Umfjöllun: Tindastóll - Keflavík 107-81 | Tindastóll valtaði yfir Keflavík og er kominn í kjörstöðu Arnar Skúli Atlason skrifar 8. apríl 2023 21:18 Tindastóll er 2-0 yfir í einvíginu við Keflavík. Vísir/Hulda Margrét Tindastóll og Keflavík leiddu saman hesta sína í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll burstaði Keflavík með 26 stiga mun, 107-81 og eru Stólar þar með komnir 2-0 yfir í einvígi liðanna. Leikurinn byrjaði með því að liðin skiptust á körfum. Tindastóll var skrefinu á undan í fyrsta fjórðungnum og Taiwo Badmus leiddi liðið. Hjá Keflavík var það Jaka Brodnik sem dróg vagninn í fjórðungnum sem var svolítið úr óvæntri átt þar sem hann var ekki atkvæðamikill í fyrsta leik liðanna. Tindastóll kom muninum upp í sjö stig strax í byrjun leiks og sá munur hélst út leikhlutann og Stólarnir leiddu að honum loknum með sjö stigum. Heimamenn byrjuðu betur í öðrum leikhluta og komu muninum upp í 11 stiga en þá hrökk Keflavík í gang og minnkuðu muninn. Tvær þriggja stiga körfur í röð frá Herði Axel og stig frá Okeke söxuðu forskot Tindastóls niður. Varnarleikur Keflavíkur þvingaði leikmenn Tindastóls í erfið skot og Tindastóll. Keflavík náði að breyta stöðunni sér í vil og gestirnir leiddu þegar liðin héldu til búningsherbergja 43-45 og mómentið algjörlega með Keflavík. Seinni hálfleikur hófst eins og fyrri hálfleikur endaði, Keflavík voru skrefi á undan og þeir komu muninum í 49-45 en þá hófst rosalegur kafli í Tindastólsliðinu þar sem Arnar, Keyshawn Woods og Taiwo Badmus tóku yfir og það var allt ofaní hjá heimamönnum á þessu tímabili. Tindastóll breytti stöðunni í 72-51 og tapaðir boltar hjá Keflvíkingum urðu til þess að Stólarnir náðu að keyra í bakið á þeim og koma sér í bílstjóra sætið með því að hitta vel. Sigtryggur Arnar lokaði svo þriðja fjórðung með þriggja stiga körfu og kórónaði sína frammistöðu í leikhlutanum. Tindastóll vann þriðja leikhluta 37-14 og leiddi fyrir fjóra leikhluta 80-59. Fjórði fjórðungur hófst á 6-0 spretti frá Milka sem hafði gert lítið í leiknum áður en þessi stig komu frá honum, Keflavík mátti eiga það að þeir reyndu að koma til baka en Tindastóll virkaði eins og þeir voru með svör við öllu sem þeir gátu gert. Sigtryggur Arnar, Taiwo og Keyshawn leiddu Tinastólsliðið og ef heimamenn vantaði körfur þá stigu þeir upp og héldu Keflavík í öruggri fjarlægð. Um miðjan fjórðunginn voru Keflvíkingarnir búnir að missa hausinn og Jaka Brodnik fyrrum Tindastólsmaður lét henda sér út úr húsi, en leiknum lauk með öruggum sigri Tindastóls 107-81. Stuðningurinn úr stúkunni skilaði sér á völlinn en hérna í kvöld voru í kringum 1600 manns og stemninginn var rosaleg sem skilaði sér inná á völlinn, þá sérstaklega fyrir heimamenn. Stigahæstir í liðið Tindastóls voru Taiwo Badmus með 25 stig og 7 fráköst, Sigtryggur Arnar skoraði 22 stig og Keyshawn Woods skilaði 21 stig Pétur Rúnar sveif undir radarinn í þessum leik 15 stig 7 stoðsendingar og Tindastóll var að vinna með 34 stigum í kvöld með hann inná Stigahæstir í liði Keflavík var Mikla með 17 stig, Hörður, David Okeke, Igor Maric allir með 11 stig og Jaka Brodnik með 10 stig, Eric Ayala var með 9 stig. Af hverju vann Tindastóll? Þeir náðu að stinga af í þriðja leikhluta með góðri vörn og enn betri sókn. Voru í heildina betri í dag í lengri tíma og settu skotin sín ofaní. Hverjir stóðu upp úr? Taiwo Badmus, Keyshawn Woods, Sigtryggur Arnar og Pétur Rúnar voru leveli fyrir ofan hina sem spiluðu í kvöld. Ef þeir ætla að spila á svona háu leveli verður erfitt að vinna Tindastól í úrslitakeppninni. Hvað gekk illa? Keflavík gekk illa að skora í þriðja leikhluta og finna glufur á Tindastólsvörninni. Vantaði meira framlag frá lykilmönnum Keflavík og þeir þurfa að finna lausnir fyrir næsta leik. Hvað gerist næst? Liðin mætast á miðvikudaginn í Keflavík í leik númer þrjú og Tindastóll getur sent Keflavík í sumarfrí í þeim leik. Subway-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF
