Umfjöllun,viðtöl og myndir: Haukar – Þór Þorl. 93-95 | Þórsarar í undanúrslit eftir ævintýralegan sigur Andri Már Eggertsson skrifar 17. apríl 2023 22:30 Þórsarar fögnuðu sigri í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Þór Þorlákshöfn er komið í undanúrslit Subway-deildar karla í körfubolta eftir ævintýralegan sigur í oddaleik í Ólafssal. Haukar tóku frumkvæðið og byrjuðu betur. Darwin Davis og Norbertas Giga hafa báðir verið að glíma við meiðsli en voru báðir í byrjunarliðinu og það var við hæfi að þeir gerðu fyrstu tvær körfunnar. Þór Þorlákshöfn mætir Val í undanúrslitumVísir/Bára Dröfn Það mátti skynja stress í spilamennsku Þórs Þorlákshafnar til að byrja með. Gestirnir tóku átta þriggja stiga skot og hittu aðeins úr einu í fyrsta leikhluta. Þór tapaði einnig fimm boltum. Haukar voru afar óskynsamir undir lok fyrsta leikhluta þar sem þeir voru að brjóta klaufalega á Þórsurum sem gerðu síðustu sex stigin öll úr vítum. Hilmar Smári og Norbertas Giga í leik kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Eftir að hafa byrjað 1 af 9 í þriggja stiga skotum brast stíflan í öðrum leikhluta. Tómas Valur Þrastarson setti niður þrist og Vincent Shahid fylgdi því eftir með tveimur þriggja stiga körfum í röð. Hilmar gegn Jordan SempleVísir/Bára Dröfn Það var mikill munur á framlagi sem liðin fengu af varamannabekknum. Byrjunarlið Hauka gerði öll stig heimamanna í fyrri hálfleik á meðan varamannabekkur Þórs Þorlákshafnar skilaði 15 stigum. Þór Þorlákshöfn endaði á að gera síðustu fimm stig fyrri hálfleiks. Heimamenn voru þremur stigum yfir í hálfleik 44-41. Jordan Semple gerði 12 stig í kvöldVísir/Bára Dröfn Þórsarar sýndu sitt rétta andlit í þriðja leikhluta og spiluðu töluvert betur. Gestirnir náðu að fá stemninguna með sér og komust yfir í fyrsta skipti um miðjan þriðja leikhluta. Það var vel mætt í ÓlafssalVísir/Bára Dröfn Jordan Semple endaði þriðja leikhluta á frábærum varnarleik þar sem hann lokaði á Hilmar Smára og varði síðan skotið hans. Semple öskraði síðan í grillið á Hilmari og fékk afar klaufalega tæknivillu. Haukar voru einu stigi yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta 72-71. Stuðningsmenn Þórs Þorlákshafnar voru í stuðiVísir/Bára Dröfn Vincent Malik Shahid setti Þór Þorlákshöfn á bakið í fjórða leikhluta og sá til þess að Þórsarar færu í undanúrslitin. Shahid var ótrúlegur undir lokin þar sem hann hitti nánast úr öllu. Shahid gerði 12 af síðustu 15 stigum Þórs Þorlákshafnar. Gestirnir unnu að lokum tveggja stiga sigur 93-95. Þórsarar fögnuðu vel eftir leikVísir/Bára Dröfn Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Það var ekki mikill afgangur af þessum sigri. Þórsarar voru slakir í fyrri hálfleik en Haukar voru klaufar og gáfu þeim ódýrar körfur úr vítum sem hélt þeim inni í leiknum. Undir lok fjórða leikhluta gerði Shahid átta stig á tæplega mínútu sem kláraði leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Vincent Malik Shahid breyttist í ofurhetju í kvöld. Shahid var magnaður og endaði með 35 stig og 8 stoðsendingar. Pablo Hernandez Montenegro hefur oft fengið mikla gagnrýni en hann spilaði vel í kvöld og kom með mikilvægar körfur í þriðja leikhluta. Pablo endaði með 15 stig og tók 6 fráköst. Hvað gekk illa? Haukar gátu nagað sig í handarbökin á að hafa ekki verið meira en þremur stigum yfir í hálfleik. Gestirnir enduðu fyrsta leikhluta á að gera sex stig í röð úr