Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Jóhanna Guð­rún og dóttir hennar sam­eina krafta sína

Ástsæla tónlistarkonan Jóhanna Guðrún var að senda frá sér lag og tónlistarmyndband ásamt glænýrri söngkonu sem heitir Margrét, er sjö ára gömul og er jafnframt dóttir Jóhönnu. Lagið ber heitið Best í heimi og er tónlistarmyndbandið frumsýnt í pistlinum hér fyrir neðan. Blaðamaður tók púlsinn á Jóhönnu Guðrúnu og fékk að heyra nánar frá.

Tónlist
Fréttamynd

Úti­loka að ABBA komi saman á Euro­vision 2024

Sænsku tónlistarmennirnir Björn Ulvaeus og Benny Andersson hafa útilokað að hljómsveitin ABBA komi aftur saman þegar Eurovision fer fram í Svíþjóð í maí á næsta ári. Þá verða fimmtíu ár liðin frá því að ABBA vann Eurovision með lagi sínu Waterloo.

Lífið
Fréttamynd

Keyptu 2.700 fer­metra hús

Tónlistarstjörnuparið Jay Z og Beyoncé eru sögð hafa keypt rúmlega 2.700 fermetra hús í borginni Malibu í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Þá eru þau sögð hafa fengið húsið á góðu verði, það er að segja miðað við verðmiðann sem var settur á það.

Lífið
Fréttamynd

Lára Sól­ey á­fram fram­kvæmda­stjóri Sinfó

Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ákveðið að endurráða Láru Sóleyju Jóhannsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hún hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra frá sumri 2019 en ráðið er í stöðuna til fjögurra ára í senn.

Menning
Fréttamynd

Sveitar­stjórn Múla­þings ekki á móti þjóð­söngnum

Sveitarstjórn Múlaþings er ekki á móti því að þjóðsöngurinn sé sunginn á 17. júní að sögn Berglindar Hörpu Svavarsdóttur, formanns byggðarráðs. Tillaga um að söngurinn yrði fluttur hafi hins vegar ekki átt neitt erindi inn í umræðu um fjárveitingar.

Innlent
Fréttamynd

Kristján Jóhanns­son hefur háð harða bar­áttu við krabba­mein

Kristján Jóhannsson óperusöngvari greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli í september síðastliðnum. Hann hefur nú undirgengist hormóna- og lyfjameðferð og segist læknaður. Hann gat ekki sungið á meðan meðferðunum stóð en stefnir á að vera kominn í fyrra form eftir nokkrar vikur.

Innlent
Fréttamynd

Tekur við kjuðunum í Foo Fig­hters

Bandaríska rokkhljómsveitin Foo Fighters hefur tilkynnt að Josh Freese muni hér með feta í fótspor Taylor Hawkins sem slagverksleikari hljómsveitarinnar. Sveitin tilkynnti þetta í beinni netútsendingu í gær.

Lífið
Fréttamynd

Fjallar um þessa löngun til að finna sína leið

Tónlistarkonurnar og vinkonurnar ЯÚN og RAVEN eða Guðrún Ólafsdóttir og Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir sendu frá sér lagið Handan við hafið fyrr í maí mánuði. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Forsetinn tók lagið með Helga Björns

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gerði sér lítið fyrir í gær og greip í míkrafóninn ásamt Helga Björns á Úlfarsfelli í grenjandi rigningu og roki. Lagið sem varð fyrir valinu var „Vertu þú sjálfur“.

Lífið
Fréttamynd

Heiðra minningu Njalla með tónleikum

Næstkomandi laugardag munu þrjár af vinsælustu sveitaballahljómsveitum landsins, Vinir vors og blóma, Land og synir og Sóldögg stíga á stokk í Háskólabíói og heiðra minningu hljómborðsleikara síns og vinar Njáls Þórðarsonar.

Lífið
Fréttamynd

Heitustu sumartrendin í ár

Sumarið er komið, svona á það að vera og sólin leikur stundum um mann, misjafnlega beran. Hér á Íslandi er sumartíðin gengin í garð óháð fjölbreyttu veðurfari en á sumrin þróast hin ýmsu skemmtilegu trend á ólíkum sviðum. Blaðamaður fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend sumarsins verða.

Lífið
Fréttamynd

Billie Eilish orðin einhleyp á ný

Poppstjarnan Billie Eilish og rokkarinn Jesse Rutherford, söngvari The Neighbourhood, eru hætt saman eftir sjö mánaða samband. Framhjáhald ku ekki vera ástæðan.

Lífið
Fréttamynd

Garðar Cortes er látinn

Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga.

Menning
Fréttamynd

The We­eknd fleygir lista­manns­nafninu

Kanadíska popp­stjarnan The We­eknd hefur tekið upp sitt eigið nafn á sam­fé­lags­miðlum, Abel Tes­fa­ye, í stað síns heims­fræga nafns The We­eknd. Hann hefur áður rætt opin­skátt um að vilja losna undan lista­manns­nafninu.

Tónlist
Fréttamynd

Hildur endur­heimti hljóð­færið

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hefur endurheimt einstakt hljóðfæri, sem stolið var þegar brotist var inn á heimili hennar í Berlín í fyrradag. Hljóðfærið, sem minnir á selló og er kallað dórófónn í höfuðið á hönnuði þess Halldóri Úlfarssyni, vakti heimsathygli árið 2020 þegar Hildur notaði það í tónlist stórmyndarinnar Joker.

Lífið
Fréttamynd

Loreen kemur til landsins: „Nafnið hans byrjar á Ólafur“

Nýbakaður sigurvegari Eurovision kemur senn til landsins til þess að starfa með íslenskum tónlistarmanni. Til þessa hefur hún ekki viljað gefa upp hver það er en í viðtali á dögunum sagði hún að nafnið hans byrjaði á „Ólafur.“ Ólafur Arnalds tónlistarmaður deildi myndskeiði af viðtalinu á Twitter.

Tónlist