Valsmenn og Stólar í sóttkví um jólin og leikjum frestað Körfuboltaaðdáendur þurfa að bíða enn um sinn eftir því að Valur og KR endurnýi kynnin í Subway-deild karla eftir ævintýralega seríu í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Körfubolti 27. desember 2021 11:31
Sagði að Sigurður hefði ekki pung til að taka við KR Í síðasti þætti Foringjanna rifjaði Henry Birgi Gunnarsson upp með Böðvari Guðjónssyni, formanni körfuknattleiksdeildar KR, þegar hann vildi fá Sigurð Ingimundarson til að taka við Vesturbæjarliðinu. Körfubolti 21. desember 2021 10:01
Reyndu að fá Dennis Rodman til að spila fyrir KR Böðvar Guðjónsson hefur verið allt í öllu hjá KR undanfarna áratugi og hann var að sjálfsögðu einn af þeim sem voru teknir fyrir í þáttunum Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum var rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. Körfubolti 20. desember 2021 09:02
Körfuboltakvöld: Umræða um Jaka Brodnik Subway Körfuboltakvöld var á sínum stað á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en þar fóru Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingarnir yfir frammistöðu Jaka Brodnik í leik Keflavíkur og Grindavíkur. Körfubolti 18. desember 2021 12:31
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 76-90 | Keflvíkingar verða á toppnum um jólin Keflvíkingar endurheimtu toppsæti Subway-deildar karla með 14 stiga sigri, 90-76, gegn Grindavík í síðasta leik deildarinnar fyrir jól. Körfubolti 17. desember 2021 22:43
Leik lokið: Vestri - Stjarnan 65-71 | Góður fyrsti fjórðungur dugði Stjörnunni til sigurs Stjarnan vann góðan sex stiga sigur er liðið heimsótti Vestra í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 65-71. Gestirnir náðu góðu forskoti í fyrsta fjórðungi og héldu forystunni allt til leiksloka. Körfubolti 17. desember 2021 20:12
Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Ríkharð Óskar Guðnason, Mikael Nikulásson og Matthías Orri Sigurðarson fóru saman yfir íslenska körfuboltann í nýjustu Þungavigtinni en í fyrsta sinn í langan tíma þá verður spilað í úrvalsdeildinni á milli jóla og nýárs. Körfubolti 17. desember 2021 15:47
Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Ak. 83-74 | KR náði í sigur í leik tveggja hálfleika KR vann Þór frá Akureyri í 10. umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld 83-74. Þeir þurftu að hafa fyrir sigrinum en gestirnir að norðan voru mun betri í fyrri hálfleik en ungæðisháttu, seigla og reynsla KR liðsins varð til þess að þeir unnu leikinn með góðum fjórða leikhluta. Körfubolti 16. desember 2021 22:55
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór Þ. 66-109 | Íslandsmeistararnir fóru illa með Tindastól Tindastóll fékk Þór frá Þorlákshöfn í heimsókn í Síkið í kvöld. Heimamenn byrjuðu fyrsta leikhluta betur en gestirnir svöruðu og unnu fyrsta leikhluta með 9 stiga mun og bættu síðan jafnt og þétt í forustuna út leikinn og unnu mjög sannfærandi sigur. Lokatölur 66 – 109. Körfubolti 16. desember 2021 22:35
Helgi Magg: Ánægðastur með að hafa lokað leiknum Helgi Magnússon, þjálfari KR, gat verið ánægður með að hans menn hafi náð í sigur á móti Þór frá Akureyri í kvöld. Sérstaklega þó í ljósi þess að KR hafði tapað þremur leikjum í röð og hans menn byrjuðu ekki mjög vel í leiknum sem endaði 83-74 fyrir heimamenn. Körfubolti 16. desember 2021 22:21
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 89-87 | Blikasigur í háspennuleik Breiðablik fékk Val í heimsókn í tíundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Bæði lið unnið síðustu tvo deildarleiki fyrir leikinn í kvöld og Valsmenn unnu einnig bikarleik gegn Grindavík síðastliðinn mánudag. Körfubolti 16. desember 2021 21:51
Lárus Jónsson: Þetta var einn af þessum dögum Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar var ánægður með leik sinna manna í kvöld. Körfubolti 16. desember 2021 21:37
Öruggur sigur Njarðvíkinga gegn ÍR Njarðvíkingar unnu í kvöld öruggan sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta. Heimamenn tóku forystuna snemma leiks og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu, en lokatölur urðu 109-81. Körfubolti 16. desember 2021 21:19
Pétur Ingvarsson: Þetta er óskilvirkasta liðið í deildinni sóknarlega Breiðablik vann öflugan sigur á Val í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að planið hafi gengið fullkomlega upp í dag. Körfubolti 16. desember 2021 20:23
Grindvíkingar segjast ekki hafa hlustað á leikhlé Stjörnumanna Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, segir að Grindvíkingar hafi ekki hlustað á leikhlé Stjörnumanna í leik liðanna í Subway-deild karla á dögunum. Körfubolti 13. desember 2021 11:14
