„Haukar tóku fleiri brauðmola en við nýttum færin okkar betur“ Andri Már Eggertsson skrifar 17. apríl 2023 22:00 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, fagnaði sigri í Ólafssal Vísir/Bára Dröfn Þór Þorlákshöfn vann tveggja stiga sigur á Haukum í Ólafssal 93-95 og tryggði sér farseðilinn í undanúrslit. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var afar ánægður með sigur í oddaleik. „Við töluðum um að brauðmolarnir myndu ráða úrslitum. Haukar tóku fleiri brauðmola en við nýttum færin okkar betur. Vincent Shahid var frábær og ég var ánægður með hvernig við spiluðum. Þegar við vorum undir þá náðum við að drepa augnablikið hjá þeim,“ sagði Lárus Jónsson og hélt áfram að hrósa leikmönnum Þórs Þorlákshafnar. „Emil [Karel Einarsson] var frábær á tímabili þar sem hann setti góða þrista. Mér fannst Tómas Valur [Þrastarson] stíga vel upp. Mér fannst strákarnir vera yfirvegaðir og voru ekki að einbeita sér að hlutum sem skiptu ekki máli.“ „Mér fannst augnablikið sem vann leikinn vera þegar Tómas Valur varði skot frá Hilmari [Smára Henningssyni] og þá hugsaði ég að við ættum góðan möguleika á að fara áfram í undanúrslitin.“ Lárus Jónsson hrósaði Haukum og þakkaði þeim fyrir gott einvígi. „Ég vil þakka Haukum kærlega fyrir frábært einvígi og þetta var frábært ár hjá þeim. Þeir voru ótrúlega góðir og Máté Dalmay klárlega þjálfari ársins. Hann kom með mikið nýtt sóknarlega sem maður hefur ekki séð áður og það var gaman að fá ferskan þjálfara inn í deildina.“ Þór Þorlákshöfn byrjaði leikinn afar illa og Lárus viðurkenndi að Þórsarar hafi verið stressaðir. „Við settum leikinn þannig upp að við ætluðum ekki að sjá eftir neinu. Við ætluðum að gefa allt í leikinn og berjast til síðasta blóðdropa og tilfinningin hvort sem við hefðum unnið eða tapað þá myndum við labba út sem sigurvegar.“ Lárus var spenntur fyrir undanúrslitunum þar sem Valur og Þór Þorlákshöfn mætast annað tímabilið í röð. „Þetta eru sömu undanúrslitin og í fyrra. Við erum að mæta Val sem er handhafi allra bikaranna og það verður verðugt verkefni. Í deildinni unnum við og töpuðum einum leik gegn Val þannig þetta eru jöfn lið að mætast,“ Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Sjá meira
„Við töluðum um að brauðmolarnir myndu ráða úrslitum. Haukar tóku fleiri brauðmola en við nýttum færin okkar betur. Vincent Shahid var frábær og ég var ánægður með hvernig við spiluðum. Þegar við vorum undir þá náðum við að drepa augnablikið hjá þeim,“ sagði Lárus Jónsson og hélt áfram að hrósa leikmönnum Þórs Þorlákshafnar. „Emil [Karel Einarsson] var frábær á tímabili þar sem hann setti góða þrista. Mér fannst Tómas Valur [Þrastarson] stíga vel upp. Mér fannst strákarnir vera yfirvegaðir og voru ekki að einbeita sér að hlutum sem skiptu ekki máli.“ „Mér fannst augnablikið sem vann leikinn vera þegar Tómas Valur varði skot frá Hilmari [Smára Henningssyni] og þá hugsaði ég að við ættum góðan möguleika á að fara áfram í undanúrslitin.“ Lárus Jónsson hrósaði Haukum og þakkaði þeim fyrir gott einvígi. „Ég vil þakka Haukum kærlega fyrir frábært einvígi og þetta var frábært ár hjá þeim. Þeir voru ótrúlega góðir og Máté Dalmay klárlega þjálfari ársins. Hann kom með mikið nýtt sóknarlega sem maður hefur ekki séð áður og það var gaman að fá ferskan þjálfara inn í deildina.“ Þór Þorlákshöfn byrjaði leikinn afar illa og Lárus viðurkenndi að Þórsarar hafi verið stressaðir. „Við settum leikinn þannig upp að við ætluðum ekki að sjá eftir neinu. Við ætluðum að gefa allt í leikinn og berjast til síðasta blóðdropa og tilfinningin hvort sem við hefðum unnið eða tapað þá myndum við labba út sem sigurvegar.“ Lárus var spenntur fyrir undanúrslitunum þar sem Valur og Þór Þorlákshöfn mætast annað tímabilið í röð. „Þetta eru sömu undanúrslitin og í fyrra. Við erum að mæta Val sem er handhafi allra bikaranna og það verður verðugt verkefni. Í deildinni unnum við og töpuðum einum leik gegn Val þannig þetta eru jöfn lið að mætast,“
Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Sjá meira