vítum. Sama var upp á tengingum í öðrum leikhluta þar sem síðustu tvö stig Þórs komu eftir klaufalega villu Hauka. Hvað gerist næst? Valur og Þór Þorlákshöfn mætast á föstudaginn í Origo-höllinni klukkan 19:15. Tímabilinu er lokið hjá Haukum sem eru komnir í sumarfrí. Máté: Rulluspilarar breyttust í stjörnur Máté Dalmay á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Bára Dröfn Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var afar svekktur eftir tap í oddaleik gegn Þór Þorlákshöfn. „Mér fannst við vera með þetta þangað til fjórði leikhluti var hálfnaður. Okkur tókst ekki að koma forskotinu í tveggja stafa tölu. Þeir settu stór skot niður í fjórða leikhluta og við vissum að það myndi skipta máli.“ Haukar spiluðu afar vel í fyrri hálfleik en Haukar voru að brjóta klaufalega af sér sem varð til þess að Þór hélt sér inn í leiknum á vítaskotum. „Við vorum með þetta í góðu jafnvægi þar sem vörnin virkaði vel og við fengum góðar opnanir sóknarlega. Við vorum svakalegir klaufar þar sem við vorum að senda þá trekk í trekk á vítalínuna.“ Haukar komu sem nýliðar í Subway-deildina og Máté var nokkuð sáttur með tímabilið í heild sinni. „Við duttum út í oddaleik með tveimur stigum. Við tókum eitt skref og munum byggja ofan á þetta tímabil. Við munum setja saman sterkt lið sem mun komast einu jafnvel tveimur skrefum lengra.“ „Við erum að fara gera spennandi hluti á næsta ári og stækka starfið mitt. Við munum byggja ofan á þessu tímabili. Við ætlum að fá fleiri efnilega íslenska leikmenn sem fá að sjá gólfið hérna og fá hlutverk til að þroskast. Það sáu það allir í vetur að rulluspilarar urðu að stjörnum og fyrstu deildarleikmenn urðu að úrvalsdeildarleikmönnum og við munum halda áfram að gera það,“ sagði Máté Dalmay að lokum. Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Haukar
Þór Þorlákshöfn er komið í undanúrslit Subway-deildar karla í körfubolta eftir ævintýralegan sigur í oddaleik í Ólafssal. Haukar tóku frumkvæðið og byrjuðu betur. Darwin Davis og Norbertas Giga hafa báðir verið að glíma við meiðsli en voru báðir í byrjunarliðinu og það var við hæfi að þeir gerðu fyrstu tvær körfunnar. Þór Þorlákshöfn mætir Val í undanúrslitumVísir/Bára Dröfn Það mátti skynja stress í spilamennsku Þórs Þorlákshafnar til að byrja með. Gestirnir tóku átta þriggja stiga skot og hittu aðeins úr einu í fyrsta leikhluta. Þór tapaði einnig fimm boltum. Haukar voru afar óskynsamir undir lok fyrsta leikhluta þar sem þeir voru að brjóta klaufalega á Þórsurum sem gerðu síðustu sex stigin öll úr vítum. Hilmar Smári og Norbertas Giga í leik kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Eftir að hafa byrjað 1 af 9 í þriggja stiga skotum brast stíflan í öðrum leikhluta. Tómas Valur Þrastarson setti niður þrist og Vincent Shahid fylgdi því eftir með tveimur þriggja stiga körfum í röð. Hilmar gegn Jordan SempleVísir/Bára Dröfn Það var mikill munur á framlagi sem liðin fengu af varamannabekknum. Byrjunarlið Hauka gerði öll stig heimamanna í fyrri hálfleik á meðan varamannabekkur Þórs Þorlákshafnar skilaði 15 stigum. Þór Þorlákshöfn endaði á að gera síðustu fimm stig fyrri hálfleiks. Heimamenn voru þremur stigum yfir í hálfleik 44-41. Jordan Semple gerði 12 stig í kvöldVísir/Bára Dröfn Þórsarar sýndu sitt rétta andlit í þriðja leikhluta og spiluðu töluvert betur. Gestirnir náðu að fá stemninguna með sér og komust yfir í fyrsta skipti um