Tindastóll og Keflavík leiddu saman hesta sína í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll burstaði Keflavík með 26 stiga mun, 107-81 og eru Stólar þar með komnir 2-0 yfir í einvígi liðanna. Leikurinn byrjaði með því að liðin skiptust á körfum. Tindastóll var skrefinu á undan í fyrsta fjórðungnum og Taiwo Badmus leiddi liðið. Hjá Keflavík var það Jaka Brodnik sem dróg vagninn í fjórðungnum sem var svolítið úr óvæntri átt þar sem hann var ekki atkvæðamikill í fyrsta leik liðanna. Tindastóll kom muninum upp í sjö stig strax í byrjun leiks og sá munur hélst út leikhlutann og Stólarnir leiddu að honum loknum með sjö stigum. Heimamenn byrjuðu betur í öðrum leikhluta og komu muninum upp í 11 stiga en þá hrökk Keflavík í gang og minnkuðu muninn. Tvær þriggja stiga körfur í röð frá Herði Axel og stig frá Okeke söxuðu forskot Tindastóls niður. Varnarleikur Keflavíkur þvingaði leikmenn Tindastóls í erfið skot og Tindastóll. Keflavík náði að breyta stöðunni sér í vil og gestirnir leiddu þegar liðin héldu til búningsherbergja 43-45 og mómentið algjörlega með Keflavík. Seinni hálfleikur hófst eins og fyrri hálfleikur endaði, Keflavík voru skrefi á undan og þeir komu muninum í 49-45 en þá hófst rosalegur kafli í Tindastólsliðinu þar sem Arnar, Keyshawn Woods og Taiwo Badmus tóku yfir og það var allt ofaní hjá heimamönnum á þessu tímabili. Tindastóll breytti stöðunni í 72-51 og tapaðir boltar hjá Keflvíkingum urðu til þess að Stólarnir náðu að keyra í bakið á þeim og koma sér í bílstjóra sætið með því að hitta vel. Sigtryggur Arnar lokaði svo þriðja fjórðung með þriggja stiga körfu og kórónaði sína frammistöðu í leikhlutanum. Tindastóll vann þriðja leikhluta 37-14 og leiddi fyrir fjóra leikhluta 80-59. Fjórði fjórðungur hófst á 6-0 spretti frá Milka sem hafði gert lítið í leiknum áður en þessi stig komu frá honum, Keflavík mátti eiga það að þeir reyndu að koma til baka en Tindastóll virkaði eins og þeir voru með svör við öllu sem þeir gátu gert. Sigtryggur Arnar, Taiwo og Keyshawn leiddu Tinastólsliðið og ef heimamenn vantaði körfur þá stigu þeir upp og héldu Keflavík í öruggri fjarlægð. Um miðjan fjórðunginn voru Keflvíkingarnir búnir að missa hausinn og Jaka Brodnik fyrrum Tindastólsmaður lét henda sér út úr húsi, en leiknum lauk með öruggum sigri Tindastóls 107-81. Stuðningurinn úr stúkunni skilaði sér á völlinn en hérna í kvöld voru í kringum 1600 manns og stemninginn var rosaleg sem skilaði sér inná á völlinn, þá sérstaklega fyrir heimamenn. Stigahæstir í liðið Tindastóls voru Taiwo Badmus með 25 stig og 7 fráköst, Sigtryggur Arnar skoraði 22 stig og Keyshawn Woods skilaði 21 stig Pétur Rúnar sveif undir radarinn í þessum leik 15 stig 7 stoðsendingar og Tindastóll var að vinna með 34 stigum í kvöld með hann inná Stigahæstir í liði Keflavík var Mikla með 17 stig, Hörður, David Okeke, Igor Maric allir með 11 stig og Jaka Brodnik með 10 stig, Eric Ayala var með 9 stig. Af hverju vann Tindastóll? Þeir náðu að stinga af í þriðja leikhluta með góðri vörn og enn betri sókn. Voru í heildina betri í dag í lengri tíma og settu skotin sín ofaní. Hverjir stóðu upp úr? Taiwo Badmus, Keyshawn Woods, Sigtryggur Arnar og Pétur Rúnar voru leveli fyrir ofan hina sem spiluðu í kvöld. Ef þeir ætla að spila á svona háu leveli verður erfitt að vinna Tindastól í úrslitakeppninni. Hvað gekk illa? Keflavík gekk illa að skora í þriðja leikhluta og finna glufur á Tindastólsvörninni. Vantaði meira framlag frá lykilmönnum Keflavík og þeir þurfa að finna lausnir fyrir næsta leik. Hvað gerist næst? Liðin mætast á miðvikudaginn í Keflavík í leik númer þrjú og Tindastóll getur sent Keflavík í sumarfrí í þeim leik.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum