Grillmeistari Íslands krýndur um helgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2024 12:01 Guðni Th. Jóhannesson forseti var á meðal þeirra sem grilluðu kótelettur árið 2019. magnús hlynur hreiðarsson Von er á tíu til fimmtán þúsund manns á Selfoss um helgina þar sem Kótelettan fer fram. Grillmeistari Íslands verður krýndur í bænum og stórskotalið tónlistarfólks stígur á svið. Hátíðin fer fram í fjórtánda sinn og byrjar með óformlegum hætti annað kvöld þegar upphitunartónleikar fara fram. Frítt er inn á tónleikana og eru Stuðmenn, Aron Can og Patrik Atlason meðal þeirra sem koma fram. „Þeir hefja leikinn klukkan hálf átta annað kvöld. Það er ekkert aldurstakmark og allir velkomnir að koma og njóta,“ sagði Einar Björnsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Stórskotalið tónlistarfólks Von er tíu til fimmtán þúsund manns á svæðið um helgina þar sem fjöldi tónlistarfólks kemur fram á stærðarinnar tónleikum á föstudags- og laugardagskvöld. „Þar er stórskotalið enn og aftur, Stebbi Hilmars, Helgi Björns, SSSól gamli hópurinn, Stjórnin, Páll Óskar og fleiri og fleiri. Þar eru til miðar en því miður er laugardagskvöldið að verða uppselt.“ Frítt inn á fjölskylduhátíðina Á laugardeginum verður keppt um titilinn: Grillmeistari Íslands auk þess sem besta grillpylsan verður valin við mikinn fögnuð. „Og það er frítt inn á þetta líka. Fjölskylduhátíðin er algjörlega frí og allir geta komið og notið.“ Kenna Audda og Steinda að grilla Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna verður með kótelettusölu til styrktar félaginu og hvetur Einar fólk til að staldra þar við. „Steindi og Auddi verða heiðursgrillarar hjá þeim. Það verður mjög kyndugt að sjá þá grilla, ég er ekki viss um að þeir kunni neitt að grilla en þeim verður kennt það.“ Hann hvetur þá sem koma frá Suðvesturlandi að fara Þrengslin svo umferðarteppa myndist ekki um heiðina. „Ég skora á alla að kynna sér dagskrána á kotelettan.is og koma á Selfoss og njóta.“ Kótelettan Árborg Tónlist Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira
Hátíðin fer fram í fjórtánda sinn og byrjar með óformlegum hætti annað kvöld þegar upphitunartónleikar fara fram. Frítt er inn á tónleikana og eru Stuðmenn, Aron Can og Patrik Atlason meðal þeirra sem koma fram. „Þeir hefja leikinn klukkan hálf átta annað kvöld. Það er ekkert aldurstakmark og allir velkomnir að koma og njóta,“ sagði Einar Björnsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Stórskotalið tónlistarfólks Von er tíu til fimmtán þúsund manns á svæðið um helgina þar sem fjöldi tónlistarfólks kemur fram á stærðarinnar tónleikum á föstudags- og laugardagskvöld. „Þar er stórskotalið enn og aftur, Stebbi Hilmars, Helgi Björns, SSSól gamli hópurinn, Stjórnin, Páll Óskar og fleiri og fleiri. Þar eru til miðar en því miður er laugardagskvöldið að verða uppselt.“ Frítt inn á fjölskylduhátíðina Á laugardeginum verður keppt um titilinn: Grillmeistari Íslands auk þess sem besta grillpylsan verður valin við mikinn fögnuð. „Og það er frítt inn á þetta líka. Fjölskylduhátíðin er algjörlega frí og allir geta komið og notið.“ Kenna Audda og Steinda að grilla Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna verður með kótelettusölu til styrktar félaginu og hvetur Einar fólk til að staldra þar við. „Steindi og Auddi verða heiðursgrillarar hjá þeim. Það verður mjög kyndugt að sjá þá grilla, ég er ekki viss um að þeir kunni neitt að grilla en þeim verður kennt það.“ Hann hvetur þá sem koma frá Suðvesturlandi að fara Þrengslin svo umferðarteppa myndist ekki um heiðina. „Ég skora á alla að kynna sér dagskrána á kotelettan.is og koma á Selfoss og njóta.“
Kótelettan Árborg Tónlist Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira