Kári Jónsson: Var búinn að vera lélegur framan af leik Andri Már Eggertsson skrifar 11. apríl 2023 22:45 Kári Jónsson gerði 26 stig í kvöld Vísir/Hulda Margrét Valur vann Stjörnuna 96-89. Valur er því einum sigri frá því að komast í undanúrslitin. Kári Jónsson, leikmaður Vals, fór á kostum í fjórða leikhluta og gerði sautján stig á fimm mínútum. „Mér fannst þetta svipaður leikur og fyrsti leikurinn í einvíginu. Orkan hjá okkur var mögulega aðeins betri. Undir lokin settum við nokkur skot ofan í og unnum en seinast gerðu þeir það,“ sagði Kári Jónsson eftir leik. Valur var þremur stigum yfir í hálfleik og Kári var nokkuð sáttur með jafnvægið í leiknum. „Mér fannst við byrja ágætlega og það var góður taktur í okkur í byrjun en síðan misstum við taktinn. Við grófum okkur ofan í holu þegar Kristófer [Acox] fór út af meiddur en sem betur fer sýndum við mikinn karakter og við náðum að kreista fram sigur undir lokin.“ Valur var tíu stigum undir þegar fimm mínútur voru eftir. Kári Jónsson tók þá leikinn í sínar hendur og gerði 17 stig á síðustu fimm mínútunum. „Ég fór að sækja meira á körfuna. Ég var búinn að vera hræðilega lélegur allan leikinn en við fórum að keyra upp hraðann og ég fékk nokkrar auðveldar körfur og ég þurfti líklega bara að sjá boltann fara ofan í og þá fóru skotin að detta sem var kærkomið.“ „Stjarnan spilaði góða vörn á mig og ég var ekki nógu grimmur og var stuttur í skotunum eins og gengur og gerist. Við héldum áfram og sem betur fer fundum við leiðir til að koma til baka og vinna leikinn.“ Valur er einum sigri frá því að komast í undanúrslitin en Kári átti von á jöfnum leik þar sem Stjarnan á eftir að leggja allt í sölurnar. „Næsti leikur verður sennilega svipaður og þessi leikur. Við þurfum að taka stöðuna á Kristófer [Acox] en aðrir þurfa að gera meira. Stjarnan er að fara berjast fyrir lífi sínu í næsta leik og við þurfum að mæta þeirri orku,“ sagði Kári Jónsson að lokum. Valur Subway-deild karla Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira
„Mér fannst þetta svipaður leikur og fyrsti leikurinn í einvíginu. Orkan hjá okkur var mögulega aðeins betri. Undir lokin settum við nokkur skot ofan í og unnum en seinast gerðu þeir það,“ sagði Kári Jónsson eftir leik. Valur var þremur stigum yfir í hálfleik og Kári var nokkuð sáttur með jafnvægið í leiknum. „Mér fannst við byrja ágætlega og það var góður taktur í okkur í byrjun en síðan misstum við taktinn. Við grófum okkur ofan í holu þegar Kristófer [Acox] fór út af meiddur en sem betur fer sýndum við mikinn karakter og við náðum að kreista fram sigur undir lokin.“ Valur var tíu stigum undir þegar fimm mínútur voru eftir. Kári Jónsson tók þá leikinn í sínar hendur og gerði 17 stig á síðustu fimm mínútunum. „Ég fór að sækja meira á körfuna. Ég var búinn að vera hræðilega lélegur allan leikinn en við fórum að keyra upp hraðann og ég fékk nokkrar auðveldar körfur og ég þurfti líklega bara að sjá boltann fara ofan í og þá fóru skotin að detta sem var kærkomið.“ „Stjarnan spilaði góða vörn á mig og ég var ekki nógu grimmur og var stuttur í skotunum eins og gengur og gerist. Við héldum áfram og sem betur fer fundum við leiðir til að koma til baka og vinna leikinn.“ Valur er einum sigri frá því að komast í undanúrslitin en Kári átti von á jöfnum leik þar sem Stjarnan á eftir að leggja allt í sölurnar. „Næsti leikur verður sennilega svipaður og þessi leikur. Við þurfum að taka stöðuna á Kristófer [Acox] en aðrir þurfa að gera meira. Stjarnan er að fara berjast fyrir lífi sínu í næsta leik og við þurfum að mæta þeirri orku,“ sagði Kári Jónsson að lokum.
Valur Subway-deild karla Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira