018 „Hitler“. Samstarfsaðilar West hafa fjarlægt sig frá honum eftir röð hatursfullra ummæla í garð gyðinga að undanförnu. CNN-fréttastöðin hefur eftir heimildirmönnum sínum sem stóðu West eitt sinn nærri að hann hafi lengi verið heillaður af Hitler. „Hann lofaði Hitler með því að segja hversu ótrúlegt það væri að honum hafi tekist að sanka að sér svo miklum völdum og hann talaði um alla frábæru hlutina sem hann og nasistaflokkurinn áorkuðu fyrir þýsku þjóðinna,“ segir forsvarsmaður fyrirtækis sem vann fyrir West. Sakar hann West um að hafa skapað eitrað andrúmsloft fyrir starfsfólk. West gerði sátt við fyrirtækið vegna fjölda kvartana á vinnustaðnum, þar á meðal vegna áreitni. West neitaði þeim ásökunum. West hafi talað opinskátt um „Baráttuna mína“ (þ. Mein Kampf), sjálfsævisögu Hitlers og stefnuyfirlýsingu, frá 1925 og hversu mikið hann dáðist að áróðurstækni nasista. Fjórir heimildarmenn CNN sögðu að West hafi upphaflega viljað platan „Ye“ frá 2018 héti „Hitler“. Áður haft uppi níð um gyðinga West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum um gyðinga upp á síðkastið. Íþróttavöruframleiðandinn Adidas rifti samningum við hann um framleiðslu á fatalínunni Yeezy vegna ummælanna í vikunni. Í kjölfarið birtist hann óboðinn á skrifstofur annars skóframleiðanda en var vísað þaðan út. Van Lathan, fyrrverandi starfsmaður slúðurmiðilsins TMZ, sem svaraði West fullum hálsi þegar hann sagði að þrælahald í Bandaríkjunum hljómaði eins og „val“ í stormasömu viðtali árið 2018, fullyrðir að West hafi látið niðrandi ummæli um gyðinga falla þar sem miðillinn hafi ekki birt á sínum tíma. Tónlist Kynþáttafordómar Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Hætta að spila útgöngulag með Ye eftir hatursfull ummæli Lagið Power með tónlistarmanninum Ye, áður Kanye West, mun ekki lengur heyrast í græjunum á Vitality vellinum, heimavelli enska úrvalsdeildarfélagsins Bournemouth, eftir að rapparinn lét hatursfull ummæli um gyðinga falla nýverið. 28. október 2022 07:00 Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56 Stjörnurnar skera á tengslin við Ye Íþróttamennirnir Aaron Donald, leikmaður Los Angeles Rams í NFL deildinni, og Jaylen Brown, leikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, hafa báðir slitið samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye - áður þekktur sem Kanye West, vegna ummæla sem tónlistarmaðurinn lét falla nýverið. 26. október 2022 09:31 Adidas slítur samstarfi við West vegna hegðunar hans Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas ætlar að slíta samstarfi sínu við tónlistarmanninn Kanye West vegna endurtekinnar særandi hegðunar hans. West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í viðtölum og spúið gyðingahatri. 25. október 2022 10:25 Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Sjá meira
CNN-fréttastöðin hefur eftir heimildirmönnum sínum sem stóðu West eitt sinn nærri að hann hafi lengi verið heillaður af Hitler. „Hann lofaði Hitler með því að segja hversu ótrúlegt það væri að honum hafi tekist að sanka að sér svo miklum völdum og hann talaði um alla frábæru hlutina sem hann og nasistaflokkurinn áorkuðu fyrir þýsku þjóðinna,“ segir forsvarsmaður fyrirtækis sem vann fyrir West. Sakar hann West um að hafa skapað eitrað andrúmsloft fyrir starfsfólk. West gerði sátt við fyrirtækið vegna fjölda kvartana á vinnustaðnum, þar á meðal vegna áreitni. West neitaði þeim ásökunum. West hafi talað opinskátt um „Baráttuna mína“ (þ. Mein Kampf), sjálfsævisögu Hitlers og stefnuyfirlýsingu, frá 1925 og hversu mikið hann dáðist að áróðurstækni nasista. Fjórir heimildarmenn CNN sögðu að West hafi upphaflega viljað platan „Ye“ frá 2018 héti „Hitler“. Áður haft uppi níð um gyðinga West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum um gyðinga upp á síðkastið. Íþróttavöruframleiðandinn Adidas rifti samningum við hann um framleiðslu á fatalínunni Yeezy vegna ummælanna í vikunni. Í kjölfarið birtist hann óboðinn á skrifstofur annars skóframleiðanda en var vísað þaðan út. Van Lathan, fyrrverandi starfsmaður slúðurmiðilsins TMZ, sem svaraði West fullum hálsi þegar hann sagði að þrælahald í Bandaríkjunum hljómaði eins og „val“ í stormasömu viðtali árið 2018, fullyrðir að West hafi látið niðrandi ummæli um gyðinga falla þar sem miðillinn hafi ekki birt á sínum tíma.
Tónlist Kynþáttafordómar Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Hætta að spila útgöngulag með Ye eftir hatursfull ummæli Lagið Power með tónlistarmanninum Ye, áður Kanye West, mun ekki lengur heyrast í græjunum á Vitality vellinum, heimavelli enska úrvalsdeildarfélagsins Bournemouth, eftir að rapparinn lét hatursfull ummæli um gyðinga falla nýverið. 28. október 2022 07:00 Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56 Stjörnurnar skera á tengslin við Ye Íþróttamennirnir Aaron Donald, leikmaður Los Angeles Rams í NFL deildinni, og Jaylen Brown, leikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, hafa báðir slitið samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye - áður þekktur sem Kanye West, vegna ummæla sem tónlistarmaðurinn lét falla nýverið. 26. október 2022 09:31 Adidas slítur samstarfi við West vegna hegðunar hans Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas ætlar að slíta samstarfi sínu við tónlistarmanninn Kanye West vegna endurtekinnar særandi hegðunar hans. West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í viðtölum og spúið gyðingahatri. 25. október 2022 10:25 Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Sjá meira
Hætta að spila útgöngulag með Ye eftir hatursfull ummæli Lagið Power með tónlistarmanninum Ye, áður Kanye West, mun ekki lengur heyrast í græjunum á Vitality vellinum, heimavelli enska úrvalsdeildarfélagsins Bournemouth, eftir að rapparinn lét hatursfull ummæli um gyðinga falla nýverið. 28. október 2022 07:00
Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56
Stjörnurnar skera á tengslin við Ye Íþróttamennirnir Aaron Donald, leikmaður Los Angeles Rams í NFL deildinni, og Jaylen Brown, leikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, hafa báðir slitið samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye - áður þekktur sem Kanye West, vegna ummæla sem tónlistarmaðurinn lét falla nýverið. 26. október 2022 09:31
Adidas slítur samstarfi við West vegna hegðunar hans Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas ætlar að slíta samstarfi sínu við tónlistarmanninn Kanye West vegna endurtekinnar særandi hegðunar hans. West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í viðtölum og spúið gyðingahatri. 25. október 2022 10:25