miðjan þriðja leikhluta. Það var vel mætt í ÓlafssalVísir/Bára Dröfn Jordan Semple endaði þriðja leikhluta á frábærum varnarleik þar sem hann lokaði á Hilmar Smára og varði síðan skotið hans. Semple öskraði síðan í grillið á Hilmari og fékk afar klaufalega tæknivillu. Haukar voru einu stigi yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta 72-71. Stuðningsmenn Þórs Þorlákshafnar voru í stuðiVísir/Bára Dröfn Vincent Malik Shahid setti Þór Þorlákshöfn á bakið í fjórða leikhluta og sá til þess að Þórsarar færu í undanúrslitin. Shahid var ótrúlegur undir lokin þar sem hann hitti nánast úr öllu. Shahid gerði 12 af síðustu 15 stigum Þórs Þorlákshafnar. Gestirnir unnu að lokum tveggja stiga sigur 93-95. Þórsarar fögnuðu vel eftir leikVísir/Bára Dröfn Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Það var ekki mikill afgangur af þessum sigri. Þórsarar voru slakir í fyrri hálfleik en Haukar voru klaufar og gáfu þeim ódýrar körfur úr vítum sem hélt þeim inni í leiknum. Undir lok fjórða leikhluta gerði Shahid átta stig á tæplega mínútu sem kláraði leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Vincent Malik Shahid breyttist í ofurhetju í kvöld. Shahid var magnaður og endaði með 35 stig og 8 stoðsendingar. Pablo Hernandez Montenegro hefur oft fengið mikla gagnrýni en hann spilaði vel í kvöld og kom með mikilvægar körfur í þriðja leikhluta. Pablo endaði með 15 stig og tók 6 fráköst. Hvað gekk illa? Haukar gátu nagað sig í handarbökin á að hafa ekki verið meira en þremur stigum yfir í hálfleik. Gestirnir enduðu fyrsta leikhluta á að gera sex stig í röð úr vítum. Sama var upp á tengingum í öðrum leikhluta þar sem síðustu tvö stig Þórs komu eftir klaufalega villu Hauka. Hvað gerist næst? Valur og Þór Þorlákshöfn mætast á föstudaginn í Origo-höllinni klukkan 19:15. Tímabilinu er lokið hjá Haukum sem eru komnir í sumarfrí. Máté: Rulluspilarar breyttust í stjörnur Máté Dalmay á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Bára Dröfn Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var afar svekktur eftir tap í oddaleik gegn Þór Þorlákshöfn. „Mér fannst við vera með þetta þangað til fjórði leikhluti var hálfnaður. Okkur tókst ekki að koma forskotinu í tveggja stafa tölu. Þeir settu stór skot niður í fjórða leikhluta og við vissum að það myndi skipta máli.“ Haukar spiluðu afar vel í fyrri hálfleik en Haukar voru að brjóta klaufalega af sér sem varð til þess að Þór hélt sér inn í leiknum á vítaskotum. „Við vorum með þetta í góðu jafnvægi þar sem vörnin virkaði vel og við fengum góðar opnanir sóknarlega. Við vorum svakalegir klaufar þar sem við vorum að senda þá trekk í trekk á vítalínuna.“ Haukar komu sem nýliðar í Subway-deildina og Máté var nokkuð sáttur með tímabilið í heild sinni. „Við duttum út í oddaleik með tveimur stigum. Við tókum eitt skref og munum byggja ofan á þetta tímabil. Við munum setja saman sterkt lið sem mun komast einu jafnvel tveimur skrefum lengra.“ „Við erum að fara gera spennandi hluti á næsta ári og stækka starfið mitt. Við munum byggja ofan á þessu tímabili. Við ætlum að fá fleiri efnilega íslenska leikmenn sem fá að sjá gólfið hérna og fá hlutverk til að þroskast. Það sáu það allir í vetur að rulluspilarar urðu að stjörnum og fyrstu deildarleikmenn urðu að úrvalsdeildarleikmönnum og við munum halda áfram að gera það,“ sagði Máté Dalmay að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti