Jerry Lee Lewis er látinn Árni Sæberg skrifar 28. október 2022 17:34 Jerry Lee Lewis var tekinn inn í heiðurshöll kántrítónlistar fyrr á árinu. Jason Kempin/Getty Images Tónlistarmaðurinn Jerry Lee Lewis er látinn 87 ára að aldri. Lewis lést í dag, að því er segir í fréttatilkynningu frá útgefanda hans, Zach Farnum. Þar segir að Lewis hafi verið alvarlega veikur síðastliðin ár og að hann hafi verið tilbúinn að fara yfir móðuna miklu. Athygli vakti á dögunum þegar dægurmiðilinn TMZ tilkynnti að Lewis væri látinn en dró frétt þess efnis síðan til baka eftir að í ljós kom að Lewis var enn á lífi. Útgefandinn Zach Farnum vandaði blaðamanni TMZ ekki kveðjurnar eftir það. Lackluster journalism at its worst. @HarveyLevinTMZ - check your sources. Quit being a coward and call me back. https://t.co/7DSDJHPmsZ— Zach Farnum (@zachfarnum) October 26, 2022 Umdeild goðsögn Óhætt er að fullyrða að Lewis sé á meðal áhrifamestu tónlistarmanna sögunnar en hann var einn brautryðjenda í rokki og róli á sjötta áratug tuttugustu aldar ásamt mönnum á borð við Elvis Presley, Chuck Berry, Buddy Holly og Johnny Cash. Hann gerði garðinn meðal annars frægan með lögum á borð við Great balls of fire og Whole lotta shakin' goin' on. Í spilaranum hér að neðan má sjá hann flytja síðarnefnda lagið. Lewis var umdeildur maður nánast allan hans feril en árið 1958 komust fréttamenn á snoðir um það að hann hefði kvænst þrettán ára gamalli frænku sinni, Myru Gale Brown, á meðan hann var enn kvæntur fyrstu eiginkonu sinni. Ferill hans tók þá skarpa dýfu niður á við og hann fór að glíma við áfengis- og fíkniefnadrauginn. Tónlistarbransinn vestanhafs fyrirgaf honum hins vegar á sjöunda áratugnum og hann hélt áfram að semja tónlist allt til ársins 2006. Lewis lætur eftir sig eiginkonuna Judith Coghlan Lewis og fjögur uppkomin börn. Tveir synir hans eru þegar látnir. Andlát Tónlist Bandaríkin Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Lewis lést í dag, að því er segir í fréttatilkynningu frá útgefanda hans, Zach Farnum. Þar segir að Lewis hafi verið alvarlega veikur síðastliðin ár og að hann hafi verið tilbúinn að fara yfir móðuna miklu. Athygli vakti á dögunum þegar dægurmiðilinn TMZ tilkynnti að Lewis væri látinn en dró frétt þess efnis síðan til baka eftir að í ljós kom að Lewis var enn á lífi. Útgefandinn Zach Farnum vandaði blaðamanni TMZ ekki kveðjurnar eftir það. Lackluster journalism at its worst. @HarveyLevinTMZ - check your sources. Quit being a coward and call me back. https://t.co/7DSDJHPmsZ— Zach Farnum (@zachfarnum) October 26, 2022 Umdeild goðsögn Óhætt er að fullyrða að Lewis sé á meðal áhrifamestu tónlistarmanna sögunnar en hann var einn brautryðjenda í rokki og róli á sjötta áratug tuttugustu aldar ásamt mönnum á borð við Elvis Presley, Chuck Berry, Buddy Holly og Johnny Cash. Hann gerði garðinn meðal annars frægan með lögum á borð við Great balls of fire og Whole lotta shakin' goin' on. Í spilaranum hér að neðan má sjá hann flytja síðarnefnda lagið. Lewis var umdeildur maður nánast allan hans feril en árið 1958 komust fréttamenn á snoðir um það að hann hefði kvænst þrettán ára gamalli frænku sinni, Myru Gale Brown, á meðan hann var enn kvæntur fyrstu eiginkonu sinni. Ferill hans tók þá skarpa dýfu niður á við og hann fór að glíma við áfengis- og fíkniefnadrauginn. Tónlistarbransinn vestanhafs fyrirgaf honum hins vegar á sjöunda áratugnum og hann hélt áfram að semja tónlist allt til ársins 2006. Lewis lætur eftir sig eiginkonuna Judith Coghlan Lewis og fjögur uppkomin börn. Tveir synir hans eru þegar látnir.
Andlát Tónlist Bandaríkin Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira