Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar komnar á Spotify

Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar eru komnar á Spotify. Netverjar virðast margir hverjir alsælir með viðbótina á streymisveituna og segjast upplifa nostalgíu við hlustunina. Jóhanna var aðeins tíu ára gömul þegar fyrsta platan hennar „Jóhanna Guðrún“ kom út, á sjálfan afmælisdaginn 16. október.

Lífið
Fréttamynd

Segir að brotið hafi verið á sér fyrir fyrstu tónleika Kryddpíanna

Melanie Chisholm, betur þekkt sem Melanie C eða Sporty Spice, segir að á sér hafi verið brotið kynferðislega kvöldið fyrir fyrstu tónleika stúlknasveitarinnar Spice Girls árið 1998. Melanie skrifar um þetta í ævisögu sinni Who I Am og ræddi atvikið í hlaðvarpsþættinum How To Fail.

Erlent
Fréttamynd

„Ovule er mín skilgreining á ást"

Björk hefur sent frá sér nýja smáskífu ovule þar sem hún kannar brothætta eiginleika ástarinnar; væntingar og leit eftir jafnvægi í samböndum til að færa sig í átt að samlyndi og friðsælli framtíð.

Albumm
Fréttamynd

Alda Music var selt til Universal fyrir nærri tvo milljarða

Íslenska útgáfufélagið Alda Music, sem var stofnað árið 2016 og á réttinn á miklum meirihluta allrar tónlistar sem hefur verið gefin út á Íslandi, var selt í byrjun þessa árs fyrir um 12 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 1,7 milljarða króna, til Universal Music Group, stærsta tónlistaútgefanda í heimi.

Innherji
Fréttamynd

Rapparinn PnB Rock skotinn til bana

Bandaríski rapparinn PnB Rock var í gær skotinn til bana á veitingastað í borginni Los Angeles. Morðingjarnir reyndu að fá skartgripi rapparans áður en þeir skutu hann.

Erlent
Fréttamynd

Anna Guðný Guðmundsdóttir er látin

Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari er látin 64 ára að aldri eftir erfiða en aðdáunarverða baráttu við veikindi. Anna Guðný var lykilmaður í klassísku tónlistarlífi landsins áratugum saman og af mörgum talin besti meðleikari landsins.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er bestur“

Leikstjórinn og rapparinn Jóhann Kristófer er lífskúnstner mikill sem sækir innblástur í margbreytileika tilverunnar. Í daglegu lífi reynir hann að anda djúpt og leyfa sér að vera, segir gott ráð að sleppa og finnst hamborgari og franskar vera hin fullkomna máltíð. Jóhann Kristófer er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

Nýfæddur sonur GDRN sáttur með nýju plötuna

Söngkonan Guðrún Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN og tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann Ragnarsson eru að gefa út plötuna Tíu íslensk sönglög. Sonur Guðrúnar, Steinþór Jó­hann Árnason, fékk að njóta góðs af æfingum þeirra á dögunum og tók lúrinn sinn við fagra tóna. 

Lífið
Fréttamynd

Dimma fagnar 10 ára afmæli plötunnar Myrkvaverk

Nú í haust eru 10 ár liðin frá því að DIMMA gaf út plötuna Myrkraverk en hún markaði tímamót á ferli sveitarinnar þar sem allir textar voru á íslensku. Myrkraverk fékk mjög góðar viðtökur og má með sanni segja að þar hafi flug DIMMU hafist fyrir alvöru.

Albumm
Fréttamynd

Bieber af­lýsir fjölda tón­leika vegna heilsu­brests

Tónlistarmaðurinn Justin Bieber tilkynnti í kvöld að hann hefði ákveðið að taka sé hlé frá tónleikahaldi um óákveðinn tíma vegna heilsubrests. Í júní síðastliðnum neyddist hann til að fresta fjölda tónleika vegna taugasjúkdóms sem hann greindist með.

Lífið
Fréttamynd

Biðinni eftir Björk lokið

Björk Guðmundsdóttir var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „atopos“ og er um að ræða fyrsta lagið af væntanlegri plötu, „fossora“.

Tónlist
Fréttamynd

Tapaði enn einu dómsmálinu

Dómstóll í Kaliforníu hefur vísað frá enn einu dómsmálinu, í tengslum við eitt frægasta plötuumslag tónlistarsögunnar, plötu Nevermind með hljómsveitinni Nirvana. Fyrirsæta plötuumslagsins, Spencer Elden, hefur margoft krafist bóta þar sem hann telur myndatökuna falla undir „kynferðislega misnotkun barna“. 

Lífið
Fréttamynd

Sömdu lag út frá upplifun á sóttkví

Piparkorn er jazz-skotin funk hljómsveit sem hefur starfað í ýmsum myndum frá árinu 2015. Hljómsveitin hóf ferilinn í djasstónlist en hefur þróað stílinn sinn hægt og rólega út í poppaðra og ferskara efni en Piparkorn var að senda frá sér lagið Heima við ásamt splunkunýju tónlistarmyndbandi.

Tónlist
Fréttamynd

„Dansið eða lútið oki kúgarans“

Andkapítalíska verðlaunasveitin Hatari var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið Dansið eða deyið. Myndbandið er framleitt af Svikamyllu ehf og hér sameinast ýmis listform í angist, þar sem áhorfendur fá valmöguleika á að dansa eða lúta oki kúgarans.

Tónlist
Fréttamynd

Már kannar hvort blindur maður geti flogið flug­vél

Sund- og tónlistarmaðurinn síkáti Már Gunnarsson hefur gert ýmislegt magnað á lífsleiðinni, eins og til dæmis að slá heimsmet í sundi og freistað þess að taka þátt í Eurovision. Nú virðist flugklefinn næsti áfangastaður Más.

Lífið
Fréttamynd

Missti röddina og hætti í miðjum tónleikum

Tónlistarmaðurinn Weeknd, sem heitir réttu nafni Abel Tesfaye, og er frá Kanada, hætti að syngja á tónleikum í gær og gekk af sviðinu eftir að hafa misst röddina. Hann var hálfnaður með þriðja lag sitt þegar hann gekk út og skildi um sjötíu þúsund undrandi áhorfendur eftir.

Tónlist
Fréttamynd

Labbaði beint í fangið á Katy Perry

Söngkonan Þuríður Blær Jóhannansdóttir hitaði á dögunum upp fyrir poppprinsessuna Katy Perry á skipinu Norwegian Prima sem hún lýsir sem Kapítalískum draum í viðtali við Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Sonur Taylor Hawkins sló í gegn á trommunum

Oliver Shane Hawkins, sextán ára sonur trommarans Taylor Hawkins, sló í gegn á trommunum með Foo Fighters á minningartónleikum um föður sinn í gær. Tónleikarnir fóru fram á Wembley í Lundúnum en Shane spilaði á trommurnar í laginu My Hero.

Lífið
Fréttamynd

Græna græna grasið nær nýjum hæðum

Breski söngvarinn George Ezra trónir á toppi Íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið Green Green Grass. Lagið er að finna á plötunni Gold Rush Kid og hefur fikrað sig í átt að fyrsta sæti listans á undanförnum vikum.

Tónlist