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 85-76 | Stjarnan á leið í undanúrslit Stjörnumenn tryggðu sér sæti í undanúrslitum VÍS bikars karla í körfubolta með góðum níu stiga sigri gegn Grindvíkingum, 85-76. Körfubolti 12. desember 2021 22:27
Framlengingin: Ekkert jólafrí og Þór eða Valur landar þeim stóra „Okkar uppáhalds liður, Framlengingin,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi Körfuboltakvölds, í seinasta þætti þegar komið var að Framlengingunni. Strákarnir fóru um víðan völl og ræddu meðal annars jólafríið, eða öllu heldur, vöntun á jólafríi. Körfubolti 11. desember 2021 23:02
„Það voru rulluspilararnir sem gengu frá þeim“ Valur mætti með laskað lið á Akureyri er það mætti Þór í Subway-deild karla í körfubolta á dögunum. Gestirnir misstu tvo leikmenn af velli vegna meiðsla en tókst samt að landa fjögurra stiga sigri. Körfubolti 11. desember 2021 11:47
„Það eru engin leiðindi milli mín og Craig“ Körfuboltasamfélagið á Íslandi var mikið að velta því fyrir sér af hverju Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls, var ekki valinn af Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands, í síðasta landsliðshóp gegn Hollendingum og Rússum. Sigurður hefur að undanförnu ekki gefið kost á sér í landsliðið af persónulegum ástæðum en var þó tilbúinn í slaginn fyrir síðasta glugga ef kallið hefði komið. Körfubolti 11. desember 2021 08:01
„Ég tek liðið fram yfir mig sjálfan“ Calvin Burks, leikmaður Keflavíkur, hefur fengið gagnrýni á sig úr ýmsum áttum á þessu tímabili fyrir að setja ekki nógu mörg stig á töfluna. Það er að segja, ekki eins mikið og Kana ígildi er vant að gera í Subway-deildinni. Burks var spurður út í þessa gagnrýni eftir leik Keflavíkur og Tindastóls í gær. Sport 11. desember 2021 07:01
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 93-84 | Keflvíkingar lyftu sér á toppinn á ný Keflvíkingar unnu mikilvægan níu stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í toppbaráttuslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-84, en sigurinn lyftir Keflvíkingum í efsta sæti deildarinnar á ný. Körfubolti 10. desember 2021 23:57
„Við hinir hefðum átt að taka upp keflið“ Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls, var svekktur með 9 stiga tap gegn sínum gömlu félögum í Keflavík í kvöld, 93-84. Sport 10. desember 2021 23:06
Umfjöllun og viðtöl: Vestri - Breiðablik 89-100 | Blikar höfðu betur í uppgjöri nýliðanna Breiðablik sigraði Vestra í 9. Umferð Subway-deildarinnar. Breiðablik hafði yfirhöndina allan leikinn og fóru á endanum heim með 89-100 sigur, sem hefði hæglega getað orðið stærri. Körfubolti 10. desember 2021 21:33
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - KR 101-85 | Meistararnir aftur á sigurbraut Þór Þorlákshöfn komst aftur á sigurbraut eftir sextán stiga sigur á KR 101-85. Þórsarar sýndu yfirburði um miðjan fyrri hálfleik og litu aldrei um öxl eftir það. Körfubolti 9. desember 2021 22:36
Helgi: Sóknarleikurinn var einhæfur og hægur KR tapaði fyrir Þór Þorlákshöfn 101-85. Þetta var þriðji tapleikur KR í röð og var Helgi Magnússon, þjálfari KR, svekktur eftir tap kvöldsins. Sport 9. desember 2021 22:16
Naumur sigur Valsara gegn botnliðinu Valsmenn unnu nauman fjögurra stiga sigur gegn botnliði Þórs frá Akureyri er liðin mættust fyrir norðan í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 75-79, en með sigrinum lyftu Valsmenn sér upp í annað sæti deildarinnar, í það minnsta tímabundið. Körfubolti 9. desember 2021 21:03
„Ghetto Hooligans eiga stóran þátt í þessum sigri“ Friðrik Ingi Rúnarsson var virkilega ánægður með sitt lið eftir sjö stiga sigur á Grindavík á heimavelli í kvöld. Körfubolti 9. desember 2021 20:51
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grindavík 79-72 | Frábær stemningssigur ÍR í Hellinum Í TM Hellinum fór fram leikur ÍR og Grindavík í 9. umferð Subway-deildar karla. Heimamenn í ÍR unnu sjö stiga sigur eftir baráttuleik sem gestirnir leiddu stærstan hluta leiksins. Þriðji sigur ÍR staðreynd og á sama tíma þriðja tap Grindavíkur. Körfubolti 9. desember 2021 20:48
KR-ingar mæta ríkjandi Íslandsmeisturum í fyrsta sinn í sjö og hálft ár Aðeins tvö félög hafa orðið Íslandsmeistarar í körfubolta frá árinu 2014. KR og núverandi Íslandsmeistarar Þórs úr Þorlákshöfn. Þessi tvö lið mætast í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Körfubolti 9. desember 2021 16:00
Smit í Njarðvík og leik frestað Leik Njarðvíkur og Stjörnunnar í Subway-deild karla í körfubolta, sem fara átti fram á fimmtudaginn, hefur verið frestað vegna kórónuveirusmits í herbúðum Njarðvíkur. Körfubolti 7. desember 2021 10:33