Meðlimir Iceguys eru auðvitað kanónurnar Herra Hnetusmjör, Friðrik Dór, Aron Can, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason. Þeir hafa nú þegar gefið út sjónvarpsseríuna Iceguys ásamt nokkrum smellum á borð við lagið Krumla.
Hér má sjá tónlistarmyndbandið við það en danshöfundurinn Stella Rósenkranz hefur séð um að semja dansana fyrir strákana:
Strákarnir hafa verið í tökum undanfarna daga en Rúrik, sem er búsettur í Þýskalandi, flaug beint á vit ævintýranna að tökum loknum.

Í svokölluðum stories á Instagram hjá strákunum má meðal annars sjá stóran hóp fólks með þeim að dansa, strákana í förðun og strákana standa saman í röð í handjárnum. Á einni mynd stendur svo: „@iceguysforlife 19. júlí!“.
Aðdáendur Iceguys geta því beðið spenntir eftir 19. júlí en út frá Instagram má gera ráð fyrir að þá gefi þeir út nýtt lag og tónlistarmyndband.


